Andleg líðan nokkuð góð og færri leitað sálfræðiaðstoðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2020 18:31 Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur bendir á að samstaða geti skipt sköpum. Vísir/Sigurjón Færri leituðu sér sálfræðiaðstoðar í ár en á sama tíma í fyrra og útlit er fyrir að andleg heilsa fólks í heimsfaraldrinum hafi verið góð, samkvæmt könnun sem embætti landlæknis gerði nýverið. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur segir fólk þó vera farið að þreytast á ástandinu og viðbúið sé að áhrifa þess muni gæta síðar meir. „Gögnin sem við höfum eru frá embætti landlæknis sem benda til þess að í fyrstu bylgju faraldursins hafi okkur almennt liðið betur heldur en okkur leið í mars og apríl árið 2019. Og ef við skoðum erlendar rannsóknir þá virðist vera sem svo að fyrsta bylgja hafi ekki haft áhrif á geðheilsu almennings og heldur ekki þeirra sem hafa alvarlegar,“ segir Hafrún. Þá bendir hún á að könnun hafi verið gerð meðal sjálfstætt starfandi sálfræðinga á Íslandi. „Í fyrstu bylgjunni minnkaði eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu töluvert. Við ætlum að skoða núna fljótlega hvernig það er núna í þessum seinni bylgjum.“ Samstaðan mikilvæg Einnig er útlit fyrir að þeir sem hafa hreyft sig lítið ígegnum tíðina hafi byrjað aðhreyfa sig, sem gæti spilað einhvern þátt í góðri andlegri heilsu, en einnig samstaða fólks og vinskapur. „Við stóðum saman, stóðum mjög vel saman. Fólk virðist hafa sinnt þvíbetur að vera í sambandi viðvini og ættingja, taka zoom-samtöl eða bara hringja. Og við erum með íslensk gögn sem benda til þess að hreyfing hafi aukist áþessum tímum,“segir Hafrún. Það sé þó erfitt að segja til um hvað skammdegið gæti haft í för með sér. „Auðvitað getur skammdegið haft áhrif og svo er þetta líka orðinn svo langur tími. Það er erfitt að spá fyrir um það en ég myndi halda að á einhverjum tímapunkti komi þessar hamfarir fram á geðheilsu allavega einhverra.“ Óvissan sé flestum erfið. „Fólk er náttúrlega orðið þreytt á þessu og þaðer bara skiljanlegt. Og núna í ljósi þessara nýjustu tíðinda er bara eðlilegast í heimi að fólk finni fyrir smá kvíða, ótta og óöryggi því við vitum svo lítiðhvað framtíðin ber í skauti sér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Færri leituðu sér sálfræðiaðstoðar í ár en á sama tíma í fyrra og útlit er fyrir að andleg heilsa fólks í heimsfaraldrinum hafi verið góð, samkvæmt könnun sem embætti landlæknis gerði nýverið. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur segir fólk þó vera farið að þreytast á ástandinu og viðbúið sé að áhrifa þess muni gæta síðar meir. „Gögnin sem við höfum eru frá embætti landlæknis sem benda til þess að í fyrstu bylgju faraldursins hafi okkur almennt liðið betur heldur en okkur leið í mars og apríl árið 2019. Og ef við skoðum erlendar rannsóknir þá virðist vera sem svo að fyrsta bylgja hafi ekki haft áhrif á geðheilsu almennings og heldur ekki þeirra sem hafa alvarlegar,“ segir Hafrún. Þá bendir hún á að könnun hafi verið gerð meðal sjálfstætt starfandi sálfræðinga á Íslandi. „Í fyrstu bylgjunni minnkaði eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu töluvert. Við ætlum að skoða núna fljótlega hvernig það er núna í þessum seinni bylgjum.“ Samstaðan mikilvæg Einnig er útlit fyrir að þeir sem hafa hreyft sig lítið ígegnum tíðina hafi byrjað aðhreyfa sig, sem gæti spilað einhvern þátt í góðri andlegri heilsu, en einnig samstaða fólks og vinskapur. „Við stóðum saman, stóðum mjög vel saman. Fólk virðist hafa sinnt þvíbetur að vera í sambandi viðvini og ættingja, taka zoom-samtöl eða bara hringja. Og við erum með íslensk gögn sem benda til þess að hreyfing hafi aukist áþessum tímum,“segir Hafrún. Það sé þó erfitt að segja til um hvað skammdegið gæti haft í för með sér. „Auðvitað getur skammdegið haft áhrif og svo er þetta líka orðinn svo langur tími. Það er erfitt að spá fyrir um það en ég myndi halda að á einhverjum tímapunkti komi þessar hamfarir fram á geðheilsu allavega einhverra.“ Óvissan sé flestum erfið. „Fólk er náttúrlega orðið þreytt á þessu og þaðer bara skiljanlegt. Og núna í ljósi þessara nýjustu tíðinda er bara eðlilegast í heimi að fólk finni fyrir smá kvíða, ótta og óöryggi því við vitum svo lítiðhvað framtíðin ber í skauti sér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira