Trump stöðvar viðræður um neyðarpakka en skiptir fljótt um skoðun Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2020 16:21 Donald Trump, hefur hleypt mikilli óreiðu í viðræður um neyðarpakka til aðstoðar hagkerfis Bandaríkjanna. AP/Tony Dejak Hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa tekið kipp upp á við í dag í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist snúast hugur varðandi viðræður um opinbera innspýtingu í hagkerfi Bandaríkjanna, svokallaðan neyðarpakka. Jerome H. Powell, yfirmaður Seðlabanka Bandaríkjanna, varaði við því að í gær að án slíkra aðgerða myndi hagkerfi Bandaríkjanna hljóta skaða. Í gær tísti forsetinn og lýsti því yfir að hann hefði skipað sínu fólki að hætta öllum viðræðum við Demókrata, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þar með opinberum fjárútlátum, um neyðarpakka. Engar viðræður ættu að eiga sér stað fyrr en eftir kosningar. Við það varð mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum en fyrri aðgerðir ríkisins um atvinnuleysisbætur og annað sem samþykktar voru fyrr á árinu, runnu út í síðustu viku. Þá tísti Trump aftur og kallaði eftir því að þingið gripi til aðgerða. Sagði hann sömuleiðis að meðlimir ríkisstjórnar hans ættu að ræða við forsvarsmenn Demókrataflokksins um málið. Er það alger viðsnúningur á því sem Trump hafði tíst um sjö klukkustundum áður. Forsetinn sagði að þingið ætti að samþykkja að verja 25 milljörðum dala í að aðstoða flugfélög Bandaríkjanna, sem hafa sagt upp þúsundum á undanförnum dögum. Skömmu seinna bætti hann við að þingið ætti að samþykkja að senda 1.200 dali til hverrar fjölskyldu. Hann myndi skrifa undir slíkt frumvarp samstundis. „Ertu að hlusta Nancy?“ skrifaði Trump og var hann þar að vísa til Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Hann endurtísti því tísti svo aftur í dag og ítrekaði að hann væri tilbúinn til að skrifa undir. Move Fast, I Am Waiting To Sign! @SpeakerPelosi https://t.co/RYBeWWuPC2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2020 Í frétt Washington Post segir að Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafi spurt Pelosi að því í morgun hvort til greina kæmi að samþykkja frumvarp sem þetta. Hún minnti hann á að Repúblikanar hefðu staðið í vegi frumvarps sem hefði hjálpað flugfélögunum í síðustu viku. Hún sagði það þó koma til greina og ku það vera til skoðunar. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Pelosi að það væri erfitt að sjá heila brú í ummælum forsetans eða hvað hann hefði séð sem neikvætt í að ríkið kæmi hagkerfinu til aðstoðar. Hún sagði Trump hafa áttað sig á því að hann hafi gert mistök og hann hafi reynt að bæta fyrir það. Langar viðræður Viðræður um neyðarpakka hafa staðið yfir um mánaðabil. Demókratar hafa hafnað öllum tillögum Repúblikanaflokksins um sérstök frumvörp um hvern málaflokk og hafa viljað gera eitt stórt frumvarp til að aðstoða hagkerfið og Bandaríkjamenn. Demókratar vildu að í þeim pakka væru fjárútlát til framkvæmd forsetakosninganna í næsta mánuði og að Pósturinn fengi auknar fjárveitingar vegna álags sem tengjast kosningunum. Repúblikanar hafa verið mótfallnir því. Tvö slík frumvörp hafa verið samþykkt í fulltrúadeildinni en ekki komist í gegnum öldungadeildina, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Ekki liggur fyrir af hverju Trump ákvað að slíta viðræðunum í gær en samkvæmt heimildum Washington Post ræddi hann við Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, í síma í gær. McConnell á að hafa sagt að Pelosi hafi spilað með Trump og að ekkert samkomulag má milli hennar og Mnuchin myndi komast í gegnum öldungadeildina. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Hlutabréfavísitölur vestanhafs hafa tekið kipp upp á við í dag í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virtist snúast hugur varðandi viðræður um opinbera innspýtingu í hagkerfi Bandaríkjanna, svokallaðan neyðarpakka. Jerome H. Powell, yfirmaður Seðlabanka Bandaríkjanna, varaði við því að í gær að án slíkra aðgerða myndi hagkerfi Bandaríkjanna hljóta skaða. Í gær tísti forsetinn og lýsti því yfir að hann hefði skipað sínu fólki að hætta öllum viðræðum við Demókrata, sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings og þar með opinberum fjárútlátum, um neyðarpakka. Engar viðræður ættu að eiga sér stað fyrr en eftir kosningar. Við það varð mikil lækkun á hlutabréfamörkuðum en fyrri aðgerðir ríkisins um atvinnuleysisbætur og annað sem samþykktar voru fyrr á árinu, runnu út í síðustu viku. Þá tísti Trump aftur og kallaði eftir því að þingið gripi til aðgerða. Sagði hann sömuleiðis að meðlimir ríkisstjórnar hans ættu að ræða við forsvarsmenn Demókrataflokksins um málið. Er það alger viðsnúningur á því sem Trump hafði tíst um sjö klukkustundum áður. Forsetinn sagði að þingið ætti að samþykkja að verja 25 milljörðum dala í að aðstoða flugfélög Bandaríkjanna, sem hafa sagt upp þúsundum á undanförnum dögum. Skömmu seinna bætti hann við að þingið ætti að samþykkja að senda 1.200 dali til hverrar fjölskyldu. Hann myndi skrifa undir slíkt frumvarp samstundis. „Ertu að hlusta Nancy?“ skrifaði Trump og var hann þar að vísa til Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Hann endurtísti því tísti svo aftur í dag og ítrekaði að hann væri tilbúinn til að skrifa undir. Move Fast, I Am Waiting To Sign! @SpeakerPelosi https://t.co/RYBeWWuPC2— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2020 Í frétt Washington Post segir að Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafi spurt Pelosi að því í morgun hvort til greina kæmi að samþykkja frumvarp sem þetta. Hún minnti hann á að Repúblikanar hefðu staðið í vegi frumvarps sem hefði hjálpað flugfélögunum í síðustu viku. Hún sagði það þó koma til greina og ku það vera til skoðunar. Í sjónvarpsviðtali í dag sagði Pelosi að það væri erfitt að sjá heila brú í ummælum forsetans eða hvað hann hefði séð sem neikvætt í að ríkið kæmi hagkerfinu til aðstoðar. Hún sagði Trump hafa áttað sig á því að hann hafi gert mistök og hann hafi reynt að bæta fyrir það. Langar viðræður Viðræður um neyðarpakka hafa staðið yfir um mánaðabil. Demókratar hafa hafnað öllum tillögum Repúblikanaflokksins um sérstök frumvörp um hvern málaflokk og hafa viljað gera eitt stórt frumvarp til að aðstoða hagkerfið og Bandaríkjamenn. Demókratar vildu að í þeim pakka væru fjárútlát til framkvæmd forsetakosninganna í næsta mánuði og að Pósturinn fengi auknar fjárveitingar vegna álags sem tengjast kosningunum. Repúblikanar hafa verið mótfallnir því. Tvö slík frumvörp hafa verið samþykkt í fulltrúadeildinni en ekki komist í gegnum öldungadeildina, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Ekki liggur fyrir af hverju Trump ákvað að slíta viðræðunum í gær en samkvæmt heimildum Washington Post ræddi hann við Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, í síma í gær. McConnell á að hafa sagt að Pelosi hafi spilað með Trump og að ekkert samkomulag má milli hennar og Mnuchin myndi komast í gegnum öldungadeildina.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira