Bríet frumflutti plötuna með ljósasýningu undir stjörnubjörtum himni í Krýsuvík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. október 2020 08:39 Söngkonan Bríet gaf út persónulega plötu um helgina, um erfið hjartasár sem hún segi að grói hægt. Sigurður Erik-Hlynur Hólm „Ég byrjaði að semja plötuna í byrjun mars á þessu ári. þetta er búið að líða eins og fimm ár en líka eins og þrír dagar,“ segir sönkonan Bríet Ísis Elfar sem gaf út nýja plötu um helgina, Kveðja Bríet. Hún frumflutti plötuna með bílahlustun í yfirgefinni naumu í Krýsuvík. „Ég er að leggja hjartað mitt beint á borðið fyrir þig að skoða og sjá hvernig það lítur út og hvernig það pumpar blóði,“ segir söngkonan um þessa persónulegu plötu í samtali við Vísi. Höfundar plötunnar eru Bríet og Pálmi Ragnar Ásgeirsson. Lagið hennar Esjan er eitt vinsælasta lag ársins 2020 og fylgir hún því á eftir með fyrstu breiðskífunni sem hefur fengið góð viðbrögð. Bríet hélt einstakan viðburð í Krýsuvík.Bríet Djúp sár gróa hægt „Það er mjög sterk tilfinning á bakvið textana. Þeir segja allir mjög skýrt hvernig mér líður og hefur liðið seinustu mánuði. Mér finnst djúp sár gróa hægt vera titill lífs míns akkúrat núna. Ég verð bara að bíða og sjá.“ Hægt er að hlusta á lagið Rólegur kúreki í spilaranum hér fyrir neðan en platan í heild sinni er komin á Spotify og Youtube. Hún segir að heimsfaraldurinn hafi verið tilfinningamikill tími. „Þetta ár er allt búið að vera einn stór stormur ég er er þarna í miðjunni að reyna að koma niður á jörðina. Þessir mánuðir hafa bara gert mér gott, þó ég sé atvinnulaus þá er ég búin að fá að líta inn á við og fara í göngutúr og semja plötu og knúsa mömmu og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Bríet skaust upp á stjörnuhimininn 2018 og hefur haldið áfram að heilla fólk síðan þá. Tónlist hefur alltaf verið hluti af lífi Bríetar en hún fór að spila á gítar 12 ára. Þegar hún var 15 ára gömul var hún farin að syngja „off venue“ á Iceland Airwaves og hefur í raun ekki stoppað síðan. Bríet segir að það sé fólk hafi alltaf mikil áhrif á hana sem tónlistarkonu. Bríet lýsti upp stjörnubjartan himininn í Krýsuvík.Hlynur Hólm „Ég myndi segja að það sem hefur mótað mig mest er pabbi minn og samtöl við allskyns fólk. Ég læri svo mikið á því að kynnast nýjum röddum og heyra nýjar sögur.“ Hjörtun slógu í takt við lögin Kveðja Bríet kom út á miðnætti á föstudag en Bríet hélt persónulegan útgáfuviðburð á föstudag fyrir nánustu fjölskyldu og vini í yfirgefinni námu í Krýsuvík. Frá Krýsuvík á föstudagBríet Viðburðurinn var utan dyra og hver og einn hlustaði á plötuna í eigin bíl, til að virða tilmæli sóttvarnarlæknis vegna heimsfaraldursins. Platan var send út í heild sinni á K100 svo gestir gátu setið í bílunum sínum og notið þess að hlusta og upplifa frumflutninginn með söngkonunni og fylgt leiðbeiningum um sóttvarnir. Platan Kveðja Bríet kom út á miðnætti 10.10.2020.Bríet „Ég vildi að allir gætu komið hættulausir og notið þess að hlusta á plötuna með mér og horft á sýningu á meðan. Ég var með lazera og eldvörpur og bara nefndu það. Vikar Máni hjálpaði mér að gera þetta ógleymanlegt, stjörnubjartur himinn og hjörtu sem slógu í takt við tónlistina. Gæti ekki verið þakklátari.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Hafnarfjörður Tengdar fréttir Bríet og Rubin nýtt par Söngkonan Bríet og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo, eru nýtt par. 5. ágúst 2020 11:15 Taka upp tónleika með íslenskum tónlistarmönnum Á YouTube-síðunni Artic Lab hafa verið birt tvö myndbönd með tónleikum. Annarsvegar tónleikar með söngkonunni vinsælu Bríet og hinsvegar með Elínu Hall. 7. maí 2020 15:30 Samkoma: Tónleikar með Bríeti Bríet heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum í tónleikaröðinni Samkoma. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég byrjaði að semja plötuna í byrjun mars á þessu ári. þetta er búið að líða eins og fimm ár en líka eins og þrír dagar,“ segir sönkonan Bríet Ísis Elfar sem gaf út nýja plötu um helgina, Kveðja Bríet. Hún frumflutti plötuna með bílahlustun í yfirgefinni naumu í Krýsuvík. „Ég er að leggja hjartað mitt beint á borðið fyrir þig að skoða og sjá hvernig það lítur út og hvernig það pumpar blóði,“ segir söngkonan um þessa persónulegu plötu í samtali við Vísi. Höfundar plötunnar eru Bríet og Pálmi Ragnar Ásgeirsson. Lagið hennar Esjan er eitt vinsælasta lag ársins 2020 og fylgir hún því á eftir með fyrstu breiðskífunni sem hefur fengið góð viðbrögð. Bríet hélt einstakan viðburð í Krýsuvík.Bríet Djúp sár gróa hægt „Það er mjög sterk tilfinning á bakvið textana. Þeir segja allir mjög skýrt hvernig mér líður og hefur liðið seinustu mánuði. Mér finnst djúp sár gróa hægt vera titill lífs míns akkúrat núna. Ég verð bara að bíða og sjá.“ Hægt er að hlusta á lagið Rólegur kúreki í spilaranum hér fyrir neðan en platan í heild sinni er komin á Spotify og Youtube. Hún segir að heimsfaraldurinn hafi verið tilfinningamikill tími. „Þetta ár er allt búið að vera einn stór stormur ég er er þarna í miðjunni að reyna að koma niður á jörðina. Þessir mánuðir hafa bara gert mér gott, þó ég sé atvinnulaus þá er ég búin að fá að líta inn á við og fara í göngutúr og semja plötu og knúsa mömmu og ég er mjög þakklát fyrir það.“ Bríet skaust upp á stjörnuhimininn 2018 og hefur haldið áfram að heilla fólk síðan þá. Tónlist hefur alltaf verið hluti af lífi Bríetar en hún fór að spila á gítar 12 ára. Þegar hún var 15 ára gömul var hún farin að syngja „off venue“ á Iceland Airwaves og hefur í raun ekki stoppað síðan. Bríet segir að það sé fólk hafi alltaf mikil áhrif á hana sem tónlistarkonu. Bríet lýsti upp stjörnubjartan himininn í Krýsuvík.Hlynur Hólm „Ég myndi segja að það sem hefur mótað mig mest er pabbi minn og samtöl við allskyns fólk. Ég læri svo mikið á því að kynnast nýjum röddum og heyra nýjar sögur.“ Hjörtun slógu í takt við lögin Kveðja Bríet kom út á miðnætti á föstudag en Bríet hélt persónulegan útgáfuviðburð á föstudag fyrir nánustu fjölskyldu og vini í yfirgefinni námu í Krýsuvík. Frá Krýsuvík á föstudagBríet Viðburðurinn var utan dyra og hver og einn hlustaði á plötuna í eigin bíl, til að virða tilmæli sóttvarnarlæknis vegna heimsfaraldursins. Platan var send út í heild sinni á K100 svo gestir gátu setið í bílunum sínum og notið þess að hlusta og upplifa frumflutninginn með söngkonunni og fylgt leiðbeiningum um sóttvarnir. Platan Kveðja Bríet kom út á miðnætti 10.10.2020.Bríet „Ég vildi að allir gætu komið hættulausir og notið þess að hlusta á plötuna með mér og horft á sýningu á meðan. Ég var með lazera og eldvörpur og bara nefndu það. Vikar Máni hjálpaði mér að gera þetta ógleymanlegt, stjörnubjartur himinn og hjörtu sem slógu í takt við tónlistina. Gæti ekki verið þakklátari.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Hafnarfjörður Tengdar fréttir Bríet og Rubin nýtt par Söngkonan Bríet og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo, eru nýtt par. 5. ágúst 2020 11:15 Taka upp tónleika með íslenskum tónlistarmönnum Á YouTube-síðunni Artic Lab hafa verið birt tvö myndbönd með tónleikum. Annarsvegar tónleikar með söngkonunni vinsælu Bríet og hinsvegar með Elínu Hall. 7. maí 2020 15:30 Samkoma: Tónleikar með Bríeti Bríet heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum í tónleikaröðinni Samkoma. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bríet og Rubin nýtt par Söngkonan Bríet og Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo, eru nýtt par. 5. ágúst 2020 11:15
Taka upp tónleika með íslenskum tónlistarmönnum Á YouTube-síðunni Artic Lab hafa verið birt tvö myndbönd með tónleikum. Annarsvegar tónleikar með söngkonunni vinsælu Bríet og hinsvegar með Elínu Hall. 7. maí 2020 15:30
Samkoma: Tónleikar með Bríeti Bríet heldur afslappaða tónleika yfir morgunbollanum í tónleikaröðinni Samkoma. 9. apríl 2020 10:00