Kvennakórinn Katla: „Við héldum tónleika rétt áður en lífið breyttist“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 5. október 2020 20:14 Kvennakórinn Katla birtir nýtt myndband sem tekið var upp á síðustu tónleikum þeirra í febrúar. Leifur Wilberg „Við héldum tónleika rétt áður en lífið breyttist. Yfirskrift tónleikanna var Ástir og uppgjör þar sem flutt var tónlist sem útsett er af konum, samin er af konum eða fjallar um konur.“ Þetta segir Linda Fanney Valgeirsdóttir meðlimur í Kvennakórnum Kötlu í samtali við Vísi. Kvennakórinn Kötlu skipa rúmlega 80 konur af höfuðborgarsvæðinu sem eru á aldrinum 25 til 45 ára. Kórstjórarnir eru þær Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir og hefur kórinn verið starfræktur síðan árið 2012. Covid hefur auðvitað haft mikil áhrif á starfsemina okkar og erum við alltaf að leita nýrra leiða til að geta haldið áfram. Sem dæmi þá höfum við verið með fjaræfingar og heimaæfingar. Þetta er svo stór hluti af lífinu okkar sem við viljum ekki vera án. Linda segir að þrátt fyrir ástandið í samfélaginu stefni kórinn þó á sína árlegu jólatónleika en þeir munu vera með breyttu sniði þetta árið. Kvennakórinn Katla leggur mikið upp úr líflegri sviðsframkomu á tónleikum sínum. Leifur Wilberg „Þetta kemur allt í ljós hvernig þetta þróast en við stefnum á jólatónleikana sama hvaða leið verður farin,“ segir Linda Fanney. Í dag birti kórinn afar skemmtilegt myndband sem tekið var upp á tónleikunum sem kórinn hélt í febrúar síðastliðnum. Greinilegt er að öllu var til tjaldað og mikið lagt í sviðsframkomuna sem var mjög lífleg og krafmikil. „Lagið sem við fluttum heitir Water Fountain og er eftir bandaríska tónlistarhópinn tUnE-yArDs og í útsetningu tónlistarkonunnar Maríu Magnúsardóttur (MIMRA) sem sjálf er meðlimur í kórnum,“ segir Linda Fanney að lokum. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið. Tónlist Kórar Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Sjá meira
„Við héldum tónleika rétt áður en lífið breyttist. Yfirskrift tónleikanna var Ástir og uppgjör þar sem flutt var tónlist sem útsett er af konum, samin er af konum eða fjallar um konur.“ Þetta segir Linda Fanney Valgeirsdóttir meðlimur í Kvennakórnum Kötlu í samtali við Vísi. Kvennakórinn Kötlu skipa rúmlega 80 konur af höfuðborgarsvæðinu sem eru á aldrinum 25 til 45 ára. Kórstjórarnir eru þær Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir og hefur kórinn verið starfræktur síðan árið 2012. Covid hefur auðvitað haft mikil áhrif á starfsemina okkar og erum við alltaf að leita nýrra leiða til að geta haldið áfram. Sem dæmi þá höfum við verið með fjaræfingar og heimaæfingar. Þetta er svo stór hluti af lífinu okkar sem við viljum ekki vera án. Linda segir að þrátt fyrir ástandið í samfélaginu stefni kórinn þó á sína árlegu jólatónleika en þeir munu vera með breyttu sniði þetta árið. Kvennakórinn Katla leggur mikið upp úr líflegri sviðsframkomu á tónleikum sínum. Leifur Wilberg „Þetta kemur allt í ljós hvernig þetta þróast en við stefnum á jólatónleikana sama hvaða leið verður farin,“ segir Linda Fanney. Í dag birti kórinn afar skemmtilegt myndband sem tekið var upp á tónleikunum sem kórinn hélt í febrúar síðastliðnum. Greinilegt er að öllu var til tjaldað og mikið lagt í sviðsframkomuna sem var mjög lífleg og krafmikil. „Lagið sem við fluttum heitir Water Fountain og er eftir bandaríska tónlistarhópinn tUnE-yArDs og í útsetningu tónlistarkonunnar Maríu Magnúsardóttur (MIMRA) sem sjálf er meðlimur í kórnum,“ segir Linda Fanney að lokum. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið.
Tónlist Kórar Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Fleiri fréttir Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Sjá meira