Danskur kokkur og fjölskyldufaðir myndaði vopnaviðskipti Norður-Kóreu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 13:21 Ulrich Larsen stendur við mynd af fyrrverandi leiðtogum Norður-Kóreu, Kim Il-sung og Kim Jong-il. KFA SCANDINAVIA Ólögleg vopnaviðskipti Norður-Kóreu eru meðal þess sem náðst hefur á filmu af danska kokkinum og fjölskylduföðurnum Ulrich Larsen. Larsen njósnaði um viðskipti Norður-Kóreu í rúm tíu ár og munu upptökur hans verða birtar í heimildamyndinni Mole – undercover in North-Korea. Larsen, sem þóttist vera viðskipta- og glæpamaður, hóf njósnastarf sitt í Norður-Kóreu sem meðlimur í félagi Dana sem eru vinveittir Norður-Kóreu (e. Danish North Korean Friendship Association). Í gegn um aðild sína að félaginu hækkaði hann í tign innan þess og að lokum var hann formaður alþjóðlegs vinfélags Norður-Kóreu, KFA, í Skandinavíu og vingaðist við háttsetta vopnaframleiðendur í Norður-Kóreu. Ulrich Larsen klæddur í jakkaföt að norðurkóreskum sið.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen vingaðist fljótt við stjórnarmann KFA, Spánverjann Alejandro Cao de Benós, sem hefur samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins, sterk tengsl í Norður-Kóreu. Cao de Benós hvatti Larsen til þess að komast í samband við viðskiptamenn sem væru tilbúnir til að fjárfesta í Norður-Kóreu, þrátt fyrir alþjóðlegt viðskiptabann. Ætluðu að byggja vopnaverksmiðju í Úganda Með hjálp fyrrverandi danska glæpamannsins James, sem þóttist vera viðskiptamaður í leit að fjárfestingatækifærum, tókst aðstandendum heimildamyndarinnar að verða sér úti um eyju í Úganda, þar sem þeir sögðust ætla að byggja vopnaverksmiðju að norðurkóreskri fyrirmynd. Þá áttu þeir að fá efnivið og verkamenn frá Norður-Kóreu til að starfa í verksmiðjunni. Teikningar af vopnaverksmiðjunni sem átti að byggja á eyju í Úganda.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen fékk teikningarnar afhentar í norðurkóreska sendiráðinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fundir Larsens með norðurkóreumönnum voru allir teknir upp, annað hvort með földum myndavélum eða norðurkóreumönnunum að vitandi. Larsen þóttist vera að taka upp heimildamynd fyrir KFA. Á fjölda upptaka má heyra norðurkóreska aðila tala um það hvernig ætti að komast hjá alþjóðlegum viðskiptaþvingunum. Á einum fundi Larsens í Norður-Kóreu má sjá á upptöku að honum, og fylgdarliði hans, hafi verið sýnd verðskrá yfir hin ýmsu vopn sem hægt væri að kaupa. Dýrust voru sovésk flugskeyti sem kostuðu allt að 5,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 762 milljónir króna, stykkið. Þá gerðu dönsku njósnararnir einnig samning við jórdanskan viðskiptamann sem vildi selja Norður-Kóreu olíu. Sá samningur var gerður með aðkomu fulltrúa Norður-Kóreu. Danmörk Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Ólögleg vopnaviðskipti Norður-Kóreu eru meðal þess sem náðst hefur á filmu af danska kokkinum og fjölskylduföðurnum Ulrich Larsen. Larsen njósnaði um viðskipti Norður-Kóreu í rúm tíu ár og munu upptökur hans verða birtar í heimildamyndinni Mole – undercover in North-Korea. Larsen, sem þóttist vera viðskipta- og glæpamaður, hóf njósnastarf sitt í Norður-Kóreu sem meðlimur í félagi Dana sem eru vinveittir Norður-Kóreu (e. Danish North Korean Friendship Association). Í gegn um aðild sína að félaginu hækkaði hann í tign innan þess og að lokum var hann formaður alþjóðlegs vinfélags Norður-Kóreu, KFA, í Skandinavíu og vingaðist við háttsetta vopnaframleiðendur í Norður-Kóreu. Ulrich Larsen klæddur í jakkaföt að norðurkóreskum sið.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen vingaðist fljótt við stjórnarmann KFA, Spánverjann Alejandro Cao de Benós, sem hefur samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins, sterk tengsl í Norður-Kóreu. Cao de Benós hvatti Larsen til þess að komast í samband við viðskiptamenn sem væru tilbúnir til að fjárfesta í Norður-Kóreu, þrátt fyrir alþjóðlegt viðskiptabann. Ætluðu að byggja vopnaverksmiðju í Úganda Með hjálp fyrrverandi danska glæpamannsins James, sem þóttist vera viðskiptamaður í leit að fjárfestingatækifærum, tókst aðstandendum heimildamyndarinnar að verða sér úti um eyju í Úganda, þar sem þeir sögðust ætla að byggja vopnaverksmiðju að norðurkóreskri fyrirmynd. Þá áttu þeir að fá efnivið og verkamenn frá Norður-Kóreu til að starfa í verksmiðjunni. Teikningar af vopnaverksmiðjunni sem átti að byggja á eyju í Úganda.skjáskot/Mole – undercover in North-Korea Larsen fékk teikningarnar afhentar í norðurkóreska sendiráðinu í Stokkhólmi í Svíþjóð. Fundir Larsens með norðurkóreumönnum voru allir teknir upp, annað hvort með földum myndavélum eða norðurkóreumönnunum að vitandi. Larsen þóttist vera að taka upp heimildamynd fyrir KFA. Á fjölda upptaka má heyra norðurkóreska aðila tala um það hvernig ætti að komast hjá alþjóðlegum viðskiptaþvingunum. Á einum fundi Larsens í Norður-Kóreu má sjá á upptöku að honum, og fylgdarliði hans, hafi verið sýnd verðskrá yfir hin ýmsu vopn sem hægt væri að kaupa. Dýrust voru sovésk flugskeyti sem kostuðu allt að 5,5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 762 milljónir króna, stykkið. Þá gerðu dönsku njósnararnir einnig samning við jórdanskan viðskiptamann sem vildi selja Norður-Kóreu olíu. Sá samningur var gerður með aðkomu fulltrúa Norður-Kóreu.
Danmörk Norður-Kórea Tengdar fréttir Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40
Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26