Höfuðverkir og magaverkir á meðal líkamlegra afleiðinga eineltis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 13:01 Rúnar Vilhjálmsson er prófessor við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Einelti getur ekki aðeins haft andlegar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur heldur einnig líkamlegar afleiðingar. Líkamlegu afleiðingarnar lýsa sér meðal annars í höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands sem miðar að því að kortleggja útbreiðslu eineltis meðal íslenskra grunnskólabarna og athuga tengsl eineltisins við heilsufar þolendanna. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsókninni og ræddi hana í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Rannsóknin er gerð á landsvísu á meðal nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Hann sagði niðurstöðurnar sýna að einelti sé algengara meðal yngri nemenda í grunnskólum. „Eins nemenda af landsbyggðinni en það sem vekur athygli líka er að það eru nemendur af erlendum uppruna og þeir sem búa ekki með lífforeldrum, sérstaklega þá nemendur sem búa með hvorugu lífforeldri, það er áberandi hátt. Við sjáum að ungur aldur og líka ákveðin jaðarstaða félagslega getur verið mjög tengd þessu, að verða fyrir einelti,“ sagði Rúnar. Verkjalyfjanotkunin meiri Afleiðingar koma víða fram, bæði í andlegri og líkamlegri heilsu en einnig í námsgengi. Varðandi líkamlegu afleiðingarnar sjá vísindamennirnir tvö atriði sem vekja athygli, annars vegar fyrrnefnda verki og hins vegar verkjalyfjanotkun. Hvort sem um er að ræða höfuðverki, bakverki eða magaverki þá eru vísbendingar um meiri verkjatíðni hjá börnum sem lögð eru í einelti. Þá er verkjalyfjanotkun einnig meiri hjá þessum börnum, líka að teknu tilliti til verkjanna sjálfra. Spurður út í það, þar sem einelti fer oft á tíðum fram hjá foreldrum, hvort að það geti verið einkenni sem foreldrar ættu að taka eftir ef börn eru að kvarta undan svona verkjum sagði Rúnar þetta vera mjög góða spurningu. Þegar fullorðnir umgangist börn geti vísbendingar um einelti einmitt komið fram í afleiðingunum frekar en að fullorðnir sjá beinlínis eineltið. „Börn eiga til að leyna þessu, stundum vegna hótanna frá gerendum og skammar sem þau upplifa sjálf að hafa orðið fyrir þessu og þess vegna getur þetta farið leynt. Það sem gerir þetta leyndara á síðari tímum líka er að þetta er að færast í meira mæli yfir á netið og þá verður það ekki eins sýnilegt hinum fullorðnu,“ sagði Rúnar í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
Einelti getur ekki aðeins haft andlegar afleiðingar í för með sér fyrir þolendur heldur einnig líkamlegar afleiðingar. Líkamlegu afleiðingarnar lýsa sér meðal annars í höfuðverkjum, bakverkjum og magaverkjum. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands sem miðar að því að kortleggja útbreiðslu eineltis meðal íslenskra grunnskólabarna og athuga tengsl eineltisins við heilsufar þolendanna. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í heilsufélagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, fer fyrir rannsókninni og ræddi hana í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Rannsóknin er gerð á landsvísu á meðal nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Hann sagði niðurstöðurnar sýna að einelti sé algengara meðal yngri nemenda í grunnskólum. „Eins nemenda af landsbyggðinni en það sem vekur athygli líka er að það eru nemendur af erlendum uppruna og þeir sem búa ekki með lífforeldrum, sérstaklega þá nemendur sem búa með hvorugu lífforeldri, það er áberandi hátt. Við sjáum að ungur aldur og líka ákveðin jaðarstaða félagslega getur verið mjög tengd þessu, að verða fyrir einelti,“ sagði Rúnar. Verkjalyfjanotkunin meiri Afleiðingar koma víða fram, bæði í andlegri og líkamlegri heilsu en einnig í námsgengi. Varðandi líkamlegu afleiðingarnar sjá vísindamennirnir tvö atriði sem vekja athygli, annars vegar fyrrnefnda verki og hins vegar verkjalyfjanotkun. Hvort sem um er að ræða höfuðverki, bakverki eða magaverki þá eru vísbendingar um meiri verkjatíðni hjá börnum sem lögð eru í einelti. Þá er verkjalyfjanotkun einnig meiri hjá þessum börnum, líka að teknu tilliti til verkjanna sjálfra. Spurður út í það, þar sem einelti fer oft á tíðum fram hjá foreldrum, hvort að það geti verið einkenni sem foreldrar ættu að taka eftir ef börn eru að kvarta undan svona verkjum sagði Rúnar þetta vera mjög góða spurningu. Þegar fullorðnir umgangist börn geti vísbendingar um einelti einmitt komið fram í afleiðingunum frekar en að fullorðnir sjá beinlínis eineltið. „Börn eiga til að leyna þessu, stundum vegna hótanna frá gerendum og skammar sem þau upplifa sjálf að hafa orðið fyrir þessu og þess vegna getur þetta farið leynt. Það sem gerir þetta leyndara á síðari tímum líka er að þetta er að færast í meira mæli yfir á netið og þá verður það ekki eins sýnilegt hinum fullorðnu,“ sagði Rúnar í Bítinu í morgun en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Börn og uppeldi Félagsmál Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira