Ekki réttlátt að refsa fyrir birtingu á eigin klámmyndum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2020 13:34 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm „Hvort sem fólk birtir af sér klámfengið efni af fúsum og frjálsum vilja, eða vegna nauðungar eða misnotkunar, þá er það aldrei réttlátt, og aldrei til þess fallið að vernda það fyrir misnotkun, að refsa því,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun. Þar vísaði hann til frétta af því að hátt í tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Stígamót hafa sagt þetta áhyggjuefni. „Það sem við sjáum sammerkt með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi er að þau eru oft í efnahagslega þröngri stöðu og vantar pening. Þau hafa yfirleitt reynslu af því að vera beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar þannig að það er búið að brjóta á mörkunum þeirra og stundum er þetta tengt neyslu og fjármögnun hennar,“ sagði Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum í samtali við fréttastofu. Samkvæmt 210. gr. almennra hegningarlaga getur dreifing eða sala á klámi varðað allt að sex mánaða fangelsi eða sektum og sagðist Helgi hafa áhyggjur af réttarstöðu fólksins sem birtir klámefni á vefum líkt og OnlyFans. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi.“ Alþingi Samfélagsmiðlar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Hvort sem fólk birtir af sér klámfengið efni af fúsum og frjálsum vilja, eða vegna nauðungar eða misnotkunar, þá er það aldrei réttlátt, og aldrei til þess fallið að vernda það fyrir misnotkun, að refsa því,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun. Þar vísaði hann til frétta af því að hátt í tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Stígamót hafa sagt þetta áhyggjuefni. „Það sem við sjáum sammerkt með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi er að þau eru oft í efnahagslega þröngri stöðu og vantar pening. Þau hafa yfirleitt reynslu af því að vera beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar þannig að það er búið að brjóta á mörkunum þeirra og stundum er þetta tengt neyslu og fjármögnun hennar,“ sagði Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum í samtali við fréttastofu. Samkvæmt 210. gr. almennra hegningarlaga getur dreifing eða sala á klámi varðað allt að sex mánaða fangelsi eða sektum og sagðist Helgi hafa áhyggjur af réttarstöðu fólksins sem birtir klámefni á vefum líkt og OnlyFans. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi.“
Alþingi Samfélagsmiðlar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira