Ekki réttlátt að refsa fyrir birtingu á eigin klámmyndum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2020 13:34 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm „Hvort sem fólk birtir af sér klámfengið efni af fúsum og frjálsum vilja, eða vegna nauðungar eða misnotkunar, þá er það aldrei réttlátt, og aldrei til þess fallið að vernda það fyrir misnotkun, að refsa því,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun. Þar vísaði hann til frétta af því að hátt í tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Stígamót hafa sagt þetta áhyggjuefni. „Það sem við sjáum sammerkt með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi er að þau eru oft í efnahagslega þröngri stöðu og vantar pening. Þau hafa yfirleitt reynslu af því að vera beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar þannig að það er búið að brjóta á mörkunum þeirra og stundum er þetta tengt neyslu og fjármögnun hennar,“ sagði Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum í samtali við fréttastofu. Samkvæmt 210. gr. almennra hegningarlaga getur dreifing eða sala á klámi varðað allt að sex mánaða fangelsi eða sektum og sagðist Helgi hafa áhyggjur af réttarstöðu fólksins sem birtir klámefni á vefum líkt og OnlyFans. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi.“ Alþingi Samfélagsmiðlar Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Hvort sem fólk birtir af sér klámfengið efni af fúsum og frjálsum vilja, eða vegna nauðungar eða misnotkunar, þá er það aldrei réttlátt, og aldrei til þess fallið að vernda það fyrir misnotkun, að refsa því,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun. Þar vísaði hann til frétta af því að hátt í tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Stígamót hafa sagt þetta áhyggjuefni. „Það sem við sjáum sammerkt með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi er að þau eru oft í efnahagslega þröngri stöðu og vantar pening. Þau hafa yfirleitt reynslu af því að vera beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar þannig að það er búið að brjóta á mörkunum þeirra og stundum er þetta tengt neyslu og fjármögnun hennar,“ sagði Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum í samtali við fréttastofu. Samkvæmt 210. gr. almennra hegningarlaga getur dreifing eða sala á klámi varðað allt að sex mánaða fangelsi eða sektum og sagðist Helgi hafa áhyggjur af réttarstöðu fólksins sem birtir klámefni á vefum líkt og OnlyFans. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi.“
Alþingi Samfélagsmiðlar Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira