Töldu mikilvægt að banna ekki alla heilsurækt og hreyfingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 18:30 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra féllst á tillögur sóttvarnalæknis í gær - að mestu leyti. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðuneytið taldi mikilvægt að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu þegar tekin var ákvörðun um hertar kórónuveiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi í dag. Íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tók gildi í dag. Reglugerðin byggist á minnisblaði sóttvarnalæknis og er þar farið eftir tillögum hans í meginatriðum. En þó ekki öllum. Sóttvarnalæknir mælist enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar þrátt fyrir að reglugerð heilbrigðisráðherra heimili íþróttastarf barna, sem og íþróttir utandyra. Þetta hefur víða vakið upp spurningar, m.a. úr röðum íþróttahreyfingarinnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við fréttastofu í dag, inntur eftir því hvers vegna væri ekki hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. Heilbrigðisráðuneytið tekur fram í tilkynningu sinni sem send var út seint á sjötta tímanum að mikilvægt sé að höfuðborgarbúar sýni ábyrgð. Í því felist ekki einungis að „fylgja boðum og bönnum sem birtast í reglugerðum heilbrigðisráðherra um smitvarnir“, heldur að haga sér einnig „á ábyrgan hátt í samræmi við tilgang þeirra sóttvarnaráðstafana sem gripið hefur verið til.“ Þannig sé „mælst til þess“ að öllu keppnisstarfi í íþróttum verði frestað um tvær vikur, líkt og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis. Í ljósi þess að smithætta við íþróttaiðkun innanhús sé talin meiri en utandyra hafi jafnframt verið ákveðið að haga banninu á þann hátt sem gert er í reglugerðinni. Þá er bent á að íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Ráðuneytið hafi talið mikilvægt út frá lýðheilsusjónarmiðum að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson starfandi heilbrigðisráðherra ræddi málið við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ráðuneytið og sóttvarnalæknir hefðu komist að niðurstöðu um reglugerðina í sátt og samlyndi. Þá hvatti hann landsmenn til að viðhafa smitvarnir eftir fremsta megni - meiri varnir frekar en minni í hvívetna. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hyggst ríkislögreglustjóri einnig birta almenn tilmæli til fólks á höfuðborgarsvæðinu sem ætlað er að styðja við hertar sóttvarnaráðstafanir á höfuðborgarsvæðinu. „Tilmælin lúta að því að fólk haldi sig sem mest heima, veri ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsyn krefur, geri hlé á hvers kyns íþrótta-, og tómstundastarfi og störfum útivistarhópa og fresti öllum viðburðum næstu tvær vikurnar, svo eitthvað sé talið. Ráðuneytið hvetur almenning til að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra eins og frekast er kostur,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Íþróttir barna Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið taldi mikilvægt að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu þegar tekin var ákvörðun um hertar kórónuveiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi í dag. Íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tók gildi í dag. Reglugerðin byggist á minnisblaði sóttvarnalæknis og er þar farið eftir tillögum hans í meginatriðum. En þó ekki öllum. Sóttvarnalæknir mælist enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar þrátt fyrir að reglugerð heilbrigðisráðherra heimili íþróttastarf barna, sem og íþróttir utandyra. Þetta hefur víða vakið upp spurningar, m.a. úr röðum íþróttahreyfingarinnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við fréttastofu í dag, inntur eftir því hvers vegna væri ekki hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. Heilbrigðisráðuneytið tekur fram í tilkynningu sinni sem send var út seint á sjötta tímanum að mikilvægt sé að höfuðborgarbúar sýni ábyrgð. Í því felist ekki einungis að „fylgja boðum og bönnum sem birtast í reglugerðum heilbrigðisráðherra um smitvarnir“, heldur að haga sér einnig „á ábyrgan hátt í samræmi við tilgang þeirra sóttvarnaráðstafana sem gripið hefur verið til.“ Þannig sé „mælst til þess“ að öllu keppnisstarfi í íþróttum verði frestað um tvær vikur, líkt og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis. Í ljósi þess að smithætta við íþróttaiðkun innanhús sé talin meiri en utandyra hafi jafnframt verið ákveðið að haga banninu á þann hátt sem gert er í reglugerðinni. Þá er bent á að íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Ráðuneytið hafi talið mikilvægt út frá lýðheilsusjónarmiðum að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson starfandi heilbrigðisráðherra ræddi málið við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ráðuneytið og sóttvarnalæknir hefðu komist að niðurstöðu um reglugerðina í sátt og samlyndi. Þá hvatti hann landsmenn til að viðhafa smitvarnir eftir fremsta megni - meiri varnir frekar en minni í hvívetna. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hyggst ríkislögreglustjóri einnig birta almenn tilmæli til fólks á höfuðborgarsvæðinu sem ætlað er að styðja við hertar sóttvarnaráðstafanir á höfuðborgarsvæðinu. „Tilmælin lúta að því að fólk haldi sig sem mest heima, veri ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsyn krefur, geri hlé á hvers kyns íþrótta-, og tómstundastarfi og störfum útivistarhópa og fresti öllum viðburðum næstu tvær vikurnar, svo eitthvað sé talið. Ráðuneytið hvetur almenning til að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra eins og frekast er kostur,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Íþróttir barna Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent