Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2020 15:04 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór í tvö löng símaviðtöl á Fox í gær og ummæli hans í þeim báðum hafa vakið mikla furðu. AP/Alex Brandon Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. Ummælin lét Trump falla þegar hann var að tala um Joe Biden, mótframbjóðanda sinn. Hann sagði Biden hafa lýst yfir stuðningi við Northam. „Hann lýsti yfir stuðningi við ríkisstjóra Virgíníu sem tók ekki bara barn af lífi, þungunarrof seint á meðgöngu, heldur tók hann barn af lífi því það barn getur fæðst og þá getur þú myrt barnið,“ sagði Trump og hélt áfram. „Hann er alfarið hlynntur því.“ Ekki er alveg ljóst hvað Trump er að tala um í þessu viðtali en líklegast er hann að vísa í útvarpsviðtal sem Northam fór í í fyrra, þar sem hann var spurður út í lagafrumvarp varðandi þungunarrof. Vísað er til þess í frétt Newsweek en Northam var að reyna að útskýra hvernig frumvarpið myndi gera konum auðveldara að fara í þungunarrof seint á meðgöngu og þá vegna verulegar afmyndunar eða í tilfellum þar sem fóstrinu verði ekki bjargað. Sean Hannity leiðrétti forsetann ekki og sagði ekki að það væri rangt að Northam hefði tekið ungbarn af lífi. Þetta var annað símaviðtal Trump á Fox í gær. Það fyrra var einnig umdeilt. Sjá einnig: Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Hér má hlusta á ummæli Trump um Northam. Apparently, per Trump, Virginia Gov. Ralph Northam "executed a baby."(Northam has, in fact, not executed babies.) pic.twitter.com/pz8TSVM5ny— Justin Baragona (@justinbaragona) October 9, 2020 Trump kom víða við í viðtalinu við Hannity. Meðal annars gagnrýndi Trump Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, fyrir að hafa ekki þakkað honum persónulega fyrir að Alríkislögregla Bandaríkjanna stöðvaði ráðabrugg öfgamanna um að ræna henni og rétta yfir henni fyrir landráð. Sjá einnig: Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Hann gagnrýndi ráðamenn í Kaliforníu einnig fyrir það að vatn þar flæði til sjávar. Hann sagði vatnið sent til sjávar til að gagnast litlum fiskum sem standi höllum fæti án vatns. "California is gonna have to ration water. You wanna know why? Because they send millions of gallons of water out to sea, out to the Pacific. Because they want to take care of certain little tiny fish, that aren't doing very well without water." -- Trump pic.twitter.com/g0PrXZRgOq— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020 Þá neitaði Trump að segja til um hvenær hann hefði greinst laus við Covid-19. Trump won't tell Hannity if he's had a negative coronavirus test. He just ignores the question and starts ranting. pic.twitter.com/GOtYbRCDqv— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. Ummælin lét Trump falla þegar hann var að tala um Joe Biden, mótframbjóðanda sinn. Hann sagði Biden hafa lýst yfir stuðningi við Northam. „Hann lýsti yfir stuðningi við ríkisstjóra Virgíníu sem tók ekki bara barn af lífi, þungunarrof seint á meðgöngu, heldur tók hann barn af lífi því það barn getur fæðst og þá getur þú myrt barnið,“ sagði Trump og hélt áfram. „Hann er alfarið hlynntur því.“ Ekki er alveg ljóst hvað Trump er að tala um í þessu viðtali en líklegast er hann að vísa í útvarpsviðtal sem Northam fór í í fyrra, þar sem hann var spurður út í lagafrumvarp varðandi þungunarrof. Vísað er til þess í frétt Newsweek en Northam var að reyna að útskýra hvernig frumvarpið myndi gera konum auðveldara að fara í þungunarrof seint á meðgöngu og þá vegna verulegar afmyndunar eða í tilfellum þar sem fóstrinu verði ekki bjargað. Sean Hannity leiðrétti forsetann ekki og sagði ekki að það væri rangt að Northam hefði tekið ungbarn af lífi. Þetta var annað símaviðtal Trump á Fox í gær. Það fyrra var einnig umdeilt. Sjá einnig: Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Hér má hlusta á ummæli Trump um Northam. Apparently, per Trump, Virginia Gov. Ralph Northam "executed a baby."(Northam has, in fact, not executed babies.) pic.twitter.com/pz8TSVM5ny— Justin Baragona (@justinbaragona) October 9, 2020 Trump kom víða við í viðtalinu við Hannity. Meðal annars gagnrýndi Trump Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, fyrir að hafa ekki þakkað honum persónulega fyrir að Alríkislögregla Bandaríkjanna stöðvaði ráðabrugg öfgamanna um að ræna henni og rétta yfir henni fyrir landráð. Sjá einnig: Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Hann gagnrýndi ráðamenn í Kaliforníu einnig fyrir það að vatn þar flæði til sjávar. Hann sagði vatnið sent til sjávar til að gagnast litlum fiskum sem standi höllum fæti án vatns. "California is gonna have to ration water. You wanna know why? Because they send millions of gallons of water out to sea, out to the Pacific. Because they want to take care of certain little tiny fish, that aren't doing very well without water." -- Trump pic.twitter.com/g0PrXZRgOq— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020 Þá neitaði Trump að segja til um hvenær hann hefði greinst laus við Covid-19. Trump won't tell Hannity if he's had a negative coronavirus test. He just ignores the question and starts ranting. pic.twitter.com/GOtYbRCDqv— Aaron Rupar (@atrupar) October 9, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira