Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2020 16:49 Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan. Hópur manna vildi ræna henni og rétt yfir henni fyrir landráð. AP/Embætti ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. Mennirnir ræddu sín á milli um að myrða Whitmer og það að leita til vopnaðrar sveitar hægri manna í ríkinu og fá þá með sér í lið. Meðal annars ræddu þeir að ráðast á þinghúss ríkisins og taka gísla og ráðast á sumarhús ríkisstjórans. Sex menn úr hópnum hafa verið handteknir og ákærðir. Starfsmenn FBI komust á snoðir um ráðabruggið fyrr á árinu. Þá ræddu mennirnir málið á samfélagsmiðlum og virðist sem að uppljóstrari hafi verið meðal þeirra. Í sumar komu 14 þeirra saman á fundi, sem einn mannanna tók upp fyrir FBI, samkvæmt frétt Detroit News. Þar töluðu þeir um að mynda sjálfbært samfélag þar sem eignarréttur væri virtur. Þær ræddu leiðir til að ná fram þessu markmiði þeirra, en þar á meðal voru ofbeldisfullar leiðir. Þeir veltu meðal annars fyrir sér að ráðast á þinghús Michigan með 200 mönnum, taka gísla og rétta yfir Whitmer fyrir landráð. Þeir ákváðu þó á fundinum að ræða við forsvarsmenn vopnaðrar sveitar hægri manna, en þær kallast Militia á ensku, og reyna að fjölga meðlimum. FBI var þegar með þessa vopnuðu sveit undir eftirliti í mars á þessu ári. Þá hafði lögregluembætti á svæðinu komist að því að meðlimir þessa hóps væru að safna saman heimilisföngum lögregluþjóna. Reiði þessara manna virðist að miklu leyti snúast að takmörkunum á ferðafrelsi og sóttvarnaraðgerðum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við mótmæli hægri manna í Michigan og jafnvel kallað eftir því að þeir „frelsi“ Michigan og önnur ríki. Samkvæmt Detroit Free Press héldu mennirnir æfingar og fylgdust með sumarheimili ríkisstjórans. Þeir keyptu einnig rafbyssu sem til stóð að nota til mannránsins. Mennirnir sögðust vilja ræna Whitmer fyrir forsetakosningarnar þann 3. nóvember. „Grípum helvítis ríkisstjórann. Grípum tíkina,“ skrifaði einn mannanna sem hefur verið handtekinn á spjallþráð þeirra. Sami maður, sem virðist vera meðal leiðtoga hópsins, sagði í símtali að hann vildi átök. Hann væri orðinn þreyttur á ástandinu og að það þyrfti að þurrka út allt. Seamus Huges, sem er sérfræðingur í öfgasamtökum í Bandaríkjunum, sagði Detroit News að ferðatakmarkanir hefðu dregið fjölda andstjórnvaldaöfgamenn saman. Whitmer hefði sömuleiðis oft verið skotmark áróðurs þeirra. Embættismenn ætla að halda blaðamannafund um málið seinna í dag og Whitmer ætlar sömuleiðis að tjá sig. Bandaríkin Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. Mennirnir ræddu sín á milli um að myrða Whitmer og það að leita til vopnaðrar sveitar hægri manna í ríkinu og fá þá með sér í lið. Meðal annars ræddu þeir að ráðast á þinghúss ríkisins og taka gísla og ráðast á sumarhús ríkisstjórans. Sex menn úr hópnum hafa verið handteknir og ákærðir. Starfsmenn FBI komust á snoðir um ráðabruggið fyrr á árinu. Þá ræddu mennirnir málið á samfélagsmiðlum og virðist sem að uppljóstrari hafi verið meðal þeirra. Í sumar komu 14 þeirra saman á fundi, sem einn mannanna tók upp fyrir FBI, samkvæmt frétt Detroit News. Þar töluðu þeir um að mynda sjálfbært samfélag þar sem eignarréttur væri virtur. Þær ræddu leiðir til að ná fram þessu markmiði þeirra, en þar á meðal voru ofbeldisfullar leiðir. Þeir veltu meðal annars fyrir sér að ráðast á þinghús Michigan með 200 mönnum, taka gísla og rétta yfir Whitmer fyrir landráð. Þeir ákváðu þó á fundinum að ræða við forsvarsmenn vopnaðrar sveitar hægri manna, en þær kallast Militia á ensku, og reyna að fjölga meðlimum. FBI var þegar með þessa vopnuðu sveit undir eftirliti í mars á þessu ári. Þá hafði lögregluembætti á svæðinu komist að því að meðlimir þessa hóps væru að safna saman heimilisföngum lögregluþjóna. Reiði þessara manna virðist að miklu leyti snúast að takmörkunum á ferðafrelsi og sóttvarnaraðgerðum vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við mótmæli hægri manna í Michigan og jafnvel kallað eftir því að þeir „frelsi“ Michigan og önnur ríki. Samkvæmt Detroit Free Press héldu mennirnir æfingar og fylgdust með sumarheimili ríkisstjórans. Þeir keyptu einnig rafbyssu sem til stóð að nota til mannránsins. Mennirnir sögðust vilja ræna Whitmer fyrir forsetakosningarnar þann 3. nóvember. „Grípum helvítis ríkisstjórann. Grípum tíkina,“ skrifaði einn mannanna sem hefur verið handtekinn á spjallþráð þeirra. Sami maður, sem virðist vera meðal leiðtoga hópsins, sagði í símtali að hann vildi átök. Hann væri orðinn þreyttur á ástandinu og að það þyrfti að þurrka út allt. Seamus Huges, sem er sérfræðingur í öfgasamtökum í Bandaríkjunum, sagði Detroit News að ferðatakmarkanir hefðu dregið fjölda andstjórnvaldaöfgamenn saman. Whitmer hefði sömuleiðis oft verið skotmark áróðurs þeirra. Embættismenn ætla að halda blaðamannafund um málið seinna í dag og Whitmer ætlar sömuleiðis að tjá sig.
Bandaríkin Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Sjá meira