Átta ára ensk stelpa bræddi hjarta Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 09:01 Sara Sigmundsdóttir með ungum aðdáenda en þó ekki ensku stelpunni sem sendi henni bréfið. Þær eiga eftir að hittast. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir á aðdáendur út um allan heim enda ein frægasta CrossFit stjarna heims. Söru hefur ekki gengið nógu vel á heimsleikunum sjálfum en fyrir utan þá hafa ekki margar haldið í við hana í CrossFit keppnum. Sara er líka ekki síður vinsæl fyrir framkomu sína sem er stórskemmtileg blanda af góðvild og keppnishörku. Sara heillar líka flesta með hreinskilni sinni og keppnisgleði. Aðdáendur hennar eru greinilega á öllum aldri og sumir ekki háir í loftinu. Sara Sigmundsdóttir fékk þannig mjög fallegt bréf á dögunum sem hún birti síðan í Instagram sögum sínum. Instagram/@sarasigmunds Sú sem sendi henni bréfið heitir Layla og er átta ára gömul stelpa frá Cornwall í Englandi. „Ég heiti Layla Semmens. Ég er átta ára gömul og ég bý í Cornwall á Englandi. Ég elska CrossFit og stöðin sem ég fer í heitir Belerion," byrjaði Layla bréfið sem má sjá mynd af hér til hliðar. „Ég elska að horfa á þig æfa og keppa. Þú ert uppáhaldsíþróttamaðurinn minn. Ég hef horft á alla heimsleikana og ég hef líka horft á þig á Youtube og á Instagram síðu mömmu minnar," skrifaði Layla. „Draumurinn minn er að keppa líka í CrossFit keppni og þú færð mig til að trúa því að ef ég legg nógu mikið á mig þá mun það takast," skrifaði Layla meðal annars og hún endar bréfið sitt á því að segja að hún vonist eftir því að fá að hitta Söru einhvern daginn. „Þegar ég verð eldri þá vil ég geta lyftt mjög þungu eins og þú. Ég vona svo mikið að ég fái einhvern tímann tækifæri til að sjá þig keppa. Eg myndi elska að fá að hitta þig," skrifaði Layla. Layla sendi líka með myndir af sér á fullu í CrossFit og þá sendi hún einnig Söru lukkuarmband sem hún bjó til sjálf. Sara Sigmundsdóttir sýndi bréfið, myndirnar og armbandið í Instagram sögum sínum og skrifaði við það: „Þú bræddir hjarta mitt. Takk fyrir." CrossFit Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir á aðdáendur út um allan heim enda ein frægasta CrossFit stjarna heims. Söru hefur ekki gengið nógu vel á heimsleikunum sjálfum en fyrir utan þá hafa ekki margar haldið í við hana í CrossFit keppnum. Sara er líka ekki síður vinsæl fyrir framkomu sína sem er stórskemmtileg blanda af góðvild og keppnishörku. Sara heillar líka flesta með hreinskilni sinni og keppnisgleði. Aðdáendur hennar eru greinilega á öllum aldri og sumir ekki háir í loftinu. Sara Sigmundsdóttir fékk þannig mjög fallegt bréf á dögunum sem hún birti síðan í Instagram sögum sínum. Instagram/@sarasigmunds Sú sem sendi henni bréfið heitir Layla og er átta ára gömul stelpa frá Cornwall í Englandi. „Ég heiti Layla Semmens. Ég er átta ára gömul og ég bý í Cornwall á Englandi. Ég elska CrossFit og stöðin sem ég fer í heitir Belerion," byrjaði Layla bréfið sem má sjá mynd af hér til hliðar. „Ég elska að horfa á þig æfa og keppa. Þú ert uppáhaldsíþróttamaðurinn minn. Ég hef horft á alla heimsleikana og ég hef líka horft á þig á Youtube og á Instagram síðu mömmu minnar," skrifaði Layla. „Draumurinn minn er að keppa líka í CrossFit keppni og þú færð mig til að trúa því að ef ég legg nógu mikið á mig þá mun það takast," skrifaði Layla meðal annars og hún endar bréfið sitt á því að segja að hún vonist eftir því að fá að hitta Söru einhvern daginn. „Þegar ég verð eldri þá vil ég geta lyftt mjög þungu eins og þú. Ég vona svo mikið að ég fái einhvern tímann tækifæri til að sjá þig keppa. Eg myndi elska að fá að hitta þig," skrifaði Layla. Layla sendi líka með myndir af sér á fullu í CrossFit og þá sendi hún einnig Söru lukkuarmband sem hún bjó til sjálf. Sara Sigmundsdóttir sýndi bréfið, myndirnar og armbandið í Instagram sögum sínum og skrifaði við það: „Þú bræddir hjarta mitt. Takk fyrir."
CrossFit Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira