Ferðin í Hrútafjörð ekki á vegum Stjörnunnar Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2020 14:17 Stjörnustelpur fóru í æfingaferð á Reyki í Hrútafirði. Stjarnan/skolabudir.is Stjarnan hefur sent frá sér tilkynningu til að árétta að æfingaferð körfuboltaliðs félagsins í Hrútafjörð hafi ekki verið skipulögð af félaginu. Í yfirlýsingunni segir að aðalstjórn Stjörnunnar og körfuknattleiksdeild muni fara yfir málið innanhúss og ekki tjá sig frekar um það í fjölmiðlum. Eins og Vísir greindi frá í dag fór meistaraflokkur kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í æfingaferð á Reyki í Hrútafirði síðasta föstudag. Það gerði hópurinn þvert á tilmæli sóttvarnayfirvalda þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. Með þessu hugðist hópurinn meðal annars geta æft körfubolta á meðan að það væri bannað á höfuðborgarsvæðinu. Birgir Kaldal Kristmannsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá körfuboltadeild Stjörnunnar, sagði Margréti Sturlaugsdóttur þjálfara hafa átt hugmyndina og að leikmenn og foreldrar þeirra hefðu tekið afar vel í hana. Hópurinn væri lokaður af á Reykjum og ætti ekki í samskiptum við fólk utan hans. Ása Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, sendi Vísi eftirfarandi fréttatilkynningu frá félaginu: „Vegna fréttaflutnings í dag af ferð hluta meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni í skólabúðir með æfingaívafi á Reyki í Hrútafirði vill Stjarnan árétta það sem þegar hefur komið fram í fjölmiðlum að umrædd ferð er ekki á vegum Stjörnunnar og hvorki skipulögð né kostuð af félaginu á nokkurn hátt. Stjarnan hefur lagt ríka áherslu á að fylgja tilmælum yfirvalda og í ljósi þess munu aðalstjórn félagsins og körfuknattleiksdeild fara yfir málið innanhúss en að öðru leyti ekki tjá sig frekar í fjölmiðlum.“ Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjarnan Húnaþing vestra Tengdar fréttir Skelltu sér í æfingabúðir út á land þrátt fyrir tilmælin Leikmenn meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í Garðabæ lögðu land undir fót á föstudaginn. Leiðin lá á Reyki í Hrútafirði þar sem Margrét Sturlaugsdóttir þjálfari hafði skipulagt skólabúðir með æfingaívafi. 12. október 2020 11:14 Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Sjá meira
Stjarnan hefur sent frá sér tilkynningu til að árétta að æfingaferð körfuboltaliðs félagsins í Hrútafjörð hafi ekki verið skipulögð af félaginu. Í yfirlýsingunni segir að aðalstjórn Stjörnunnar og körfuknattleiksdeild muni fara yfir málið innanhúss og ekki tjá sig frekar um það í fjölmiðlum. Eins og Vísir greindi frá í dag fór meistaraflokkur kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í æfingaferð á Reyki í Hrútafirði síðasta föstudag. Það gerði hópurinn þvert á tilmæli sóttvarnayfirvalda þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. Með þessu hugðist hópurinn meðal annars geta æft körfubolta á meðan að það væri bannað á höfuðborgarsvæðinu. Birgir Kaldal Kristmannsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá körfuboltadeild Stjörnunnar, sagði Margréti Sturlaugsdóttur þjálfara hafa átt hugmyndina og að leikmenn og foreldrar þeirra hefðu tekið afar vel í hana. Hópurinn væri lokaður af á Reykjum og ætti ekki í samskiptum við fólk utan hans. Ása Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, sendi Vísi eftirfarandi fréttatilkynningu frá félaginu: „Vegna fréttaflutnings í dag af ferð hluta meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni í skólabúðir með æfingaívafi á Reyki í Hrútafirði vill Stjarnan árétta það sem þegar hefur komið fram í fjölmiðlum að umrædd ferð er ekki á vegum Stjörnunnar og hvorki skipulögð né kostuð af félaginu á nokkurn hátt. Stjarnan hefur lagt ríka áherslu á að fylgja tilmælum yfirvalda og í ljósi þess munu aðalstjórn félagsins og körfuknattleiksdeild fara yfir málið innanhúss en að öðru leyti ekki tjá sig frekar í fjölmiðlum.“
„Vegna fréttaflutnings í dag af ferð hluta meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni í skólabúðir með æfingaívafi á Reyki í Hrútafirði vill Stjarnan árétta það sem þegar hefur komið fram í fjölmiðlum að umrædd ferð er ekki á vegum Stjörnunnar og hvorki skipulögð né kostuð af félaginu á nokkurn hátt. Stjarnan hefur lagt ríka áherslu á að fylgja tilmælum yfirvalda og í ljósi þess munu aðalstjórn félagsins og körfuknattleiksdeild fara yfir málið innanhúss en að öðru leyti ekki tjá sig frekar í fjölmiðlum.“
Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjarnan Húnaþing vestra Tengdar fréttir Skelltu sér í æfingabúðir út á land þrátt fyrir tilmælin Leikmenn meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í Garðabæ lögðu land undir fót á föstudaginn. Leiðin lá á Reyki í Hrútafirði þar sem Margrét Sturlaugsdóttir þjálfari hafði skipulagt skólabúðir með æfingaívafi. 12. október 2020 11:14 Mest lesið Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Sjá meira
Skelltu sér í æfingabúðir út á land þrátt fyrir tilmælin Leikmenn meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í Garðabæ lögðu land undir fót á föstudaginn. Leiðin lá á Reyki í Hrútafirði þar sem Margrét Sturlaugsdóttir þjálfari hafði skipulagt skólabúðir með æfingaívafi. 12. október 2020 11:14