Sameinast á ný með stofnun fyrirtækisins Vinnvinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. október 2020 07:16 Stofnendur Vinnvinn: Auður Bjarnadóttir, Jensína Kristín Böðvarsdóttir og Hilmar Garðar Hjaltason. Vinnvinn er nýtt fyrirtæki á sviði ráðninga og ráðgjafar. Í fréttatilkynningu segir að fyrirtækið sérhæfi sig í ráðgjöf og ráðningum stjórnenda, lykilstarfsmanna og sérfræðinga. Stofnendur Vinnvinn eru Auður Bjarnadóttir, Hilmar Garðar Hjaltason og Jensína Kristín Böðvarsdóttir. Þetta þríeyki hefur áður starfað saman því Jensína var einn stofnenda Gallup ráðninga sem síðar varð Capacent þar sem Auður og Hilmar störfuðu sem ráðgjafar um árabil. Í fréttatilkynningu segir að Jensína, Auður og Hilmar búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sviði ráðninga, öflugu tengslaneti, þekkingu á fyrirtækjamenningu og stjórnun í íslensku og alþjóðlegu atvinnulífi og innan opinberrar stjórnsýslu. Auður hefur komið að ráðningum hundruða einstaklinga innan íslensks atvinnulífs. Þá hefur hún verið skipuð í fjölmargar hæfnisnefndir vegna undirbúnings skipunar í opinber embætti, en sérsvið Auðar er á sviði ráðninga í opinberri stjórnsýslu. Hilmar hefur síðustu áratugi komið að ráðningum forstjóra og lykilstjórnenda margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Sérsvið Hilmars er stjórnendaleit og mönnun stjórna. Þá hefur Hilmar starfað að ráðningum fyrir fyrirtæki og stofnanir í öllum atvinnugreinum. Jensína hefur undanfarið starfað sem Associate Partner hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Valcon, sem nú verður að samstarfsaðila Vinnvinn. Jensína var framkvæmdastjóri Global Strategic Planning og HR hjá Alvogen frá 2015 til 2018 og framkvæmdastjóri þróunar og mannauðs hjá Landsbankanum 2010-2015. Jensína hefur tekið þátt í mönnun sérfræðinga og lykilstjórnenda víðsvegar um heiminn. Þá hefur hún mikla reynslu af stefnumótun, innleiðingu stefnu og þekkingu á því hvað vel mönnuð teymi skipta miklu máli fyrir góðan framgang fyrirtækja. „Það myndaðist ákveðin eyða á markaðinum þegar Capacent hætti starfsemi síðastliðið vor. Vissulega eru þetta erfiðir tímar, en samhliða sjáum við mikil tækifæri því erfiðir tímar kalla oft á breytingar og nýjar áskoranir hjá fyrirtækjum. Við höfum nú þegar tengt saman öflugt fólk í rúm tuttugu ár og því liggur það vel við að sérhæfa okkur í ráðningum stjórnenda og sérfræðinga í öllum greinum atvinnulífsins,“ segir Jensína K. Böðvarsdóttur framkvæmdastjóri Vinnvinn. Vinnumarkaður Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Vinnvinn er nýtt fyrirtæki á sviði ráðninga og ráðgjafar. Í fréttatilkynningu segir að fyrirtækið sérhæfi sig í ráðgjöf og ráðningum stjórnenda, lykilstarfsmanna og sérfræðinga. Stofnendur Vinnvinn eru Auður Bjarnadóttir, Hilmar Garðar Hjaltason og Jensína Kristín Böðvarsdóttir. Þetta þríeyki hefur áður starfað saman því Jensína var einn stofnenda Gallup ráðninga sem síðar varð Capacent þar sem Auður og Hilmar störfuðu sem ráðgjafar um árabil. Í fréttatilkynningu segir að Jensína, Auður og Hilmar búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sviði ráðninga, öflugu tengslaneti, þekkingu á fyrirtækjamenningu og stjórnun í íslensku og alþjóðlegu atvinnulífi og innan opinberrar stjórnsýslu. Auður hefur komið að ráðningum hundruða einstaklinga innan íslensks atvinnulífs. Þá hefur hún verið skipuð í fjölmargar hæfnisnefndir vegna undirbúnings skipunar í opinber embætti, en sérsvið Auðar er á sviði ráðninga í opinberri stjórnsýslu. Hilmar hefur síðustu áratugi komið að ráðningum forstjóra og lykilstjórnenda margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Sérsvið Hilmars er stjórnendaleit og mönnun stjórna. Þá hefur Hilmar starfað að ráðningum fyrir fyrirtæki og stofnanir í öllum atvinnugreinum. Jensína hefur undanfarið starfað sem Associate Partner hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Valcon, sem nú verður að samstarfsaðila Vinnvinn. Jensína var framkvæmdastjóri Global Strategic Planning og HR hjá Alvogen frá 2015 til 2018 og framkvæmdastjóri þróunar og mannauðs hjá Landsbankanum 2010-2015. Jensína hefur tekið þátt í mönnun sérfræðinga og lykilstjórnenda víðsvegar um heiminn. Þá hefur hún mikla reynslu af stefnumótun, innleiðingu stefnu og þekkingu á því hvað vel mönnuð teymi skipta miklu máli fyrir góðan framgang fyrirtækja. „Það myndaðist ákveðin eyða á markaðinum þegar Capacent hætti starfsemi síðastliðið vor. Vissulega eru þetta erfiðir tímar, en samhliða sjáum við mikil tækifæri því erfiðir tímar kalla oft á breytingar og nýjar áskoranir hjá fyrirtækjum. Við höfum nú þegar tengt saman öflugt fólk í rúm tuttugu ár og því liggur það vel við að sérhæfa okkur í ráðningum stjórnenda og sérfræðinga í öllum greinum atvinnulífsins,“ segir Jensína K. Böðvarsdóttur framkvæmdastjóri Vinnvinn.
Vinnumarkaður Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira