Átta ára ensk stelpa bræddi hjarta Söru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 09:01 Sara Sigmundsdóttir með ungum aðdáenda en þó ekki ensku stelpunni sem sendi henni bréfið. Þær eiga eftir að hittast. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir á aðdáendur út um allan heim enda ein frægasta CrossFit stjarna heims. Söru hefur ekki gengið nógu vel á heimsleikunum sjálfum en fyrir utan þá hafa ekki margar haldið í við hana í CrossFit keppnum. Sara er líka ekki síður vinsæl fyrir framkomu sína sem er stórskemmtileg blanda af góðvild og keppnishörku. Sara heillar líka flesta með hreinskilni sinni og keppnisgleði. Aðdáendur hennar eru greinilega á öllum aldri og sumir ekki háir í loftinu. Sara Sigmundsdóttir fékk þannig mjög fallegt bréf á dögunum sem hún birti síðan í Instagram sögum sínum. Instagram/@sarasigmunds Sú sem sendi henni bréfið heitir Layla og er átta ára gömul stelpa frá Cornwall í Englandi. „Ég heiti Layla Semmens. Ég er átta ára gömul og ég bý í Cornwall á Englandi. Ég elska CrossFit og stöðin sem ég fer í heitir Belerion," byrjaði Layla bréfið sem má sjá mynd af hér til hliðar. „Ég elska að horfa á þig æfa og keppa. Þú ert uppáhaldsíþróttamaðurinn minn. Ég hef horft á alla heimsleikana og ég hef líka horft á þig á Youtube og á Instagram síðu mömmu minnar," skrifaði Layla. „Draumurinn minn er að keppa líka í CrossFit keppni og þú færð mig til að trúa því að ef ég legg nógu mikið á mig þá mun það takast," skrifaði Layla meðal annars og hún endar bréfið sitt á því að segja að hún vonist eftir því að fá að hitta Söru einhvern daginn. „Þegar ég verð eldri þá vil ég geta lyftt mjög þungu eins og þú. Ég vona svo mikið að ég fái einhvern tímann tækifæri til að sjá þig keppa. Eg myndi elska að fá að hitta þig," skrifaði Layla. Layla sendi líka með myndir af sér á fullu í CrossFit og þá sendi hún einnig Söru lukkuarmband sem hún bjó til sjálf. Sara Sigmundsdóttir sýndi bréfið, myndirnar og armbandið í Instagram sögum sínum og skrifaði við það: „Þú bræddir hjarta mitt. Takk fyrir." CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir á aðdáendur út um allan heim enda ein frægasta CrossFit stjarna heims. Söru hefur ekki gengið nógu vel á heimsleikunum sjálfum en fyrir utan þá hafa ekki margar haldið í við hana í CrossFit keppnum. Sara er líka ekki síður vinsæl fyrir framkomu sína sem er stórskemmtileg blanda af góðvild og keppnishörku. Sara heillar líka flesta með hreinskilni sinni og keppnisgleði. Aðdáendur hennar eru greinilega á öllum aldri og sumir ekki háir í loftinu. Sara Sigmundsdóttir fékk þannig mjög fallegt bréf á dögunum sem hún birti síðan í Instagram sögum sínum. Instagram/@sarasigmunds Sú sem sendi henni bréfið heitir Layla og er átta ára gömul stelpa frá Cornwall í Englandi. „Ég heiti Layla Semmens. Ég er átta ára gömul og ég bý í Cornwall á Englandi. Ég elska CrossFit og stöðin sem ég fer í heitir Belerion," byrjaði Layla bréfið sem má sjá mynd af hér til hliðar. „Ég elska að horfa á þig æfa og keppa. Þú ert uppáhaldsíþróttamaðurinn minn. Ég hef horft á alla heimsleikana og ég hef líka horft á þig á Youtube og á Instagram síðu mömmu minnar," skrifaði Layla. „Draumurinn minn er að keppa líka í CrossFit keppni og þú færð mig til að trúa því að ef ég legg nógu mikið á mig þá mun það takast," skrifaði Layla meðal annars og hún endar bréfið sitt á því að segja að hún vonist eftir því að fá að hitta Söru einhvern daginn. „Þegar ég verð eldri þá vil ég geta lyftt mjög þungu eins og þú. Ég vona svo mikið að ég fái einhvern tímann tækifæri til að sjá þig keppa. Eg myndi elska að fá að hitta þig," skrifaði Layla. Layla sendi líka með myndir af sér á fullu í CrossFit og þá sendi hún einnig Söru lukkuarmband sem hún bjó til sjálf. Sara Sigmundsdóttir sýndi bréfið, myndirnar og armbandið í Instagram sögum sínum og skrifaði við það: „Þú bræddir hjarta mitt. Takk fyrir."
CrossFit Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira