Stoke-framherjinn til Evrópumeistaranna frá silfurliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2020 17:01 Eric Maxim Choupo-Moting hefur skrifað undir eins árs samning við Bayern München. GETTY/DAVID RAMOS Eric Maxim Choupo-Moting er genginn í raðir Bayern München á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain. #ServusChoupo Eric Maxim Choupo-Moting joins #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/oV5mi1k3j4— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Mikla athygli vakti þegar Choupo-Moting fór til PSG frá Stoke City fyrir tveimur árum. Hann var í liði Stoke sem féll úr ensku úrvalsdeildinni eins og menn á borð við Xherdan Shaqiri og Kurt Zouma sem leika í dag með Liverpool og Chelsea. Choupo-Moting skoraði níu mörk í 51 leik fyrir PSG. Það eftirminnilegasta kom gegn Atalanta í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í ágúst. Choupo-Moting kom inn á sem varamaður þegar PSG tapaði fyrir Bayern München, 0-1, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er hann farinn til Evrópumeistaranna þar sem honum verður væntanlega ætlað að vera varamaður fyrir Robert Lewandowski. Choupo-Moting er fæddur í Þýskalandi og lék áður með Hamburg, Nürnberg, Mainz og Schalke þar í landi. Hann lék fyrir yngri landslið Þýskalands en valdi svo að spila fyrir hönd Kamerún, heimalands föður síns. Choupo-Moting hefur skorað fimmtán mörk í 55 landsleikjum fyrir Kamerún. Bayern hefur einnig fengið brasilíska kantmanninn Douglas Costa á láni frá Juventus. Hann þekkir vel til Bayern en hann lék með liðinu á árunum 2015-18. Welcome back, @douglascosta Douglas Costa joins #FCBayern on loan #ServusDouglas pic.twitter.com/L2Im8EOPZK— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Þá keypti Bayern Bouna Sarr frá Marseille. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Bayern. Sarr er 28 ára hægri bakvörður sem lék með Marseille í fimm ár. #ServusBouna Bouna Sarr joins #FCBayern from Olympique Marseille #MiaSanMia pic.twitter.com/4hNrEJVi6j— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Sjá meira
Eric Maxim Choupo-Moting er genginn í raðir Bayern München á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain. #ServusChoupo Eric Maxim Choupo-Moting joins #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/oV5mi1k3j4— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Mikla athygli vakti þegar Choupo-Moting fór til PSG frá Stoke City fyrir tveimur árum. Hann var í liði Stoke sem féll úr ensku úrvalsdeildinni eins og menn á borð við Xherdan Shaqiri og Kurt Zouma sem leika í dag með Liverpool og Chelsea. Choupo-Moting skoraði níu mörk í 51 leik fyrir PSG. Það eftirminnilegasta kom gegn Atalanta í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í ágúst. Choupo-Moting kom inn á sem varamaður þegar PSG tapaði fyrir Bayern München, 0-1, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er hann farinn til Evrópumeistaranna þar sem honum verður væntanlega ætlað að vera varamaður fyrir Robert Lewandowski. Choupo-Moting er fæddur í Þýskalandi og lék áður með Hamburg, Nürnberg, Mainz og Schalke þar í landi. Hann lék fyrir yngri landslið Þýskalands en valdi svo að spila fyrir hönd Kamerún, heimalands föður síns. Choupo-Moting hefur skorað fimmtán mörk í 55 landsleikjum fyrir Kamerún. Bayern hefur einnig fengið brasilíska kantmanninn Douglas Costa á láni frá Juventus. Hann þekkir vel til Bayern en hann lék með liðinu á árunum 2015-18. Welcome back, @douglascosta Douglas Costa joins #FCBayern on loan #ServusDouglas pic.twitter.com/L2Im8EOPZK— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Þá keypti Bayern Bouna Sarr frá Marseille. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Bayern. Sarr er 28 ára hægri bakvörður sem lék með Marseille í fimm ár. #ServusBouna Bouna Sarr joins #FCBayern from Olympique Marseille #MiaSanMia pic.twitter.com/4hNrEJVi6j— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020
Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Sjá meira