Samfylkingin segir hægt að skapa allt að sjö þúsund störf Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2020 19:01 Aðgerðarpakki Samfylkingarinnar er upp á 80 milljarða og færi meðal annars í atvinnuskapandi aðgerðir. Þannig ætti nettó kostnaður ríkissjóðs að verða um 50 milljarðar. Stöð 2/Egill Samfylkingin leggur til viðbótaaðgerðir í tengslum við fjárlög næsta árs sem eiga að fjölga störfum um allt að sjö þúsund. Þá verði fyrirtæki styrkt til að ráða til sín fólk sem er á atvinnuleysisskrá. Samfylkingini kynnti í morgun tillögur í fjölmörgum liðum undir heitinu „Ábyrga leiðin" sem koma ættu til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til vegna afleiðinga kórónufaraldursins. Aðgerðirnar muni kosta 80 milljarða og skapa fimm til sjö þúsund störf. Samfylkingin vill að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Fimm milljarðar fari í grænan nýsköpunarsjóð.Stöð 2/Egill Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Þá fái þau tveggja milljón króna afslátt af tryggingagjaldi á næta ári sem komi smærri fyrirtækjum hlutfallslega best. „Í fjárlögum er gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig á næsta ári. Það er ekki boðlegt,“ segir Logi. Þegar tuttugu til þrjátíu þúsund manns séu án atvinnu. Þá verði aukin áhersla á grænar atvinnulausnir. Eru þær eitthvað meira en fyrirsögnin. Hvað er þar undir? „Þær eru meira en fyrirsögnin. Þar eru fimm milljarðar í grænan fjárfestingasjóð sem getur nýst við nýsköpun. Við að þróa áfram og efla fyrirtæki sem vilja hasla sér völl í grænni verðmætasköpun,“ segir Logi. Oddný G. Harðardóttir segir barnabætur byrja að skerðast undir lágmarkslaunum. Samfylkingin vilji að þær byrji ekki að skerðast fyrr en við meðallaun.Mynd/aðsend Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir að draga verði verulega úr skerðingum á elli- og örorkulífeyri vegna atvinnutekna og lífeyrir hækki með almennri launaþróun. Atvinnuleysisbætur og barnabætur verði hækkaðar. Viljið þið afnema skerðingar barnabóta algerlega? „Það væri gott markmið að fara sömu leið og norrænu ríkin. En við setjum okkur hóflegt markmið og miðum við að skerðingar hefjist við meðallaun.“ En þær byrja hvar í dag? „Þær byrja undir lágmarkslaunum,“ segir Oddný. Ágúst Ólafur Ágústsson segir að styrkja verði innviði hins opinbera með því að fjölga þar störfum eins og á almenna vinnumarkaðnum.Mynd/aðsend Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að styrkja innviði samfélagsins með fjölgun opinberra starfsmanna rétt eins og fjölgun starfsmanna á almenna markaðnum. „Við höfum um fjögurhundruð hjúkrunarfræðinga sem vantar í kerfið. Okkur vantar um það bil tvö hundruð lögreglumenn. Okkur vantar félagsráðgjafa, sálfræðinga og svo framvegis. Okkur vantar þessar lykilstéttir sem við erum nú þegar búin að mennta inn í kerfið,“ segir Ágúst Ólafur. Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Samfylkingin hefur kynnt fjölþættar aðgerðir upp á áttatíu milljarða meðal annars til að fjölga störfum um fimm til átta þúsund á næsta ári. 8. október 2020 11:35 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira
Samfylkingin leggur til viðbótaaðgerðir í tengslum við fjárlög næsta árs sem eiga að fjölga störfum um allt að sjö þúsund. Þá verði fyrirtæki styrkt til að ráða til sín fólk sem er á atvinnuleysisskrá. Samfylkingini kynnti í morgun tillögur í fjölmörgum liðum undir heitinu „Ábyrga leiðin" sem koma ættu til viðbótar við þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa gripið til vegna afleiðinga kórónufaraldursins. Aðgerðirnar muni kosta 80 milljarða og skapa fimm til sjö þúsund störf. Samfylkingin vill að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Fimm milljarðar fari í grænan nýsköpunarsjóð.Stöð 2/Egill Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn leggja til að fyrirtæki verði styrkt til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá. Þá fái þau tveggja milljón króna afslátt af tryggingagjaldi á næta ári sem komi smærri fyrirtækjum hlutfallslega best. „Í fjárlögum er gert ráð fyrir að atvinnuleysi lækki um eitt prósentustig á næsta ári. Það er ekki boðlegt,“ segir Logi. Þegar tuttugu til þrjátíu þúsund manns séu án atvinnu. Þá verði aukin áhersla á grænar atvinnulausnir. Eru þær eitthvað meira en fyrirsögnin. Hvað er þar undir? „Þær eru meira en fyrirsögnin. Þar eru fimm milljarðar í grænan fjárfestingasjóð sem getur nýst við nýsköpun. Við að þróa áfram og efla fyrirtæki sem vilja hasla sér völl í grænni verðmætasköpun,“ segir Logi. Oddný G. Harðardóttir segir barnabætur byrja að skerðast undir lágmarkslaunum. Samfylkingin vilji að þær byrji ekki að skerðast fyrr en við meðallaun.Mynd/aðsend Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður segir að draga verði verulega úr skerðingum á elli- og örorkulífeyri vegna atvinnutekna og lífeyrir hækki með almennri launaþróun. Atvinnuleysisbætur og barnabætur verði hækkaðar. Viljið þið afnema skerðingar barnabóta algerlega? „Það væri gott markmið að fara sömu leið og norrænu ríkin. En við setjum okkur hóflegt markmið og miðum við að skerðingar hefjist við meðallaun.“ En þær byrja hvar í dag? „Þær byrja undir lágmarkslaunum,“ segir Oddný. Ágúst Ólafur Ágústsson segir að styrkja verði innviði hins opinbera með því að fjölga þar störfum eins og á almenna vinnumarkaðnum.Mynd/aðsend Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar segir nauðsynlegt að styrkja innviði samfélagsins með fjölgun opinberra starfsmanna rétt eins og fjölgun starfsmanna á almenna markaðnum. „Við höfum um fjögurhundruð hjúkrunarfræðinga sem vantar í kerfið. Okkur vantar um það bil tvö hundruð lögreglumenn. Okkur vantar félagsráðgjafa, sálfræðinga og svo framvegis. Okkur vantar þessar lykilstéttir sem við erum nú þegar búin að mennta inn í kerfið,“ segir Ágúst Ólafur.
Samfylkingin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Samfylkingin hefur kynnt fjölþættar aðgerðir upp á áttatíu milljarða meðal annars til að fjölga störfum um fimm til átta þúsund á næsta ári. 8. október 2020 11:35 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira
Samfylkingin leggur til 80 milljarða viðbótaraðgerðir Samfylkingin hefur kynnt fjölþættar aðgerðir upp á áttatíu milljarða meðal annars til að fjölga störfum um fimm til átta þúsund á næsta ári. 8. október 2020 11:35