Enn tapar Trump máli um skattskýrslur sínar Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 16:23 Trump birti ekki skattskýrslur sínar fyrir kosningarnar árið 2016 með þeim rökum að þær væru til endurskoðunar hjá skattinum en lofaði að birta þær síðar. Það gerði hann aldrei og hefur forsetinn háð harða baráttu fyrir dómstólum til að koma í veg fyrir að nokkur fái upplýsingar um fjármál sín. AP/Alex Brandon Áfrýjunardómstóll í New York kvað upp úr um það í dag að endurskoðendum Donald Trump Bandaríkjaforseta beri að afhenda ríkissaksóknurum þar skattskýrslur hans. Líklegt er talið að deilan um skattskýrslur forsetans rati öðru sinni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Trump hefur barist gegn því með kjafti og klóm að gera skattskýrslur og upplýsingar um fjármál sín opinber eða aðgengilegar Bandaríkjaþingi eða saksóknurum. Hæstiréttur hafnaði lagarökum hans í sumar um að sem forseti njóti hann ekki aðeins friðhelgi fyrir ákæru heldur einnig hvers kyns rannsókn. Forsetinn gæti þó höfðað mál til að stöðva afhendingu gagnanna með öðrum rökum. Lögmenn forsetans fóru þá enn fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að endurskoðendur hans þurfi að verða við stefnu saksóknara í New York og afhenda skattskýrslur hans. Saksóknararnir rannsaka fjármál Trump, þar á meðal í tengslum við þagnargreiðslur til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. Rök Trump nú voru þau að saksóknararnir krefðust gagnanna í slæmri trú og að aðgerðir þeirra gætu átt sér pólitískar rætur. Stefnan á hendur endurskoðenda forsetans væru „áreiti“ gegn honum. Svæðisdómstóll hafnaði kröfu forsetans í ágúst og áfrýjunardómstóll 2. svæðis á Manhattan staðfesti niðurstöðuna í dag. Vísaði dómurinn málinu alfarið frá sem þýðir að Trump getur ekki höfðað annað mál með sömu lagarökum, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttaráhrifum niðurstöðu svæðisdómstólsins var þó frestað til að gefa Trump færi á að áfrýja málinu áfram. Vísbendingar um skattaundanskot og mögulegt misferli Jafnvel þó að Trump áfrýjaði ekki niðurstöðunni væri hæpið að frekari upplýsingar um skattskýrslur hans yrðu opinberar fyrir kosningar í byrjun nóvember. Saksóknararnir krefjast þar að auki gagnanna til að leggja fyrir ákærukviðdóm en trúnaður ríkir yfir störfum þeirra. Mikil leynd hefur ríkt yfir fjármálum Trump en vísbendingar hafa komið fram um að hann hafi skotið háum fjárhæðum undan skatti í gegnum tíðina. Þannig virðist Trump-fjölskyldan hafa komið fjármunum foreldra forsetans til hans og systkina hans með krókaleiðum til að komast hjá erfðafjárskatti á sínum tíma. Þá greindi New York Times frá því í síðasta mánuði að skattskýrslur Trump sem blaðið komst yfir bendi til þess að hann hafi aðeins greitt 750 dollara, jafnvirði rúmra 100.000 íslenskra króna, í tekjuskatt til alríkisstjórnarinnar á ári sem forseti. Þá hafi hann ekki greitt neinn tekjuskatt í ellefu af þeim átján árum sem gögnin náðu yfir. Skýringin var mikið tap sem Trump gaf upp á rekstri fyrirtækja sinna sem gerði honum kleift að forðast skattgreiðslur. Saksóknararnir í New York hafa verið fáorðir um rannsókn sína á fjármálum Trump. Ýmislegt bendir þó til þess að þeir kanni hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög með því að veita fjárfestum, bönkum og yfirvöldum misvísandi upplýsingar um stöðu sína. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. 