„Snýst allt um að taka ákvörðun og að koma sér í rétta hugarástandið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2020 07:02 Indíana Nanna hjálpar fólki að hreyfa sig og það heima. „Þegar við skiptum yfir í heimaæfingar er mikilvægt að halda sömu rútínu og þegar þú varst að mæta í ræktina eða á aðrar æfingar. Gerðu æfingaaðstöðuna þína aðlaðandi með því,“ segir Indíana Nanna Jóhannsdóttir einka- og hóptímaþjálfari og stofnandi GoMove Iceland. Hún segir að Íslendingar geti vel haldið sér í formi með því að æfa heima en nú eru allar líkamsræktarstöðvar lokaðar. Indíana færir allt til í stofunni fyrir heimaæfinguna. „Það er mjög krefjandi að æfa heima hjá sér og það er auðvelt að finna ástæður fyrir því að sleppa því bara. En þetta snýst allt um að taka ákvörðun og að koma sér í rétta hugarástandið. Ef þú hefur ástæðu, eins og að huga að heilsunni sem hefur aldrei verið mikilvægara, er alltaf hægt að finna lausnir. Ég hvet alla sem æfa hjá mér í heimaþjálfun til þess að undirbúa sig í raun alveg eins og þau væru að fara að mæta eitthvert á æfingu. Gott er að ákveða hvar þú ætlar að æfa á heimilinu, ég til dæmis færi til allt í stofunni hjá mér og set upp litla aðstöðu á stofugólfinu. Vertu búin að finna til æfingafötin þín jafnvel kvöldinu áður, fylltu vatnsbrúsa og gerðu þig til alveg eins og þú myndir gera venjulega. Komdu þér í gírinn,“ segir Indíana sem birtir reglulega æfingaefni á Instagram-síðu sinni. Hvernig æfingar er hægt að gera heima? „Allir geta gert æfingar með eigin líkamsþyngd (bodyweight) og æfingabankinn þegar kemur að þeim er í raun endalaus. Líklega á hálft Ísland núna einhverjar æfingagræjur eins og ketilbjöllu eða handlóð og þá er skemmtilegt að bæta þeim inn fyrir fjölbreytileika. Þú ferð mjög langt með eina bjöllu og sippuband. Á æfingum hjá mér er bæði hægt að notast eingöngu við eigin líkamsþyngd og svo er hægt að bæta við búnaði ef fólk á það til heima hjá sér.“ View this post on Instagram Live Heimaþjálfun fer á fullt aftur á morgun, þriðjudaginn 6. október. 5 æfingar á viku næstu 2 vikurnar. Þjálfað í lokuðum FB hóp. Allar upptökur vistast inni ótímabundið svo þú getur æft með mér hvenær sem þér hentar best! 🥰 Verð fyrir 2 vikur er 8.450. Innifalið er: - 5 æfingar í beinni þjálfaðar af mér - Aðgangur að lokuðum FB hóp þar sem allar æfingarnar eru þjálfaðar og vistast - Aðgangur að appi þar sem allar æfingarnar koma inn kvöldinu áður (pepp!) Sendu mér ,,Ég er með heima!” Í DM ef þú vilt æfa með mér næstu 2 vikurnar ⚡️ A post shared by Indíana Nanna Jóhannsdóttir (@indianajohanns) on Oct 5, 2020 at 3:27am PDT Hún segir að það sé vel hægt að ná eins góðri æfingu heima og í líkamsræktarstöð. „Og jafnvel oft betri æfingum. Gott er að leggja áherslu á að vinna hægar og ná betri stjórn á hreyfingu. Hraði felur oft veikleika og þetta er tækifæri fyrir okkur til að hægja aðeins á og breyta aðeins til,“ segir Indíana sem hefur tekið eftir því að fólk æfir mun meira heima hjá sér en áður. View this post on Instagram @gomoveiceland www.gomove.is A post shared by Indíana Nanna Jóhannsdóttir (@indianajohanns) on Sep 23, 2020 at 3:24am PDT „Það hefur klárlega aukist. Ég held þó að það sé alltaf stór hluti sem endi á því að gera voða lítið. Það er óþarfi að vera með samviskubit yfir því ef þú finnur alls enga löngun til þess að æfa heima. Gerðu það sem þú getur og hreyfðu þig. Þú þarft ekki að æfa en það þurfa allir að hreyfa sig og geta farið í göngutúr eða hjólatúr.“ Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
„Þegar við skiptum yfir í heimaæfingar er mikilvægt að halda sömu rútínu og þegar þú varst að mæta í ræktina eða á aðrar æfingar. Gerðu æfingaaðstöðuna þína aðlaðandi með því,“ segir Indíana Nanna Jóhannsdóttir einka- og hóptímaþjálfari og stofnandi GoMove Iceland. Hún segir að Íslendingar geti vel haldið sér í formi með því að æfa heima en nú eru allar líkamsræktarstöðvar lokaðar. Indíana færir allt til í stofunni fyrir heimaæfinguna. „Það er mjög krefjandi að æfa heima hjá sér og það er auðvelt að finna ástæður fyrir því að sleppa því bara. En þetta snýst allt um að taka ákvörðun og að koma sér í rétta hugarástandið. Ef þú hefur ástæðu, eins og að huga að heilsunni sem hefur aldrei verið mikilvægara, er alltaf hægt að finna lausnir. Ég hvet alla sem æfa hjá mér í heimaþjálfun til þess að undirbúa sig í raun alveg eins og þau væru að fara að mæta eitthvert á æfingu. Gott er að ákveða hvar þú ætlar að æfa á heimilinu, ég til dæmis færi til allt í stofunni hjá mér og set upp litla aðstöðu á stofugólfinu. Vertu búin að finna til æfingafötin þín jafnvel kvöldinu áður, fylltu vatnsbrúsa og gerðu þig til alveg eins og þú myndir gera venjulega. Komdu þér í gírinn,“ segir Indíana sem birtir reglulega æfingaefni á Instagram-síðu sinni. Hvernig æfingar er hægt að gera heima? „Allir geta gert æfingar með eigin líkamsþyngd (bodyweight) og æfingabankinn þegar kemur að þeim er í raun endalaus. Líklega á hálft Ísland núna einhverjar æfingagræjur eins og ketilbjöllu eða handlóð og þá er skemmtilegt að bæta þeim inn fyrir fjölbreytileika. Þú ferð mjög langt með eina bjöllu og sippuband. Á æfingum hjá mér er bæði hægt að notast eingöngu við eigin líkamsþyngd og svo er hægt að bæta við búnaði ef fólk á það til heima hjá sér.“ View this post on Instagram Live Heimaþjálfun fer á fullt aftur á morgun, þriðjudaginn 6. október. 5 æfingar á viku næstu 2 vikurnar. Þjálfað í lokuðum FB hóp. Allar upptökur vistast inni ótímabundið svo þú getur æft með mér hvenær sem þér hentar best! 🥰 Verð fyrir 2 vikur er 8.450. Innifalið er: - 5 æfingar í beinni þjálfaðar af mér - Aðgangur að lokuðum FB hóp þar sem allar æfingarnar eru þjálfaðar og vistast - Aðgangur að appi þar sem allar æfingarnar koma inn kvöldinu áður (pepp!) Sendu mér ,,Ég er með heima!” Í DM ef þú vilt æfa með mér næstu 2 vikurnar ⚡️ A post shared by Indíana Nanna Jóhannsdóttir (@indianajohanns) on Oct 5, 2020 at 3:27am PDT Hún segir að það sé vel hægt að ná eins góðri æfingu heima og í líkamsræktarstöð. „Og jafnvel oft betri æfingum. Gott er að leggja áherslu á að vinna hægar og ná betri stjórn á hreyfingu. Hraði felur oft veikleika og þetta er tækifæri fyrir okkur til að hægja aðeins á og breyta aðeins til,“ segir Indíana sem hefur tekið eftir því að fólk æfir mun meira heima hjá sér en áður. View this post on Instagram @gomoveiceland www.gomove.is A post shared by Indíana Nanna Jóhannsdóttir (@indianajohanns) on Sep 23, 2020 at 3:24am PDT „Það hefur klárlega aukist. Ég held þó að það sé alltaf stór hluti sem endi á því að gera voða lítið. Það er óþarfi að vera með samviskubit yfir því ef þú finnur alls enga löngun til þess að æfa heima. Gerðu það sem þú getur og hreyfðu þig. Þú þarft ekki að æfa en það þurfa allir að hreyfa sig og geta farið í göngutúr eða hjólatúr.“
Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira