„Ekki láta veiruna stjórna ykkur, ekki vera hrædd við hana“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 6. október 2020 07:28 Forsetinn kemur fram á svalir Hvíta hússins í gærkvöldi eftir að hann útskrifaðist af spítala og tekur af sér grímuna. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti er mættur aftur í Hvíta húsið eftir að hafa verið á Walter Reed-spítalanum í þrjár nætur. Hann var lagður inn eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Eftir að forsetinn kom aftur í Hvíta húsið fór hann fram á Truman-svalirnar þar sem hann tók af sér grímuna og heilsaði að hermannasið. Áður hafði hann skrifað á Twitter-síðu sína að sér líði vel og sagði að fólk ætti ekki að vera hrætt við Covid-19. I will be leaving the great Walter Reed Medical Center today at 6:30 P.M. Feeling really good! Don t be afraid of Covid. Don t let it dominate your life. We have developed, under the Trump Administration, some really great drugs & knowledge. I feel better than I did 20 years ago!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Enn er þó mörgum spurningum ósvarað um heilsufar forsetans og engin svör hafa til að mynda fengist varðandi það hvort hann mælist nú neikvæður fyrir veirunni. Hann segist ætla að mæta aftur í kosningabaráttuna innan skamms tíma. Í stuttu ávarpi sem tekið var upp eftir komu forsetans sagðist hann hafa verið í fremstu víglínu þar sem hann hefði leitt fólkið áfram, eins og leiðtogar eiga að gera. Þá lagði hann mikla áherslu á að fólk ætti ekki að láta Covid-19 stjórna lífi sínu. „Þið munuð sigrast á henni [veirunni]. Við erum með bestu lækningatækin, bestu lyfin, allt sem var þróað nýlega,“ sagði Trump og hélt áfram: „Við munum vera í fremstu víglínu. Sem leiðtogi þurfti ég að gera það. Ég vissi að það var hættulegt en ég varð að gera það. Ég stóð í fremstu víglínu og ég leiddi fólk áfram.“ pic.twitter.com/OxmRcZ5nUZ— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Þá velti Trump því upp að nú væri hann kannski orðinn ónæmur fyrir kórónuveirunni. „Núna líður mér betur. Kannski er ég orðinn ónæmur, ég veit það ekki,“ sagði hann. Í lok ávarpsins sagði hann svo að bóluefni gegn veirunni kæmi innan skamms, þrátt fyrir að Bandaríska sóttvarnastofnunin hafi sagt að ekki sé búist við því að bóluefni verði aðgengilegt víða fyrr en um mitt næsta ár. watch on YouTube Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er mættur aftur í Hvíta húsið eftir að hafa verið á Walter Reed-spítalanum í þrjár nætur. Hann var lagður inn eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Eftir að forsetinn kom aftur í Hvíta húsið fór hann fram á Truman-svalirnar þar sem hann tók af sér grímuna og heilsaði að hermannasið. Áður hafði hann skrifað á Twitter-síðu sína að sér líði vel og sagði að fólk ætti ekki að vera hrætt við Covid-19. I will be leaving the great Walter Reed Medical Center today at 6:30 P.M. Feeling really good! Don t be afraid of Covid. Don t let it dominate your life. We have developed, under the Trump Administration, some really great drugs & knowledge. I feel better than I did 20 years ago!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Enn er þó mörgum spurningum ósvarað um heilsufar forsetans og engin svör hafa til að mynda fengist varðandi það hvort hann mælist nú neikvæður fyrir veirunni. Hann segist ætla að mæta aftur í kosningabaráttuna innan skamms tíma. Í stuttu ávarpi sem tekið var upp eftir komu forsetans sagðist hann hafa verið í fremstu víglínu þar sem hann hefði leitt fólkið áfram, eins og leiðtogar eiga að gera. Þá lagði hann mikla áherslu á að fólk ætti ekki að láta Covid-19 stjórna lífi sínu. „Þið munuð sigrast á henni [veirunni]. Við erum með bestu lækningatækin, bestu lyfin, allt sem var þróað nýlega,“ sagði Trump og hélt áfram: „Við munum vera í fremstu víglínu. Sem leiðtogi þurfti ég að gera það. Ég vissi að það var hættulegt en ég varð að gera það. Ég stóð í fremstu víglínu og ég leiddi fólk áfram.“ pic.twitter.com/OxmRcZ5nUZ— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Þá velti Trump því upp að nú væri hann kannski orðinn ónæmur fyrir kórónuveirunni. „Núna líður mér betur. Kannski er ég orðinn ónæmur, ég veit það ekki,“ sagði hann. Í lok ávarpsins sagði hann svo að bóluefni gegn veirunni kæmi innan skamms, þrátt fyrir að Bandaríska sóttvarnastofnunin hafi sagt að ekki sé búist við því að bóluefni verði aðgengilegt víða fyrr en um mitt næsta ár. watch on YouTube
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Sjá meira