Töldu mikilvægt að banna ekki alla heilsurækt og hreyfingu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. október 2020 18:30 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra féllst á tillögur sóttvarnalæknis í gær - að mestu leyti. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðuneytið taldi mikilvægt að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu þegar tekin var ákvörðun um hertar kórónuveiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi í dag. Íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tók gildi í dag. Reglugerðin byggist á minnisblaði sóttvarnalæknis og er þar farið eftir tillögum hans í meginatriðum. En þó ekki öllum. Sóttvarnalæknir mælist enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar þrátt fyrir að reglugerð heilbrigðisráðherra heimili íþróttastarf barna, sem og íþróttir utandyra. Þetta hefur víða vakið upp spurningar, m.a. úr röðum íþróttahreyfingarinnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við fréttastofu í dag, inntur eftir því hvers vegna væri ekki hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. Heilbrigðisráðuneytið tekur fram í tilkynningu sinni sem send var út seint á sjötta tímanum að mikilvægt sé að höfuðborgarbúar sýni ábyrgð. Í því felist ekki einungis að „fylgja boðum og bönnum sem birtast í reglugerðum heilbrigðisráðherra um smitvarnir“, heldur að haga sér einnig „á ábyrgan hátt í samræmi við tilgang þeirra sóttvarnaráðstafana sem gripið hefur verið til.“ Þannig sé „mælst til þess“ að öllu keppnisstarfi í íþróttum verði frestað um tvær vikur, líkt og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis. Í ljósi þess að smithætta við íþróttaiðkun innanhús sé talin meiri en utandyra hafi jafnframt verið ákveðið að haga banninu á þann hátt sem gert er í reglugerðinni. Þá er bent á að íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Ráðuneytið hafi talið mikilvægt út frá lýðheilsusjónarmiðum að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson starfandi heilbrigðisráðherra ræddi málið við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ráðuneytið og sóttvarnalæknir hefðu komist að niðurstöðu um reglugerðina í sátt og samlyndi. Þá hvatti hann landsmenn til að viðhafa smitvarnir eftir fremsta megni - meiri varnir frekar en minni í hvívetna. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hyggst ríkislögreglustjóri einnig birta almenn tilmæli til fólks á höfuðborgarsvæðinu sem ætlað er að styðja við hertar sóttvarnaráðstafanir á höfuðborgarsvæðinu. „Tilmælin lúta að því að fólk haldi sig sem mest heima, veri ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsyn krefur, geri hlé á hvers kyns íþrótta-, og tómstundastarfi og störfum útivistarhópa og fresti öllum viðburðum næstu tvær vikurnar, svo eitthvað sé talið. Ráðuneytið hvetur almenning til að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra eins og frekast er kostur,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Íþróttir barna Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið taldi mikilvægt að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu þegar tekin var ákvörðun um hertar kórónuveiruaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu sem tóku gildi í dag. Íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu tók gildi í dag. Reglugerðin byggist á minnisblaði sóttvarnalæknis og er þar farið eftir tillögum hans í meginatriðum. En þó ekki öllum. Sóttvarnalæknir mælist enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar þrátt fyrir að reglugerð heilbrigðisráðherra heimili íþróttastarf barna, sem og íþróttir utandyra. Þetta hefur víða vakið upp spurningar, m.a. úr röðum íþróttahreyfingarinnar. „Sóttvarnalæknir leggur til mun veigameiri aðgerðir en ráðherra ákvað og áður en við tökum ákvörðun um hvað við gerum þurfum við að fá skýrari svör frá hinu opinbera,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við fréttastofu í dag, inntur eftir því hvers vegna væri ekki hreinlega búið að fresta öllum körfuboltaleikjum næstu tvær vikurnar. Heilbrigðisráðuneytið tekur fram í tilkynningu sinni sem send var út seint á sjötta tímanum að mikilvægt sé að höfuðborgarbúar sýni ábyrgð. Í því felist ekki einungis að „fylgja boðum og bönnum sem birtast í reglugerðum heilbrigðisráðherra um smitvarnir“, heldur að haga sér einnig „á ábyrgan hátt í samræmi við tilgang þeirra sóttvarnaráðstafana sem gripið hefur verið til.“ Þannig sé „mælst til þess“ að öllu keppnisstarfi í íþróttum verði frestað um tvær vikur, líkt og fram kemur í minnisblaði sóttvarnalæknis. Í ljósi þess að smithætta við íþróttaiðkun innanhús sé talin meiri en utandyra hafi jafnframt verið ákveðið að haga banninu á þann hátt sem gert er í reglugerðinni. Þá er bent á að íþróttir og hreyfing sem fólk stundi utanhúss sé margvísleg og felist ekki aðeins í hefðbundnum keppnisíþróttum, heldur einnig óformlegri hreyfingu. Ráðuneytið hafi talið mikilvægt út frá lýðheilsusjónarmiðum að leggja ekki bann við allri heilsurækt og hreyfingu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson starfandi heilbrigðisráðherra ræddi málið við Lillý Valgerði Pétursdóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði að ráðuneytið og sóttvarnalæknir hefðu komist að niðurstöðu um reglugerðina í sátt og samlyndi. Þá hvatti hann landsmenn til að viðhafa smitvarnir eftir fremsta megni - meiri varnir frekar en minni í hvívetna. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hyggst ríkislögreglustjóri einnig birta almenn tilmæli til fólks á höfuðborgarsvæðinu sem ætlað er að styðja við hertar sóttvarnaráðstafanir á höfuðborgarsvæðinu. „Tilmælin lúta að því að fólk haldi sig sem mest heima, veri ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu meira en nauðsyn krefur, geri hlé á hvers kyns íþrótta-, og tómstundastarfi og störfum útivistarhópa og fresti öllum viðburðum næstu tvær vikurnar, svo eitthvað sé talið. Ráðuneytið hvetur almenning til að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra eins og frekast er kostur,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Líkamsræktarstöðvar Íþróttir barna Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira