Stressuð og áhyggjufull af því hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 13:00 Hafdís Renötudóttir í viðtalinu við Henry Birgi Gunnarsson í Seinni bylgjunni. Skjámynd/S2 Sport Landsliðsmarkvörðurinn Hafdís Renötudóttir skipti óvænt úr Fram til sænska félagsins Lugi HF á dögunum og Seinni bylgjan ræddi við Hadísi um þessi sérstöku félagsskipti í þætti sínum í gær. „Það setur stórt strik í reikninginn hjá Fran að markvörðurinn þeirra, Hafdís Renötudóttur landsliðsmarkvörður, er á förum frá liðinu til Svíþjóðar þó svo að hún sé meidd. Ég kíkti aðeins á Hafdísi í dag,“ kynnti Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, innslagið um Hafdísi. Hafdís Renötudóttir er frábær markvörður sem hún sýndi og sannaði á síðustu leiktíð þar sem Fram varð bæði deildarmeistari og bikarmeistari en missti síðan af Íslandsmeistaratitlinum vegna kórónuveirunnar. Hafdís var hins vegar ekki byrjuð að spila með á þessu tímabili eftir að hafa fengið skot í höfuðið. Hafdís Renötudóttir til Lugi HF Handknattleiksdeild Fram hefur samþykkt félagaskipti landsliðskonunnar Hafdísar...Posted by Fram Handbolti on Miðvikudagur, 7. október 2020 „Aðdragandinn var ekki mjög langur og þetta gerðist mjög hratt. Ég ætlaði fyrst ekki að fara af því að ég er með heilahristing en þetta var gott tækifæri og ég ákvað því að kýla á þetta. Ég er þakklát fyrir það að Fram leyfði mér að gera það,“ sagði Hafdís Renötudóttir. Hafdís Renötudóttir hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli en var hún hissa að sænska liðið hafði samband við hana? Skildi ekki af hverju þeir vildu fá meiddan leikmann út „Ég var mjög hissa og skildi ekki af hverju þeir vildu fá meiddan leikmann út en þeir tala um framtíðarsýnina hjá þessu liði. Ég spurði hvort ég gæti komið út eftir áramót en þeir vildu fá mig strax út. Ég verð því í endurhæfingu þarna úti. Ég hlakka til að fara út og vona bara að ég nái mér sem fyrst,“ sagði Hafdís en hvernig hefur gengið að glíma við höfuðmeiðslin. „Það hefur gengið upp og niður ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fékk bakslag en eins og staðan er núna þá gengur mjög vel. Ég fær að hlaupa og ég fæ engin eftirköst. Ég fór í sjúkraþjálfun í morgun og ég má núna byrja eins og ég vil. Ég geri bara eins og ég get,“ sagði Hafdís. „Fyrst og fremst þá er þetta bara mjög stressandi og ég er mjög áhyggjufull alla daga um þetta. Persónulega þá var ég með mjög mikið ljósnæmi, hljóðnæmi og fékk hausverk við álag. Aðallega fyrir mig þá var þetta áhyggjuefni að geta ekki fengið að spila handbolta á ný af því að við höfum heyrt svo margar hryllingssögur,“ sagði Hafdís en margar handboltakonur hafa þurft að hætta að spila vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er ekkert grín og ég tek þessu mjög alvarlega. Ég er þakklát fyrir það að geta hlaupið og hoppað. Oft fylgja svona hálsvandamál með þannig að ég er á réttri leið,“ sagði Hafdís. Hún yfirgefur Framliðið á miðju tímabili og skilur eftir stórt skarð. Svekkjandi að missa af þessu „Ég ætlaði fyrst ekki út enda er ég að snúa öllu á hvolf hérna. Ég hugsaði með mér; þetta er frábært tækifæri og ég verð að fylgja því sem ég vil gera. Ég held að ég sé að gera það rétta í þessu öllu saman,“ sagði Hafdís. Olís deild kvenna í ár er eins sú allra sterkasta frá upphafi og Hafdís missir af því. „Ég er mjög svekkt að missa af þessu tímabili af því að það eru frábærir leikmenn í deildinni í ár og hún verður sterk. Það er staðreynd og eins og við sjáum núna þá erum við ekki búnar að vinna alla leikina eins og við vonuðumst til og ætluðum okkur að gera. Það er svekkjandi að missa af þessu,“ sagði Hafdís en það má heyra allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Hafdísi Renötudóttur um höfðuðmeiðslin og Lugi Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Hafdís Renötudóttir skipti óvænt úr Fram til sænska félagsins Lugi HF á dögunum og Seinni bylgjan ræddi við Hadísi um þessi sérstöku félagsskipti í þætti sínum í gær. „Það setur stórt strik í reikninginn hjá Fran að markvörðurinn þeirra, Hafdís Renötudóttur landsliðsmarkvörður, er á förum frá liðinu til Svíþjóðar þó svo að hún sé meidd. Ég kíkti aðeins á Hafdísi í dag,“ kynnti Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, innslagið um Hafdísi. Hafdís Renötudóttir er frábær markvörður sem hún sýndi og sannaði á síðustu leiktíð þar sem Fram varð bæði deildarmeistari og bikarmeistari en missti síðan af Íslandsmeistaratitlinum vegna kórónuveirunnar. Hafdís var hins vegar ekki byrjuð að spila með á þessu tímabili eftir að hafa fengið skot í höfuðið. Hafdís Renötudóttir til Lugi HF Handknattleiksdeild Fram hefur samþykkt félagaskipti landsliðskonunnar Hafdísar...Posted by Fram Handbolti on Miðvikudagur, 7. október 2020 „Aðdragandinn var ekki mjög langur og þetta gerðist mjög hratt. Ég ætlaði fyrst ekki að fara af því að ég er með heilahristing en þetta var gott tækifæri og ég ákvað því að kýla á þetta. Ég er þakklát fyrir það að Fram leyfði mér að gera það,“ sagði Hafdís Renötudóttir. Hafdís Renötudóttir hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli en var hún hissa að sænska liðið hafði samband við hana? Skildi ekki af hverju þeir vildu fá meiddan leikmann út „Ég var mjög hissa og skildi ekki af hverju þeir vildu fá meiddan leikmann út en þeir tala um framtíðarsýnina hjá þessu liði. Ég spurði hvort ég gæti komið út eftir áramót en þeir vildu fá mig strax út. Ég verð því í endurhæfingu þarna úti. Ég hlakka til að fara út og vona bara að ég nái mér sem fyrst,“ sagði Hafdís en hvernig hefur gengið að glíma við höfuðmeiðslin. „Það hefur gengið upp og niður ef ég á að segja alveg eins og er. Ég fékk bakslag en eins og staðan er núna þá gengur mjög vel. Ég fær að hlaupa og ég fæ engin eftirköst. Ég fór í sjúkraþjálfun í morgun og ég má núna byrja eins og ég vil. Ég geri bara eins og ég get,“ sagði Hafdís. „Fyrst og fremst þá er þetta bara mjög stressandi og ég er mjög áhyggjufull alla daga um þetta. Persónulega þá var ég með mjög mikið ljósnæmi, hljóðnæmi og fékk hausverk við álag. Aðallega fyrir mig þá var þetta áhyggjuefni að geta ekki fengið að spila handbolta á ný af því að við höfum heyrt svo margar hryllingssögur,“ sagði Hafdís en margar handboltakonur hafa þurft að hætta að spila vegna höfuðmeiðsla. „Þetta er ekkert grín og ég tek þessu mjög alvarlega. Ég er þakklát fyrir það að geta hlaupið og hoppað. Oft fylgja svona hálsvandamál með þannig að ég er á réttri leið,“ sagði Hafdís. Hún yfirgefur Framliðið á miðju tímabili og skilur eftir stórt skarð. Svekkjandi að missa af þessu „Ég ætlaði fyrst ekki út enda er ég að snúa öllu á hvolf hérna. Ég hugsaði með mér; þetta er frábært tækifæri og ég verð að fylgja því sem ég vil gera. Ég held að ég sé að gera það rétta í þessu öllu saman,“ sagði Hafdís. Olís deild kvenna í ár er eins sú allra sterkasta frá upphafi og Hafdís missir af því. „Ég er mjög svekkt að missa af þessu tímabili af því að það eru frábærir leikmenn í deildinni í ár og hún verður sterk. Það er staðreynd og eins og við sjáum núna þá erum við ekki búnar að vinna alla leikina eins og við vonuðumst til og ætluðum okkur að gera. Það er svekkjandi að missa af þessu,“ sagði Hafdís en það má heyra allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Hafdísi Renötudóttur um höfðuðmeiðslin og Lugi
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira