Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 14:25 Maður í Suður-Kóreu fylgist með hersýningu norðursins í beinni útsendingu. Á myndinni má sjá langdræg flugskeyti sem sýnd voru á hersýningunni í nótt. AP Photo/Lee Jin-man Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. Í Norður-Kóreu er það til siðs að nýjustu vopn séu sýnd á slíkum hersýningum og segja sérfræðingar að flugskeytin, sem sýnd voru í nótt, gætu drifið á milli heimsálfa. Þetta er fyrsta hersýningin sem haldin er í landinu í tvö ár og hafa flugskeyti, líkt og þau sem sýnd voru á hersýningunni í nótt, ekki verið sýnd á hersýningum landsins frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-Un leiðtogi Norður-Kóreu héldu sinn fyrsta friðarviðræðufund árið 2018. Hermenn Norður-Kóreu á hersýningu ríkisins í nótt.AP Photo/Lee Jin-man Hvorki erlendar fréttveitur né erlendir aðilar fengu að fylgjast með viðburðinum og hafa spekingar því þurft að rýna í fréttir og myndefni sem gefið hefur verið út af ríkismiðli Norður-Kóreu. Kim sagði í ræðu sem hann flutti á viðburðinum að landið muni halda áfram að „styrkja“ her sinn til „sjálfsvarnar og varnaðaráhrifa.“ Þetta er fyrsta hersýning Norður-Kóreu í um tvö ár.AP Photo/Lee Jin-man Þá sagðist hann einnig þakklátur því að engir norðurkóreumenn hafi smitast af Covid-19 sjúkdómnum. „Ég óska öllum þeim sem berjast við þennan vonda vírus á heimsvísu góðrar heilsu,“ sagði Kim. Sérfræðingar telja afar ólíklegt að veiran hafi ekki borist til landsins en gripið hefur verið til harðra aðgerða í Norður-Kóreu til að fyrirbyggja að hún berist til landsins. Landamærum ríkisins var lokað í janúar til þess að koma í veg fyrir að veran bærist frá nágrannaríkinu Kína og hafa fregnir borist af því að yfirvöld hafi heimilað landamæravörðum að skjóta alla þá sem nálgast landamærin á færi. Í síðasta mánuði baðst Kim afsökunar á því að 47 ára gamall suðurkóreumaður hafi verið skotinn til bana af hersveitum Norður-Kóreu. Hann fannst af hersveitum landsins í sjónum í lögsögu Norður-Kóreu og var hann skotinn til bana og síðan kveikt í líkinu. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. Í Norður-Kóreu er það til siðs að nýjustu vopn séu sýnd á slíkum hersýningum og segja sérfræðingar að flugskeytin, sem sýnd voru í nótt, gætu drifið á milli heimsálfa. Þetta er fyrsta hersýningin sem haldin er í landinu í tvö ár og hafa flugskeyti, líkt og þau sem sýnd voru á hersýningunni í nótt, ekki verið sýnd á hersýningum landsins frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-Un leiðtogi Norður-Kóreu héldu sinn fyrsta friðarviðræðufund árið 2018. Hermenn Norður-Kóreu á hersýningu ríkisins í nótt.AP Photo/Lee Jin-man Hvorki erlendar fréttveitur né erlendir aðilar fengu að fylgjast með viðburðinum og hafa spekingar því þurft að rýna í fréttir og myndefni sem gefið hefur verið út af ríkismiðli Norður-Kóreu. Kim sagði í ræðu sem hann flutti á viðburðinum að landið muni halda áfram að „styrkja“ her sinn til „sjálfsvarnar og varnaðaráhrifa.“ Þetta er fyrsta hersýning Norður-Kóreu í um tvö ár.AP Photo/Lee Jin-man Þá sagðist hann einnig þakklátur því að engir norðurkóreumenn hafi smitast af Covid-19 sjúkdómnum. „Ég óska öllum þeim sem berjast við þennan vonda vírus á heimsvísu góðrar heilsu,“ sagði Kim. Sérfræðingar telja afar ólíklegt að veiran hafi ekki borist til landsins en gripið hefur verið til harðra aðgerða í Norður-Kóreu til að fyrirbyggja að hún berist til landsins. Landamærum ríkisins var lokað í janúar til þess að koma í veg fyrir að veran bærist frá nágrannaríkinu Kína og hafa fregnir borist af því að yfirvöld hafi heimilað landamæravörðum að skjóta alla þá sem nálgast landamærin á færi. Í síðasta mánuði baðst Kim afsökunar á því að 47 ára gamall suðurkóreumaður hafi verið skotinn til bana af hersveitum Norður-Kóreu. Hann fannst af hersveitum landsins í sjónum í lögsögu Norður-Kóreu og var hann skotinn til bana og síðan kveikt í líkinu.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40
Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26
Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59