„Þetta er engin venjuleg flensa“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2020 18:38 Ung kona sem greindist með Covid-19 í mars segist enn glíma við eftirköst veikindanna. Hún sé þó heppin miðaða við marga sem glími við erfið veikindi í langan tíma. Samkvæmt nýrri rannsókn sem við sögðum frá í gær lýstu um 7 af hverjum 10 þeirra sem höfðu fengið Covid-19 að þeir fyndu ennþá fyrir einkennum þremur mánuðum eftir greiningu. Arna Rós 23 ára hjúkrunarfræðinemi greindist með sjúkdóminn í mars og var í einangrun í rúmar tvær vikur. „Ég veiktist mjög skyndilega og hef aldrei orðið svona veik, ég var með stíflað nef, höfuðverk, ælupest, vöðvaverki,hita, beinverki og orkuleysi,“ segir Arna. Hún segir að það hafi verið skrítin tilfinning að komast úr einangrun og henni hafi liðið lengi eins og hún þyrfti að halda áfram að passa sig sérstaklega vel. Þá hafi komið á óvart hversu magnlítil hún var því hún var í góðu formi fyrir veikindin. „Fyrsta daginn eftir einangrun ætlaði ég að ganga svona tvö kílómetra en eftir aðeins 100 metra fann ég fyrir þreytu og þegar ég gekk aðeins lengra fann ég til mikillar ógleði. Ég þurfti því að þjálfa mig upp í að ganga og hlaupa á ný. Arna segir að þetta ferli hafi tekið um einn og hálfan mánuð.Hún kastaði stöðugt upp í langan tíma og fékk ógleðis-og magabólgulyf sem hún er ennþá á. Þá vantar upp ennþá á styrk sem lýsir sér helst í því að henni verður óglatt ef hún reynir að lyfta þungum hlutum. Arna starfar á smitsjúkdómadeild Landspítalans og þekkir marga sem glíma við eftirköst veikindanna. „Ég þekki mjög marga sem eru mjög veikir og eru að glíma við erfið eftirköst, þannig að ég hef ekki yfir mörgu að kvarta. Fólk þarf að stytta vinnudaginn eða er jafnvel ennþá alveg frá vinnu mánuðum eftir að hafa greinst,“ segir hún. Arna Rós í vinnu sinni á smitsjúkdómadeild LSH.Vísir Arna er afar ánægð með að geta sinnt fólki sem hefur þurft að leggjast inná smitsjúkdómadeild Landspítalans vegna Covid-19. „Þetta er alveg erfitt að vera í svona hlífðarbúning en það eru allir að gera sitt besta og ég er að vinna með alveg frábæru fólki. Ég er svo þakklát fyrir að geta aðstoðað fólk sem hefur þurft að leggjast inn. Af því ég hef sjálf upplifað hvernig það er að fá þessa þjónustu og hvernig það er að fá heilbrigðisstarfsfólk í búning til mín í veikindunum,“ segir Arna. Hún brýnir fyrir fólki að gæta vel að sóttvörnum. „Það er ekkert einfalt við það að fá þetta því þetta er ekki eins og einhver venjuleg flensa,“ segor Arna að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Ung kona sem greindist með Covid-19 í mars segist enn glíma við eftirköst veikindanna. Hún sé þó heppin miðaða við marga sem glími við erfið veikindi í langan tíma. Samkvæmt nýrri rannsókn sem við sögðum frá í gær lýstu um 7 af hverjum 10 þeirra sem höfðu fengið Covid-19 að þeir fyndu ennþá fyrir einkennum þremur mánuðum eftir greiningu. Arna Rós 23 ára hjúkrunarfræðinemi greindist með sjúkdóminn í mars og var í einangrun í rúmar tvær vikur. „Ég veiktist mjög skyndilega og hef aldrei orðið svona veik, ég var með stíflað nef, höfuðverk, ælupest, vöðvaverki,hita, beinverki og orkuleysi,“ segir Arna. Hún segir að það hafi verið skrítin tilfinning að komast úr einangrun og henni hafi liðið lengi eins og hún þyrfti að halda áfram að passa sig sérstaklega vel. Þá hafi komið á óvart hversu magnlítil hún var því hún var í góðu formi fyrir veikindin. „Fyrsta daginn eftir einangrun ætlaði ég að ganga svona tvö kílómetra en eftir aðeins 100 metra fann ég fyrir þreytu og þegar ég gekk aðeins lengra fann ég til mikillar ógleði. Ég þurfti því að þjálfa mig upp í að ganga og hlaupa á ný. Arna segir að þetta ferli hafi tekið um einn og hálfan mánuð.Hún kastaði stöðugt upp í langan tíma og fékk ógleðis-og magabólgulyf sem hún er ennþá á. Þá vantar upp ennþá á styrk sem lýsir sér helst í því að henni verður óglatt ef hún reynir að lyfta þungum hlutum. Arna starfar á smitsjúkdómadeild Landspítalans og þekkir marga sem glíma við eftirköst veikindanna. „Ég þekki mjög marga sem eru mjög veikir og eru að glíma við erfið eftirköst, þannig að ég hef ekki yfir mörgu að kvarta. Fólk þarf að stytta vinnudaginn eða er jafnvel ennþá alveg frá vinnu mánuðum eftir að hafa greinst,“ segir hún. Arna Rós í vinnu sinni á smitsjúkdómadeild LSH.Vísir Arna er afar ánægð með að geta sinnt fólki sem hefur þurft að leggjast inná smitsjúkdómadeild Landspítalans vegna Covid-19. „Þetta er alveg erfitt að vera í svona hlífðarbúning en það eru allir að gera sitt besta og ég er að vinna með alveg frábæru fólki. Ég er svo þakklát fyrir að geta aðstoðað fólk sem hefur þurft að leggjast inn. Af því ég hef sjálf upplifað hvernig það er að fá þessa þjónustu og hvernig það er að fá heilbrigðisstarfsfólk í búning til mín í veikindunum,“ segir Arna. Hún brýnir fyrir fólki að gæta vel að sóttvörnum. „Það er ekkert einfalt við það að fá þetta því þetta er ekki eins og einhver venjuleg flensa,“ segor Arna að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira