Gengið vonum framar að ná utan um smit á hjúkrunarheimilum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2020 18:53 María Fjóla Harðardóttir er forstjóri Hrafnistu. Vísir/Vilhelm María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa gengið vonum framar að ná tökum á þeim kórónuveirusmitum sem komið hafa upp á heimilum Hrafnistu að undanförnu. Þrjár deildir voru sendar í sóttkví vegna smitanna, en tvær eru nú lausar úr sóttkví. Á miðvikudaginn kemur í ljós hvort sú þriðja muni áfram þurfa að sæta sóttkví eða ekki. „En við erum með þrjá einstaklinga á sjúkrahúsi, þannig að við erum ekki með smit inni á heimilunum. Það er í raun bara að þakka starfsfólki, stjórnendum og stoðdeildum fyrir ótrúlegt framtak,“ sagði María í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þá að á heimilum Hrafnistu séu viðhafðar harðar sýkingavarnir. Það sjáist best á því að ekki hafi komið upp fleiri smit í tengslum við þau sem urðu í síðustu viku. Þá séu heimilin áfram lokuð og það dragi verulega úr því að veiran berist inn á heimilin. Ráðuneytið ekki svarað bréfi um Covid-deild fyrir íbúa María er ein þeirra sem kallað hefur eftir því að sett verði á fót sérstök deild fyrir íbúa hjúkrunarheimila sem greinist með Covid-19. Hún segir mikilvægt að aðskilja þá sem smitast hafa af Covid-19 og aðra. „Inni á hjúkrunarheimilunum eru bara fjölmargir einstaklingar sem tilheyra viðkvæmum hóp og við teljum að við náum meiri árangri í að halda heimilunum frá smiti ef við náum að koma smitinu út. Það er stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu sem skrifuðu heilbrigðisráðherra bréf og óskuðu eftir fundi síðastliðinn þriðjudag,“ sagði María. Hún segir að svar hafi ekki enn borist frá heilbrigðisráðuneytinu, en hún búist enn við því að það berist. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni. 9. október 2020 13:02 Þriðji íbúinn smitaður á Hrafnistu Þriðji íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist með kórónuveiruna í dag. 7. október 2020 19:17 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu, segir það hafa gengið vonum framar að ná tökum á þeim kórónuveirusmitum sem komið hafa upp á heimilum Hrafnistu að undanförnu. Þrjár deildir voru sendar í sóttkví vegna smitanna, en tvær eru nú lausar úr sóttkví. Á miðvikudaginn kemur í ljós hvort sú þriðja muni áfram þurfa að sæta sóttkví eða ekki. „En við erum með þrjá einstaklinga á sjúkrahúsi, þannig að við erum ekki með smit inni á heimilunum. Það er í raun bara að þakka starfsfólki, stjórnendum og stoðdeildum fyrir ótrúlegt framtak,“ sagði María í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hún segir þá að á heimilum Hrafnistu séu viðhafðar harðar sýkingavarnir. Það sjáist best á því að ekki hafi komið upp fleiri smit í tengslum við þau sem urðu í síðustu viku. Þá séu heimilin áfram lokuð og það dragi verulega úr því að veiran berist inn á heimilin. Ráðuneytið ekki svarað bréfi um Covid-deild fyrir íbúa María er ein þeirra sem kallað hefur eftir því að sett verði á fót sérstök deild fyrir íbúa hjúkrunarheimila sem greinist með Covid-19. Hún segir mikilvægt að aðskilja þá sem smitast hafa af Covid-19 og aðra. „Inni á hjúkrunarheimilunum eru bara fjölmargir einstaklingar sem tilheyra viðkvæmum hóp og við teljum að við náum meiri árangri í að halda heimilunum frá smiti ef við náum að koma smitinu út. Það er stjórn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu sem skrifuðu heilbrigðisráðherra bréf og óskuðu eftir fundi síðastliðinn þriðjudag,“ sagði María. Hún segir að svar hafi ekki enn borist frá heilbrigðisráðuneytinu, en hún búist enn við því að það berist.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Tengdar fréttir Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni. 9. október 2020 13:02 Þriðji íbúinn smitaður á Hrafnistu Þriðji íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist með kórónuveiruna í dag. 7. október 2020 19:17 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni. 9. október 2020 13:02
Þriðji íbúinn smitaður á Hrafnistu Þriðji íbúi dvalarheimilisins Hrafnistu Ísafoldar í Garðabæ greindist með kórónuveiruna í dag. 7. október 2020 19:17