20. ágúst 2020 15:20 Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40 Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í New York kvað upp úr um það í dag að endurskoðendum Donald Trump Bandaríkjaforseta beri að afhenda ríkissaksóknurum þar skattskýrslur hans. Líklegt er talið að deilan um skattskýrslur forsetans rati öðru sinni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. Trump hefur barist gegn því með kjafti og klóm að gera skattskýrslur og upplýsingar um fjármál sín opinber eða aðgengilegar Bandaríkjaþingi eða saksóknurum. Hæstiréttur hafnaði lagarökum hans í sumar um að sem forseti njóti hann ekki aðeins friðhelgi fyrir ákæru heldur einnig hvers kyns rannsókn. Forsetinn gæti þó höfðað mál til að stöðva afhendingu gagnanna með öðrum rökum. Lögmenn forsetans fóru þá enn fyrir dómstóla til að koma í veg fyrir að endurskoðendur hans þurfi að verða við stefnu saksóknara í New York og afhenda skattskýrslur hans. Saksóknararnir rannsaka fjármál Trump, þar á meðal í tengslum við þagnargreiðslur til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. Rök Trump nú voru þau að saksóknararnir krefðust gagnanna í slæmri trú og að aðgerðir þeirra gætu átt sér pólitískar rætur. Stefnan á hendur endurskoðenda forsetans væru „áreiti“ gegn honum. Svæðisdómstóll hafnaði kröfu forsetans í ágúst og áfrýjunardómstóll 2. svæðis á Manhattan staðfesti niðurstöðuna í dag. Vísaði dómurinn málinu alfarið frá sem þýðir að Trump getur ekki höfðað annað mál með sömu lagarökum, að sögn AP-fréttastofunnar. Réttaráhrifum niðurstöðu svæðisdómstólsins var þó frestað til að gefa Trump færi á að áfrýja málinu áfram. Vísbendingar um skattaundanskot og mögulegt misferli Jafnvel þó að Trump áfrýjaði ekki niðurstöðunni væri hæpið að frekari upplýsingar um skattskýrslur hans yrðu opinberar fyrir kosningar í byrjun nóvember. Saksóknararnir krefjast þar að auki gagnanna til að leggja fyrir ákærukviðdóm en trúnaður ríkir yfir störfum þeirra. Mikil leynd hefur ríkt yfir fjármálum Trump en vísbendingar hafa komið fram um að hann hafi skotið háum fjárhæðum undan skatti í gegnum tíðina. Þannig virðist Trump-fjölskyldan hafa komið fjármunum foreldra forsetans til hans og systkina hans með krókaleiðum til að komast hjá erfðafjárskatti á sínum tíma. Þá greindi New York Times frá því í síðasta mánuði að skattskýrslur Trump sem blaðið komst yfir bendi til þess að hann hafi aðeins greitt 750 dollara, jafnvirði rúmra 100.000 íslenskra króna, í tekjuskatt til alríkisstjórnarinnar á ári sem forseti. Þá hafi hann ekki greitt neinn tekjuskatt í ellefu af þeim átján árum sem gögnin náðu yfir. Skýringin var mikið tap sem Trump gaf upp á rekstri fyrirtækja sinna sem gerði honum kleift að forðast skattgreiðslur. Saksóknararnir í New York hafa verið fáorðir um rannsókn sína á fjármálum Trump. Ýmislegt bendir þó til þess að þeir kanni hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög með því að veita fjárfestum, bönkum og yfirvöldum misvísandi upplýsingar um stöðu sína.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir „Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57 Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. 20. ágúst 2020 15:20 Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40 Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
„Mógúllinn“ sem tapar og tapar Það að forsetinn hafi einungis greitt 750 dali í alríkistekjuskatt árið sem hann bauð sig fram til forseta, 2016, og hann hafi engan skatt greitt tíu af síðustu fimmtán árum gæti komið niður á stöðu hans meðal verkafólks í Bandaríkjunum. 28. september 2020 12:57
Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. 20. ágúst 2020 15:20
Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40
Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24
Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27