Sameinast á ný með stofnun fyrirtækisins Vinnvinn Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. október 2020 07:16 Stofnendur Vinnvinn: Auður Bjarnadóttir, Jensína Kristín Böðvarsdóttir og Hilmar Garðar Hjaltason. Vinnvinn er nýtt fyrirtæki á sviði ráðninga og ráðgjafar. Í fréttatilkynningu segir að fyrirtækið sérhæfi sig í ráðgjöf og ráðningum stjórnenda, lykilstarfsmanna og sérfræðinga. Stofnendur Vinnvinn eru Auður Bjarnadóttir, Hilmar Garðar Hjaltason og Jensína Kristín Böðvarsdóttir. Þetta þríeyki hefur áður starfað saman því Jensína var einn stofnenda Gallup ráðninga sem síðar varð Capacent þar sem Auður og Hilmar störfuðu sem ráðgjafar um árabil. Í fréttatilkynningu segir að Jensína, Auður og Hilmar búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sviði ráðninga, öflugu tengslaneti, þekkingu á fyrirtækjamenningu og stjórnun í íslensku og alþjóðlegu atvinnulífi og innan opinberrar stjórnsýslu. Auður hefur komið að ráðningum hundruða einstaklinga innan íslensks atvinnulífs. Þá hefur hún verið skipuð í fjölmargar hæfnisnefndir vegna undirbúnings skipunar í opinber embætti, en sérsvið Auðar er á sviði ráðninga í opinberri stjórnsýslu. Hilmar hefur síðustu áratugi komið að ráðningum forstjóra og lykilstjórnenda margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Sérsvið Hilmars er stjórnendaleit og mönnun stjórna. Þá hefur Hilmar starfað að ráðningum fyrir fyrirtæki og stofnanir í öllum atvinnugreinum. Jensína hefur undanfarið starfað sem Associate Partner hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Valcon, sem nú verður að samstarfsaðila Vinnvinn. Jensína var framkvæmdastjóri Global Strategic Planning og HR hjá Alvogen frá 2015 til 2018 og framkvæmdastjóri þróunar og mannauðs hjá Landsbankanum 2010-2015. Jensína hefur tekið þátt í mönnun sérfræðinga og lykilstjórnenda víðsvegar um heiminn. Þá hefur hún mikla reynslu af stefnumótun, innleiðingu stefnu og þekkingu á því hvað vel mönnuð teymi skipta miklu máli fyrir góðan framgang fyrirtækja. „Það myndaðist ákveðin eyða á markaðinum þegar Capacent hætti starfsemi síðastliðið vor. Vissulega eru þetta erfiðir tímar, en samhliða sjáum við mikil tækifæri því erfiðir tímar kalla oft á breytingar og nýjar áskoranir hjá fyrirtækjum. Við höfum nú þegar tengt saman öflugt fólk í rúm tuttugu ár og því liggur það vel við að sérhæfa okkur í ráðningum stjórnenda og sérfræðinga í öllum greinum atvinnulífsins,“ segir Jensína K. Böðvarsdóttur framkvæmdastjóri Vinnvinn. Vinnumarkaður Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Vinnvinn er nýtt fyrirtæki á sviði ráðninga og ráðgjafar. Í fréttatilkynningu segir að fyrirtækið sérhæfi sig í ráðgjöf og ráðningum stjórnenda, lykilstarfsmanna og sérfræðinga. Stofnendur Vinnvinn eru Auður Bjarnadóttir, Hilmar Garðar Hjaltason og Jensína Kristín Böðvarsdóttir. Þetta þríeyki hefur áður starfað saman því Jensína var einn stofnenda Gallup ráðninga sem síðar varð Capacent þar sem Auður og Hilmar störfuðu sem ráðgjafar um árabil. Í fréttatilkynningu segir að Jensína, Auður og Hilmar búi yfir yfirgripsmikilli þekkingu á sviði ráðninga, öflugu tengslaneti, þekkingu á fyrirtækjamenningu og stjórnun í íslensku og alþjóðlegu atvinnulífi og innan opinberrar stjórnsýslu. Auður hefur komið að ráðningum hundruða einstaklinga innan íslensks atvinnulífs. Þá hefur hún verið skipuð í fjölmargar hæfnisnefndir vegna undirbúnings skipunar í opinber embætti, en sérsvið Auðar er á sviði ráðninga í opinberri stjórnsýslu. Hilmar hefur síðustu áratugi komið að ráðningum forstjóra og lykilstjórnenda margra af stærstu fyrirtækjum landsins. Sérsvið Hilmars er stjórnendaleit og mönnun stjórna. Þá hefur Hilmar starfað að ráðningum fyrir fyrirtæki og stofnanir í öllum atvinnugreinum. Jensína hefur undanfarið starfað sem Associate Partner hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Valcon, sem nú verður að samstarfsaðila Vinnvinn. Jensína var framkvæmdastjóri Global Strategic Planning og HR hjá Alvogen frá 2015 til 2018 og framkvæmdastjóri þróunar og mannauðs hjá Landsbankanum 2010-2015. Jensína hefur tekið þátt í mönnun sérfræðinga og lykilstjórnenda víðsvegar um heiminn. Þá hefur hún mikla reynslu af stefnumótun, innleiðingu stefnu og þekkingu á því hvað vel mönnuð teymi skipta miklu máli fyrir góðan framgang fyrirtækja. „Það myndaðist ákveðin eyða á markaðinum þegar Capacent hætti starfsemi síðastliðið vor. Vissulega eru þetta erfiðir tímar, en samhliða sjáum við mikil tækifæri því erfiðir tímar kalla oft á breytingar og nýjar áskoranir hjá fyrirtækjum. Við höfum nú þegar tengt saman öflugt fólk í rúm tuttugu ár og því liggur það vel við að sérhæfa okkur í ráðningum stjórnenda og sérfræðinga í öllum greinum atvinnulífsins,“ segir Jensína K. Böðvarsdóttur framkvæmdastjóri Vinnvinn.
Vinnumarkaður Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira