Grunnskólakennarar upplifa varnarleysi andspænis veirunni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. október 2020 12:34 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir. Kennarasamband Íslands Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir skólastjórnendur þurfa að rísa undir ábyrgð sinni til að unt verði að veita kennurum sjálfsagða öryggistilfinningu í störfum sínum. Þorgerður segir grunnskólakennara vera uggandi yfir stöðinni. Þeir hafi þegar sýnt og sannað að þeir séu reiðubúnir að leggja hönd á plóg í erfiðum aðstæðum en að stjórnvöld verði líka að hlusta á raddir þeirra. „Kennarar eru svolítið uggandi yfir því að það skuli ekki verið farin sú leið sem farin var síðastliðinn vetur; að skólarnir verði ekki hólfaðir betur og að samskipti fullorðinna verði ekki takmörkuð eins og hægt er og þá á það ekkert bara við um utanaðkomandi aðila inni í skólunum eins og foreldra og aðra stoðþjónustu heldur líka kennarana sjálfa.“ Of mikið frjálsræði í sóttvörnum sé þvert á markmið um óskert skólastarf Þá hafi umræða farið fram á meðal kennara um hertari sóttvarnaráðstafanir einmitt til þess að tryggja skólastarf því frjálsræði í þeim efnum hafi einmitt leitt til þess að hundruð hafi þurft að fara í sóttkví, oft í tengslum við örfáa einstaklinga. Auknar sóttvarnaráðstafanir og aukin hólfaskipting væri betur til þess fallin að tryggja skólastarf. Hafa verið samningslaus í meira en fimmtán mánuði Kjarasamningar losnuðu 30. júní 2019 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara síðasta fimmtudag. Kennaraforystan hefur hingað til reynt að halda kjaradeilu og faraldrinum eins aðgreindu og mögulegt er og vilja gera það áfram en Þorgerður viðurkennir þó að það fari alls ekki vel saman að upplifa öryggisleysi í starfsumhverfi sínu og að vera samningslaus í senn. „Þetta eru fordæmalausir tímar og þess vegna hafa grunnskólakennarar lagt sig fram um að reyna að finna lausn á starfsaðstæðum sínum og því grundvallarverkefni sem er að hlúa að börnum þessa lands og að halda skólum opnum eins lengi og mikið og mögulegt er. Síðan er staðreyndin sú að grunnskólakennarar eru búnir að vera samningslausir í fimmtán mánuði. Þetta tvennt fer auðvitað ekkert vel saman.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Fjölmargir grunnskólakennarar urðu fyrir djúpum vonbrigðum með að sóttvarnayfirvöld skyldu boða, svo gott sem, óbreytt ástand í grunnskólum landsins þrátt fyrir mikla útbreiðslu kórónuveirunnar. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir skólastjórnendur þurfa að rísa undir ábyrgð sinni til að unt verði að veita kennurum sjálfsagða öryggistilfinningu í störfum sínum. Þorgerður segir grunnskólakennara vera uggandi yfir stöðinni. Þeir hafi þegar sýnt og sannað að þeir séu reiðubúnir að leggja hönd á plóg í erfiðum aðstæðum en að stjórnvöld verði líka að hlusta á raddir þeirra. „Kennarar eru svolítið uggandi yfir því að það skuli ekki verið farin sú leið sem farin var síðastliðinn vetur; að skólarnir verði ekki hólfaðir betur og að samskipti fullorðinna verði ekki takmörkuð eins og hægt er og þá á það ekkert bara við um utanaðkomandi aðila inni í skólunum eins og foreldra og aðra stoðþjónustu heldur líka kennarana sjálfa.“ Of mikið frjálsræði í sóttvörnum sé þvert á markmið um óskert skólastarf Þá hafi umræða farið fram á meðal kennara um hertari sóttvarnaráðstafanir einmitt til þess að tryggja skólastarf því frjálsræði í þeim efnum hafi einmitt leitt til þess að hundruð hafi þurft að fara í sóttkví, oft í tengslum við örfáa einstaklinga. Auknar sóttvarnaráðstafanir og aukin hólfaskipting væri betur til þess fallin að tryggja skólastarf. Hafa verið samningslaus í meira en fimmtán mánuði Kjarasamningar losnuðu 30. júní 2019 og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara síðasta fimmtudag. Kennaraforystan hefur hingað til reynt að halda kjaradeilu og faraldrinum eins aðgreindu og mögulegt er og vilja gera það áfram en Þorgerður viðurkennir þó að það fari alls ekki vel saman að upplifa öryggisleysi í starfsumhverfi sínu og að vera samningslaus í senn. „Þetta eru fordæmalausir tímar og þess vegna hafa grunnskólakennarar lagt sig fram um að reyna að finna lausn á starfsaðstæðum sínum og því grundvallarverkefni sem er að hlúa að börnum þessa lands og að halda skólum opnum eins lengi og mikið og mögulegt er. Síðan er staðreyndin sú að grunnskólakennarar eru búnir að vera samningslausir í fimmtán mánuði. Þetta tvennt fer auðvitað ekkert vel saman.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira