„Fólki er misboðið“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. október 2020 20:17 Reinhold Richter trúnaðarmaður starfsmanna hjá Álverinu í Straumsvík Vísir/Sigurjón Ríflega átta af hverjum tíu starfsmönnum álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum. Trúnaðarmaður segir að starfsfólki sé misboðið. Félagsmenn í fimm stéttarfélögum hjá álverinu í Straumsvík samþykktu verkfallsboðun en félagsmenn VR felldu það naumlega. „Fólk er orðið svo langþreytt og þetta er í raun merkilegt í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu að svona margir skuli greiða þessu atkvæði með þessum hætti. Það hefur líka verið alveg gegndarlaus áróður hjá fyrirtækinu og rangar upplýsingar inná Workplace um gang samninga og annað. Starfsfólki er misboðið með hvernig er búið að koma fram við það og hvernig því er beitt í refsskák um raforkuverð við ríkið og Landsvirkjun,“ segir Reinhold. Í tilkynningu frá Isal í dag vegna málsins kemur fram að fyrirtækið hafi þegar boðið stéttarfélögum hækkun upp á 24.000 krónur á regluleg laun í samræmi við Lífskjarasamninginn sem þau hafi hafnað. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun séu mikil vonbrigði. Reinhold segir að áður en til verkfalls komi verði reynt að semja. „Næstu skerf hljóta að vera að setjast að samningaborðinu og semja. Það er okkar markmið,“ segir Reinhold. Hann segir að kjaradeilan snúist um að starfsfólk fái sömu greiðslur og komi fram í lífskjarasamningnum eða 73 þúsund krónur. Ef ekki takist að semja fari fyrstu verkfallsaðgerðir í gang þann 16. október þegar einstaka starfstéttir leggja niður störf og svo daglega út nóvember. Ef ekki takist að semja fyrir þann tíma verði boðað til allsherjarverkfalls í álverinu í Straumsvík þann 1. desember. Stóriðja Kjaramál Vinnumarkaður Landsvirkjun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58 Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Ríflega átta af hverjum tíu starfsmönnum álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum. Trúnaðarmaður segir að starfsfólki sé misboðið. Félagsmenn í fimm stéttarfélögum hjá álverinu í Straumsvík samþykktu verkfallsboðun en félagsmenn VR felldu það naumlega. „Fólk er orðið svo langþreytt og þetta er í raun merkilegt í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu að svona margir skuli greiða þessu atkvæði með þessum hætti. Það hefur líka verið alveg gegndarlaus áróður hjá fyrirtækinu og rangar upplýsingar inná Workplace um gang samninga og annað. Starfsfólki er misboðið með hvernig er búið að koma fram við það og hvernig því er beitt í refsskák um raforkuverð við ríkið og Landsvirkjun,“ segir Reinhold. Í tilkynningu frá Isal í dag vegna málsins kemur fram að fyrirtækið hafi þegar boðið stéttarfélögum hækkun upp á 24.000 krónur á regluleg laun í samræmi við Lífskjarasamninginn sem þau hafi hafnað. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun séu mikil vonbrigði. Reinhold segir að áður en til verkfalls komi verði reynt að semja. „Næstu skerf hljóta að vera að setjast að samningaborðinu og semja. Það er okkar markmið,“ segir Reinhold. Hann segir að kjaradeilan snúist um að starfsfólk fái sömu greiðslur og komi fram í lífskjarasamningnum eða 73 þúsund krónur. Ef ekki takist að semja fari fyrstu verkfallsaðgerðir í gang þann 16. október þegar einstaka starfstéttir leggja niður störf og svo daglega út nóvember. Ef ekki takist að semja fyrir þann tíma verði boðað til allsherjarverkfalls í álverinu í Straumsvík þann 1. desember.
Stóriðja Kjaramál Vinnumarkaður Landsvirkjun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58 Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Starfsfólk álversins í Straumsvík ætlar í verkfall 81% starfsmanna Álversins í Straumsvík greiddu atkvæði með verkfallsaðgerðum en atkvæðagreiðslunni lauk um hádegi. 7. október 2020 14:58
Spáir því að starfsmenn greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum Trúnaðarmaður hjá Álverinu í Straumsvík telur að meirihluti starfsfólks greiði atkvæði með verkfallsaðgerðum. Atkvæðagreiðslunni lýkur í dag. 7. október 2020 11:42