Andleg líðan nokkuð góð og færri leitað sálfræðiaðstoðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2020 18:31 Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur bendir á að samstaða geti skipt sköpum. Vísir/Sigurjón Færri leituðu sér sálfræðiaðstoðar í ár en á sama tíma í fyrra og útlit er fyrir að andleg heilsa fólks í heimsfaraldrinum hafi verið góð, samkvæmt könnun sem embætti landlæknis gerði nýverið. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur segir fólk þó vera farið að þreytast á ástandinu og viðbúið sé að áhrifa þess muni gæta síðar meir. „Gögnin sem við höfum eru frá embætti landlæknis sem benda til þess að í fyrstu bylgju faraldursins hafi okkur almennt liðið betur heldur en okkur leið í mars og apríl árið 2019. Og ef við skoðum erlendar rannsóknir þá virðist vera sem svo að fyrsta bylgja hafi ekki haft áhrif á geðheilsu almennings og heldur ekki þeirra sem hafa alvarlegar,“ segir Hafrún. Þá bendir hún á að könnun hafi verið gerð meðal sjálfstætt starfandi sálfræðinga á Íslandi. „Í fyrstu bylgjunni minnkaði eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu töluvert. Við ætlum að skoða núna fljótlega hvernig það er núna í þessum seinni bylgjum.“ Samstaðan mikilvæg Einnig er útlit fyrir að þeir sem hafa hreyft sig lítið ígegnum tíðina hafi byrjað aðhreyfa sig, sem gæti spilað einhvern þátt í góðri andlegri heilsu, en einnig samstaða fólks og vinskapur. „Við stóðum saman, stóðum mjög vel saman. Fólk virðist hafa sinnt þvíbetur að vera í sambandi viðvini og ættingja, taka zoom-samtöl eða bara hringja. Og við erum með íslensk gögn sem benda til þess að hreyfing hafi aukist áþessum tímum,“segir Hafrún. Það sé þó erfitt að segja til um hvað skammdegið gæti haft í för með sér. „Auðvitað getur skammdegið haft áhrif og svo er þetta líka orðinn svo langur tími. Það er erfitt að spá fyrir um það en ég myndi halda að á einhverjum tímapunkti komi þessar hamfarir fram á geðheilsu allavega einhverra.“ Óvissan sé flestum erfið. „Fólk er náttúrlega orðið þreytt á þessu og þaðer bara skiljanlegt. Og núna í ljósi þessara nýjustu tíðinda er bara eðlilegast í heimi að fólk finni fyrir smá kvíða, ótta og óöryggi því við vitum svo lítiðhvað framtíðin ber í skauti sér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Sjá meira
Færri leituðu sér sálfræðiaðstoðar í ár en á sama tíma í fyrra og útlit er fyrir að andleg heilsa fólks í heimsfaraldrinum hafi verið góð, samkvæmt könnun sem embætti landlæknis gerði nýverið. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur segir fólk þó vera farið að þreytast á ástandinu og viðbúið sé að áhrifa þess muni gæta síðar meir. „Gögnin sem við höfum eru frá embætti landlæknis sem benda til þess að í fyrstu bylgju faraldursins hafi okkur almennt liðið betur heldur en okkur leið í mars og apríl árið 2019. Og ef við skoðum erlendar rannsóknir þá virðist vera sem svo að fyrsta bylgja hafi ekki haft áhrif á geðheilsu almennings og heldur ekki þeirra sem hafa alvarlegar,“ segir Hafrún. Þá bendir hún á að könnun hafi verið gerð meðal sjálfstætt starfandi sálfræðinga á Íslandi. „Í fyrstu bylgjunni minnkaði eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu töluvert. Við ætlum að skoða núna fljótlega hvernig það er núna í þessum seinni bylgjum.“ Samstaðan mikilvæg Einnig er útlit fyrir að þeir sem hafa hreyft sig lítið ígegnum tíðina hafi byrjað aðhreyfa sig, sem gæti spilað einhvern þátt í góðri andlegri heilsu, en einnig samstaða fólks og vinskapur. „Við stóðum saman, stóðum mjög vel saman. Fólk virðist hafa sinnt þvíbetur að vera í sambandi viðvini og ættingja, taka zoom-samtöl eða bara hringja. Og við erum með íslensk gögn sem benda til þess að hreyfing hafi aukist áþessum tímum,“segir Hafrún. Það sé þó erfitt að segja til um hvað skammdegið gæti haft í för með sér. „Auðvitað getur skammdegið haft áhrif og svo er þetta líka orðinn svo langur tími. Það er erfitt að spá fyrir um það en ég myndi halda að á einhverjum tímapunkti komi þessar hamfarir fram á geðheilsu allavega einhverra.“ Óvissan sé flestum erfið. „Fólk er náttúrlega orðið þreytt á þessu og þaðer bara skiljanlegt. Og núna í ljósi þessara nýjustu tíðinda er bara eðlilegast í heimi að fólk finni fyrir smá kvíða, ótta og óöryggi því við vitum svo lítiðhvað framtíðin ber í skauti sér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Sjá meira