Stoke-framherjinn til Evrópumeistaranna frá silfurliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2020 17:01 Eric Maxim Choupo-Moting hefur skrifað undir eins árs samning við Bayern München. GETTY/DAVID RAMOS Eric Maxim Choupo-Moting er genginn í raðir Bayern München á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain. #ServusChoupo Eric Maxim Choupo-Moting joins #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/oV5mi1k3j4— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Mikla athygli vakti þegar Choupo-Moting fór til PSG frá Stoke City fyrir tveimur árum. Hann var í liði Stoke sem féll úr ensku úrvalsdeildinni eins og menn á borð við Xherdan Shaqiri og Kurt Zouma sem leika í dag með Liverpool og Chelsea. Choupo-Moting skoraði níu mörk í 51 leik fyrir PSG. Það eftirminnilegasta kom gegn Atalanta í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í ágúst. Choupo-Moting kom inn á sem varamaður þegar PSG tapaði fyrir Bayern München, 0-1, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er hann farinn til Evrópumeistaranna þar sem honum verður væntanlega ætlað að vera varamaður fyrir Robert Lewandowski. Choupo-Moting er fæddur í Þýskalandi og lék áður með Hamburg, Nürnberg, Mainz og Schalke þar í landi. Hann lék fyrir yngri landslið Þýskalands en valdi svo að spila fyrir hönd Kamerún, heimalands föður síns. Choupo-Moting hefur skorað fimmtán mörk í 55 landsleikjum fyrir Kamerún. Bayern hefur einnig fengið brasilíska kantmanninn Douglas Costa á láni frá Juventus. Hann þekkir vel til Bayern en hann lék með liðinu á árunum 2015-18. Welcome back, @douglascosta Douglas Costa joins #FCBayern on loan #ServusDouglas pic.twitter.com/L2Im8EOPZK— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Þá keypti Bayern Bouna Sarr frá Marseille. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Bayern. Sarr er 28 ára hægri bakvörður sem lék með Marseille í fimm ár. #ServusBouna Bouna Sarr joins #FCBayern from Olympique Marseille #MiaSanMia pic.twitter.com/4hNrEJVi6j— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira
Eric Maxim Choupo-Moting er genginn í raðir Bayern München á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain. #ServusChoupo Eric Maxim Choupo-Moting joins #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/oV5mi1k3j4— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Mikla athygli vakti þegar Choupo-Moting fór til PSG frá Stoke City fyrir tveimur árum. Hann var í liði Stoke sem féll úr ensku úrvalsdeildinni eins og menn á borð við Xherdan Shaqiri og Kurt Zouma sem leika í dag með Liverpool og Chelsea. Choupo-Moting skoraði níu mörk í 51 leik fyrir PSG. Það eftirminnilegasta kom gegn Atalanta í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í ágúst. Choupo-Moting kom inn á sem varamaður þegar PSG tapaði fyrir Bayern München, 0-1, í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Nú er hann farinn til Evrópumeistaranna þar sem honum verður væntanlega ætlað að vera varamaður fyrir Robert Lewandowski. Choupo-Moting er fæddur í Þýskalandi og lék áður með Hamburg, Nürnberg, Mainz og Schalke þar í landi. Hann lék fyrir yngri landslið Þýskalands en valdi svo að spila fyrir hönd Kamerún, heimalands föður síns. Choupo-Moting hefur skorað fimmtán mörk í 55 landsleikjum fyrir Kamerún. Bayern hefur einnig fengið brasilíska kantmanninn Douglas Costa á láni frá Juventus. Hann þekkir vel til Bayern en hann lék með liðinu á árunum 2015-18. Welcome back, @douglascosta Douglas Costa joins #FCBayern on loan #ServusDouglas pic.twitter.com/L2Im8EOPZK— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020 Þá keypti Bayern Bouna Sarr frá Marseille. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Bayern. Sarr er 28 ára hægri bakvörður sem lék með Marseille í fimm ár. #ServusBouna Bouna Sarr joins #FCBayern from Olympique Marseille #MiaSanMia pic.twitter.com/4hNrEJVi6j— FC Bayern English (@FCBayernEN) October 5, 2020
Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira