Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 14:25 Maður í Suður-Kóreu fylgist með hersýningu norðursins í beinni útsendingu. Á myndinni má sjá langdræg flugskeyti sem sýnd voru á hersýningunni í nótt. AP Photo/Lee Jin-man Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. Í Norður-Kóreu er það til siðs að nýjustu vopn séu sýnd á slíkum hersýningum og segja sérfræðingar að flugskeytin, sem sýnd voru í nótt, gætu drifið á milli heimsálfa. Þetta er fyrsta hersýningin sem haldin er í landinu í tvö ár og hafa flugskeyti, líkt og þau sem sýnd voru á hersýningunni í nótt, ekki verið sýnd á hersýningum landsins frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-Un leiðtogi Norður-Kóreu héldu sinn fyrsta friðarviðræðufund árið 2018. Hermenn Norður-Kóreu á hersýningu ríkisins í nótt.AP Photo/Lee Jin-man Hvorki erlendar fréttveitur né erlendir aðilar fengu að fylgjast með viðburðinum og hafa spekingar því þurft að rýna í fréttir og myndefni sem gefið hefur verið út af ríkismiðli Norður-Kóreu. Kim sagði í ræðu sem hann flutti á viðburðinum að landið muni halda áfram að „styrkja“ her sinn til „sjálfsvarnar og varnaðaráhrifa.“ Þetta er fyrsta hersýning Norður-Kóreu í um tvö ár.AP Photo/Lee Jin-man Þá sagðist hann einnig þakklátur því að engir norðurkóreumenn hafi smitast af Covid-19 sjúkdómnum. „Ég óska öllum þeim sem berjast við þennan vonda vírus á heimsvísu góðrar heilsu,“ sagði Kim. Sérfræðingar telja afar ólíklegt að veiran hafi ekki borist til landsins en gripið hefur verið til harðra aðgerða í Norður-Kóreu til að fyrirbyggja að hún berist til landsins. Landamærum ríkisins var lokað í janúar til þess að koma í veg fyrir að veran bærist frá nágrannaríkinu Kína og hafa fregnir borist af því að yfirvöld hafi heimilað landamæravörðum að skjóta alla þá sem nálgast landamærin á færi. Í síðasta mánuði baðst Kim afsökunar á því að 47 ára gamall suðurkóreumaður hafi verið skotinn til bana af hersveitum Norður-Kóreu. Hann fannst af hersveitum landsins í sjónum í lögsögu Norður-Kóreu og var hann skotinn til bana og síðan kveikt í líkinu. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. Í Norður-Kóreu er það til siðs að nýjustu vopn séu sýnd á slíkum hersýningum og segja sérfræðingar að flugskeytin, sem sýnd voru í nótt, gætu drifið á milli heimsálfa. Þetta er fyrsta hersýningin sem haldin er í landinu í tvö ár og hafa flugskeyti, líkt og þau sem sýnd voru á hersýningunni í nótt, ekki verið sýnd á hersýningum landsins frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-Un leiðtogi Norður-Kóreu héldu sinn fyrsta friðarviðræðufund árið 2018. Hermenn Norður-Kóreu á hersýningu ríkisins í nótt.AP Photo/Lee Jin-man Hvorki erlendar fréttveitur né erlendir aðilar fengu að fylgjast með viðburðinum og hafa spekingar því þurft að rýna í fréttir og myndefni sem gefið hefur verið út af ríkismiðli Norður-Kóreu. Kim sagði í ræðu sem hann flutti á viðburðinum að landið muni halda áfram að „styrkja“ her sinn til „sjálfsvarnar og varnaðaráhrifa.“ Þetta er fyrsta hersýning Norður-Kóreu í um tvö ár.AP Photo/Lee Jin-man Þá sagðist hann einnig þakklátur því að engir norðurkóreumenn hafi smitast af Covid-19 sjúkdómnum. „Ég óska öllum þeim sem berjast við þennan vonda vírus á heimsvísu góðrar heilsu,“ sagði Kim. Sérfræðingar telja afar ólíklegt að veiran hafi ekki borist til landsins en gripið hefur verið til harðra aðgerða í Norður-Kóreu til að fyrirbyggja að hún berist til landsins. Landamærum ríkisins var lokað í janúar til þess að koma í veg fyrir að veran bærist frá nágrannaríkinu Kína og hafa fregnir borist af því að yfirvöld hafi heimilað landamæravörðum að skjóta alla þá sem nálgast landamærin á færi. Í síðasta mánuði baðst Kim afsökunar á því að 47 ára gamall suðurkóreumaður hafi verið skotinn til bana af hersveitum Norður-Kóreu. Hann fannst af hersveitum landsins í sjónum í lögsögu Norður-Kóreu og var hann skotinn til bana og síðan kveikt í líkinu.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40
Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26
Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59