Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 23:09 Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, á blaðamannafundi í ríkinu í dag. AP/Skrifstofa ríkisstjóra í Michigan Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. Alls hafa nú þrettán verið ákærðir fyrir aðild að ráðabruggi um að ræna ríkisstjóranum. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) tilkynnti í dag að hún hefði stöðvað téðar fyrirætlanir hópsins. Sex hafa verið ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Whitmer í sumarhúsi hennar og sjö hafa verið ákærðir fyrir að skipuleggja valdarán í Michigan. Hópurinn virðist tengjast vopnuðum öfgasveitum hægri manna, sem hafi haft uppi hörð mótmæli vegna kórónuveiruaðgerða í ríkinu. Whitmer tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag. Hún setti það í samhengi við orðræðu og framgöngu Trumps, sem hún kvað hafa alið á sundrung og ofbeldi. „Forseti Bandaríkjanna stóð á sviði fyrir framan bandarísku þjóðina í síðustu viku og neitaði að fordæma öfgahópa hvítra þjóðernissinna og haturshópa, sem eru eins og þessar tvær vopnuðu sveitir hægri manna,“ sagði Whitmer í ávarpi sínu í dag. Þar vísaði hún til ummæla Trumps í kappræðum hans og Joe Biden, forsetaefnis Demókrataflokksins, í síðustu viku, þar sem forsetinn var spurður hvort hann væri tilbúinn að fordæma þjóðernissinna og aðra hægri sinnaða öfgahópa. Það gerði Trump ekki heldur beindi því til slíkra hópa að „halda sig til hlés og bíða“. Trump hefur þó fordæmt umrædda hópa á opinberum vettvangi síðan. „Haturshópar túlkuðu ummæli forsetans ekki sem ávítur heldur hvatningaróp. Sem ákall til aðgerða. Orð leiðtoga okkar skipta máli. Þau hafa vægi. Þegar leiðtogar okkar hitta, hvetja eða vingast við innlenda hryðjuverkamenn réttlæta þeir gjörðir þeirra. Þeir eru samsekir,“ sagði Whitmer á blaðamannafundinum í dag. Ávarp Whitmer má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20 Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Sjá meira
Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. Alls hafa nú þrettán verið ákærðir fyrir aðild að ráðabruggi um að ræna ríkisstjóranum. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) tilkynnti í dag að hún hefði stöðvað téðar fyrirætlanir hópsins. Sex hafa verið ákærðir fyrir að hafa ætlað að ræna Whitmer í sumarhúsi hennar og sjö hafa verið ákærðir fyrir að skipuleggja valdarán í Michigan. Hópurinn virðist tengjast vopnuðum öfgasveitum hægri manna, sem hafi haft uppi hörð mótmæli vegna kórónuveiruaðgerða í ríkinu. Whitmer tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag. Hún setti það í samhengi við orðræðu og framgöngu Trumps, sem hún kvað hafa alið á sundrung og ofbeldi. „Forseti Bandaríkjanna stóð á sviði fyrir framan bandarísku þjóðina í síðustu viku og neitaði að fordæma öfgahópa hvítra þjóðernissinna og haturshópa, sem eru eins og þessar tvær vopnuðu sveitir hægri manna,“ sagði Whitmer í ávarpi sínu í dag. Þar vísaði hún til ummæla Trumps í kappræðum hans og Joe Biden, forsetaefnis Demókrataflokksins, í síðustu viku, þar sem forsetinn var spurður hvort hann væri tilbúinn að fordæma þjóðernissinna og aðra hægri sinnaða öfgahópa. Það gerði Trump ekki heldur beindi því til slíkra hópa að „halda sig til hlés og bíða“. Trump hefur þó fordæmt umrædda hópa á opinberum vettvangi síðan. „Haturshópar túlkuðu ummæli forsetans ekki sem ávítur heldur hvatningaróp. Sem ákall til aðgerða. Orð leiðtoga okkar skipta máli. Þau hafa vægi. Þegar leiðtogar okkar hitta, hvetja eða vingast við innlenda hryðjuverkamenn réttlæta þeir gjörðir þeirra. Þeir eru samsekir,“ sagði Whitmer á blaðamannafundinum í dag. Ávarp Whitmer má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20 Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Sjá meira
Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49
Var heitt í hamsi og kallaði Harris „skrímsli“ og „kommúnista“ Kamala Harris, varaforsetaefni demókrata, og Hillary Clinton, fyrrverandi mótframbjóðandi hans, fengu á baukinn hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta í klukkutímalöngu símaviðtali á Fox-sjónvarpstöðinni í dag. 8. október 2020 16:20
Trump neitar að taka þátt í kappræðum í gegnum netið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ekki ætla að taka þátt í kappræðum í gegnum netið með Joe Biden, forsetaefni Demókrata. 8. október 2020 12:45