Björgunarhringnum kastað Árni Steinn Viggósson skrifar 6. október 2020 08:02 Ég er einn af fjölmörgum Íslendingum sem rekur lítinn veitingastað og leita nú allra leiða til að halda staðnum í rekstri og borga starfsfólki mínu laun. Þegar allt lokaði í vor aðlagaði ég reksturinn að aðstæðunum eftir fremsta megni, eins og fleiri í geiranum. Þannig fór ég m.a. að bjóða upp á heimsendingu og gekk hún vel framan af. Á litla veitingastaðnum mínum sel ég bæði mat og drykk. Þeir sem mæta á staðinn mega, eðli málsins samkvæmt, kaupa allan matinn og alla drykkina sem ég hef upp á bjóða. Þeir sem panta heimsendingu á netinu mega hins vegar bara panta mat og takmarkaðan hluta drykkjanna. Þannig má ég, lögum samkvæmt, ekki leyfa viðskiptavinum mínum að panta sér vel valinn bjór eða vín með matnum sem þeir panta á netinu. Næstu vikur mun aðsókn á staðinn minn fyrirsjáanlega minnka gríðarlega. Þess vegna þarf ég að reiða mig á netpantanir og heimsendingu, ef ég ætla yfir höfuð að halda áfram rekstri og hafa fólk í vinnu. Eins og algengt er í þessum rekstri stendur sala á bjór og léttvíni, sem fólk neytir í hófi með matnum, undir meira en fimmtungi tekna staðarins. Það er því gríðarlegt högg að á sama tíma og meirihluti gesta á staðnum hverfur, sé mér bannað að selja vörur sem standa alla jafna undir stórum hluta teknanna á netinu ásamt matnum. Með því að breyta reglunum hvað þetta varðar mætti líklega bjarga fjölmörgum stöðum eins og mínum, og starfsfólki þeirra, í gegnum stærstu öldurnar. Nýlega kastaði dómsmálaráðherra út kærkomnum björgunarhring til veitingageirans þegar hún lagði til jafnræði í netverslun með áfengi. Með því að heimila íslenska netverslun, eins og lagt er til, gæti velta margra staða aukist nægilega til að þeir geti að minnsta kosti haldið baráttunni áfram næstu mánuði og haldið fólki í vinnu. Veitingarekstur gerir fáa að milljónamæringum. Hins vegar dregur geirinn að sér skapandi fólk úr öllum áttum, auðgar menningu landsins, veitir fólki gleði og býr til ótal störf. Þegar ég opnaði staðinn minn fyrir tæpu ári síðan var mér efst í huga að skapa eitthvað nýtt og þjóna fólki sem átti ekki úr mörgum stöðum við sitt hæfi að velja. Ég vona að ég geti haldið því áfram. Ég vona því að þingmenn og almenningur taki tillögunum fagnandi. Þannig getum við gripið björgunarhringinn og haldið áfram að gera það sem við elskum. Það er nefnilega ekki bara minn staður og mitt starfsfólk undir, heldur allur veitingageirinn. Höfundur rekur lítinn veitingastað í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er einn af fjölmörgum Íslendingum sem rekur lítinn veitingastað og leita nú allra leiða til að halda staðnum í rekstri og borga starfsfólki mínu laun. Þegar allt lokaði í vor aðlagaði ég reksturinn að aðstæðunum eftir fremsta megni, eins og fleiri í geiranum. Þannig fór ég m.a. að bjóða upp á heimsendingu og gekk hún vel framan af. Á litla veitingastaðnum mínum sel ég bæði mat og drykk. Þeir sem mæta á staðinn mega, eðli málsins samkvæmt, kaupa allan matinn og alla drykkina sem ég hef upp á bjóða. Þeir sem panta heimsendingu á netinu mega hins vegar bara panta mat og takmarkaðan hluta drykkjanna. Þannig má ég, lögum samkvæmt, ekki leyfa viðskiptavinum mínum að panta sér vel valinn bjór eða vín með matnum sem þeir panta á netinu. Næstu vikur mun aðsókn á staðinn minn fyrirsjáanlega minnka gríðarlega. Þess vegna þarf ég að reiða mig á netpantanir og heimsendingu, ef ég ætla yfir höfuð að halda áfram rekstri og hafa fólk í vinnu. Eins og algengt er í þessum rekstri stendur sala á bjór og léttvíni, sem fólk neytir í hófi með matnum, undir meira en fimmtungi tekna staðarins. Það er því gríðarlegt högg að á sama tíma og meirihluti gesta á staðnum hverfur, sé mér bannað að selja vörur sem standa alla jafna undir stórum hluta teknanna á netinu ásamt matnum. Með því að breyta reglunum hvað þetta varðar mætti líklega bjarga fjölmörgum stöðum eins og mínum, og starfsfólki þeirra, í gegnum stærstu öldurnar. Nýlega kastaði dómsmálaráðherra út kærkomnum björgunarhring til veitingageirans þegar hún lagði til jafnræði í netverslun með áfengi. Með því að heimila íslenska netverslun, eins og lagt er til, gæti velta margra staða aukist nægilega til að þeir geti að minnsta kosti haldið baráttunni áfram næstu mánuði og haldið fólki í vinnu. Veitingarekstur gerir fáa að milljónamæringum. Hins vegar dregur geirinn að sér skapandi fólk úr öllum áttum, auðgar menningu landsins, veitir fólki gleði og býr til ótal störf. Þegar ég opnaði staðinn minn fyrir tæpu ári síðan var mér efst í huga að skapa eitthvað nýtt og þjóna fólki sem átti ekki úr mörgum stöðum við sitt hæfi að velja. Ég vona að ég geti haldið því áfram. Ég vona því að þingmenn og almenningur taki tillögunum fagnandi. Þannig getum við gripið björgunarhringinn og haldið áfram að gera það sem við elskum. Það er nefnilega ekki bara minn staður og mitt starfsfólk undir, heldur allur veitingageirinn. Höfundur rekur lítinn veitingastað í Reykjavík.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar