Tók upp samfarir í heimildarleysi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2020 10:19 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum. Vísir/Vilhelm Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi konu aðfaranótt laugardagsins 29. desember 2018 á heimili hans. Sýndi hann af sér lostugt athæfi með því að taka upp myndbönd og myndir af þeim að stunda kynmök án hennar vitneskju. Með því særði hann blygðunarkennd hennar. Aðilum bar að mestu saman um málsatvik. Þau þekktust, hittust á skemmtistað og fóru svo heim til hans þar sem þau hlustuðu á tónlist. Í framhaldinu stunduðu þau kynmök með samþykki beggja aðila. Á meðan samförum stóð tók konan eftir því að karlmaðurinn var að taka upp myndband eða taka myndir af henni á iPhone-síma sinn. Hún hefði ekki gefið leyfi fyrir slíkri upptöku og sagði honum að hætta því og eyða myndunum. Sagði hún karlmanninum svo að eyða myndunum og tilkynnti honum að hún ætlaði á neyðarmóttökuna sem hún gerði. Karlmaðurinn bar því við að hann hefði stjórnað tónlistinni með símanum sínum og svo farið að taka myndir og stutt myndbönd í kæruleysi. Fljótlega hefði konan gert athugasemd og greinilegt að henni líkaði það illa. Hann hefði strax hætt, eytt myndunum og myndböndum fyrir framan hana. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að nokkuð óskýrt sé hjá karlmanninum hvað hafi orðið til þess að myndirnar væru teknar. Framburður konunnar hefði hins vegar verið stöðugur, hjá lögreglu og svo fyrir dómi. Var niðurstaðan byggð á trúverðugum framburði hennar. Taldi dómurinn sannað að karlmaðurinn hefði gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess annars vegar að karlmaðurinn hefði ekki áður hlotið dóm. En einnig til þess að karlmaðurinn hefði valdið konunni vanlíðan, sem var stutt með vottorði sálfræðings, og brugðist trausti sem hún bar til hans. Miskabætur voru ákvarðaðar 200 þúsund krónur auk þess sem hann þarf að greiða allan sakarkostnað, um tvær milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Karlmaður nokkur hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið gegn blygðunarsemi konu aðfaranótt laugardagsins 29. desember 2018 á heimili hans. Sýndi hann af sér lostugt athæfi með því að taka upp myndbönd og myndir af þeim að stunda kynmök án hennar vitneskju. Með því særði hann blygðunarkennd hennar. Aðilum bar að mestu saman um málsatvik. Þau þekktust, hittust á skemmtistað og fóru svo heim til hans þar sem þau hlustuðu á tónlist. Í framhaldinu stunduðu þau kynmök með samþykki beggja aðila. Á meðan samförum stóð tók konan eftir því að karlmaðurinn var að taka upp myndband eða taka myndir af henni á iPhone-síma sinn. Hún hefði ekki gefið leyfi fyrir slíkri upptöku og sagði honum að hætta því og eyða myndunum. Sagði hún karlmanninum svo að eyða myndunum og tilkynnti honum að hún ætlaði á neyðarmóttökuna sem hún gerði. Karlmaðurinn bar því við að hann hefði stjórnað tónlistinni með símanum sínum og svo farið að taka myndir og stutt myndbönd í kæruleysi. Fljótlega hefði konan gert athugasemd og greinilegt að henni líkaði það illa. Hann hefði strax hætt, eytt myndunum og myndböndum fyrir framan hana. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að nokkuð óskýrt sé hjá karlmanninum hvað hafi orðið til þess að myndirnar væru teknar. Framburður konunnar hefði hins vegar verið stöðugur, hjá lögreglu og svo fyrir dómi. Var niðurstaðan byggð á trúverðugum framburði hennar. Taldi dómurinn sannað að karlmaðurinn hefði gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess annars vegar að karlmaðurinn hefði ekki áður hlotið dóm. En einnig til þess að karlmaðurinn hefði valdið konunni vanlíðan, sem var stutt með vottorði sálfræðings, og brugðist trausti sem hún bar til hans. Miskabætur voru ákvarðaðar 200 þúsund krónur auk þess sem hann þarf að greiða allan sakarkostnað, um tvær milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira