Leigubílsstjórar í útrýmingarhættu Jakob Bjarnar skrifar 5. október 2020 12:00 Einar er formaður Fylkis, félags leigubílsstjóra á Suðurnesjum. Hann segir að taug leigubílsstjóra sé almennt þanin og nú er svo komið að stéttin sé í verulegri kreppu. „Menn eru ekkert að ná endum saman. Ástandið er skelfilegt. Leigubílsstjórar eru upp til hópa, að 95 prósentum, vandaðir og faglegir. En það eru auðvitað fávitar þar innan um eins og í öllum atvinnugreinum,“ segir Einar Hafsteinn Árnason formaður Fylkis, sem er félag leigubílsstjóra á Suðurnesjum. Vísir greindi frá því nú um helgina að lögreglan hafi veitt nokkrum leigubílsstjórum tiltal og fjórir voru kærðir fyrir mjög gróf brot. Þeir höfðu sýnt af sér dólgslega hegðun og í eftirlitsmyndavélum má sjá þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. Einn leigubílsstjóri var sagður hafa hrópað ókvæðisorðum að gangandi vegfaranda, sagði honum að „drulla sér í burtu“ og það af göngugötu. Taug leigubílsstjóra þanin Á landinu öllu eru um 580 leigubílsstjórar. Stærsta félagið er Frami sem starfar á höfuðborgarsvæðinu, þar eru um 300 félagar að sögn Einars. Þar svaraði enginn á skrifstofunni í gær þegar Vísir reyndi að ná sambandi við forsvarsmenn Frama til að inna þá eftir þessum nýlegu tíðindum af dólgslegri framgöngu leigubílsstjóra. Í félagi Einars eru hins vegar um 40, sem starfa suður með sjó og í tengslum við flugstöðina. Hann segist því ekki geta tjáð sig beint um þessi tilteknu atvik en hitt sé víst að taugin er þanin til hins ítrasta hjá leigubílsstjórum almennt. „Við bílstjórarnir erum milli kerfa, megnið fær ekki atvinnuleysisbætur. Ég hef verið atvinnulaus í sex mánuði frá því þetta byrjaði. Ég fæ ekki bætur,“ segir Einar en hann hefur ítrekað reynt að fá fund með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að inna hann eftir því hvernig efnhagsþrengingarnar standi gagnvart stéttinni. Allir skráðir leigubílsstjórar þurfa að greiða skatt af 460 þúsund krónum á mánuði burtséð frá innkomu til að halda leyfinu. Og eins og sakir standa eru tekjurnar rýrar í roðinu, víða engar. 12 þúsund krónur telst góður dagur „Menn eru að reyna að ná því litla sem er,“ segir Einar um þetta tiltekna atvik sem greint var frá um helgina. „Þetta eru menn með miklar skuldbindingar og það er ekkert að gera.“ Einar er ekki að reyna að afsaka framgöngu téðra leigubílsstjóra heldur aðeins skýra hvað býr að baki. „Menn eru að reyna að lifa af. Það er ekkert slegið af þegar skuldbindingarnar eru annars vegar. Þú þarft að borga af þínu. Við fáum ekki ríkisstyrki eins og sumir. Ég er að heyra að menn séu að hafa kannski 10 til 12 þúsund krónur eftir daginn. Og það telst góður dagur,“ segir Einar. Þetta dugar engan veginn fyrir þeim gjöldum sem leigubílsstjórar þurfa að standa skil á. Deyjandi stétt og menn örvæntingafullir „Það er líka oft blásið upp ef leigubílsstjórum verður á í messunni. En menn eru orðnir örvæntingarfullir. Sú er helsta ástæðan fyrir því að menn eru að reyna að ná því sem hægt er að ná.“ Einar segir að sótt sé að stéttinni, sem hann telur augljóslega að sé í útrýmingarhættu, úr öllum áttum. „Skutlararnir eru til dæmis enn mjög öflugir. Þeir eru að hirða haug, seljandi brennivín og dóp útum allt. Svo við tölum bara íslensku. Já, stéttin er að deyja út sem ég tel ekki gott. Þetta er öruggasti ferðamáti sem hugsast getur. Leigubílsstjórar þurfa að sæta ströngum skilyrðum og vera með hreint sakavottorð ef þeir eiga að fá að starfa.“ Samgöngur Lögreglumál Leigubílar Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
„Menn eru ekkert að ná endum saman. Ástandið er skelfilegt. Leigubílsstjórar eru upp til hópa, að 95 prósentum, vandaðir og faglegir. En það eru auðvitað fávitar þar innan um eins og í öllum atvinnugreinum,“ segir Einar Hafsteinn Árnason formaður Fylkis, sem er félag leigubílsstjóra á Suðurnesjum. Vísir greindi frá því nú um helgina að lögreglan hafi veitt nokkrum leigubílsstjórum tiltal og fjórir voru kærðir fyrir mjög gróf brot. Þeir höfðu sýnt af sér dólgslega hegðun og í eftirlitsmyndavélum má sjá þá aka ítrekað eftir gangstéttum og göngugötum og þeir hafi sömuleiðis stöðvað á gatnamótum og truflað umferð. Einn leigubílsstjóri var sagður hafa hrópað ókvæðisorðum að gangandi vegfaranda, sagði honum að „drulla sér í burtu“ og það af göngugötu. Taug leigubílsstjóra þanin Á landinu öllu eru um 580 leigubílsstjórar. Stærsta félagið er Frami sem starfar á höfuðborgarsvæðinu, þar eru um 300 félagar að sögn Einars. Þar svaraði enginn á skrifstofunni í gær þegar Vísir reyndi að ná sambandi við forsvarsmenn Frama til að inna þá eftir þessum nýlegu tíðindum af dólgslegri framgöngu leigubílsstjóra. Í félagi Einars eru hins vegar um 40, sem starfa suður með sjó og í tengslum við flugstöðina. Hann segist því ekki geta tjáð sig beint um þessi tilteknu atvik en hitt sé víst að taugin er þanin til hins ítrasta hjá leigubílsstjórum almennt. „Við bílstjórarnir erum milli kerfa, megnið fær ekki atvinnuleysisbætur. Ég hef verið atvinnulaus í sex mánuði frá því þetta byrjaði. Ég fæ ekki bætur,“ segir Einar en hann hefur ítrekað reynt að fá fund með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að inna hann eftir því hvernig efnhagsþrengingarnar standi gagnvart stéttinni. Allir skráðir leigubílsstjórar þurfa að greiða skatt af 460 þúsund krónum á mánuði burtséð frá innkomu til að halda leyfinu. Og eins og sakir standa eru tekjurnar rýrar í roðinu, víða engar. 12 þúsund krónur telst góður dagur „Menn eru að reyna að ná því litla sem er,“ segir Einar um þetta tiltekna atvik sem greint var frá um helgina. „Þetta eru menn með miklar skuldbindingar og það er ekkert að gera.“ Einar er ekki að reyna að afsaka framgöngu téðra leigubílsstjóra heldur aðeins skýra hvað býr að baki. „Menn eru að reyna að lifa af. Það er ekkert slegið af þegar skuldbindingarnar eru annars vegar. Þú þarft að borga af þínu. Við fáum ekki ríkisstyrki eins og sumir. Ég er að heyra að menn séu að hafa kannski 10 til 12 þúsund krónur eftir daginn. Og það telst góður dagur,“ segir Einar. Þetta dugar engan veginn fyrir þeim gjöldum sem leigubílsstjórar þurfa að standa skil á. Deyjandi stétt og menn örvæntingafullir „Það er líka oft blásið upp ef leigubílsstjórum verður á í messunni. En menn eru orðnir örvæntingarfullir. Sú er helsta ástæðan fyrir því að menn eru að reyna að ná því sem hægt er að ná.“ Einar segir að sótt sé að stéttinni, sem hann telur augljóslega að sé í útrýmingarhættu, úr öllum áttum. „Skutlararnir eru til dæmis enn mjög öflugir. Þeir eru að hirða haug, seljandi brennivín og dóp útum allt. Svo við tölum bara íslensku. Já, stéttin er að deyja út sem ég tel ekki gott. Þetta er öruggasti ferðamáti sem hugsast getur. Leigubílsstjórar þurfa að sæta ströngum skilyrðum og vera með hreint sakavottorð ef þeir eiga að fá að starfa.“
Samgöngur Lögreglumál Leigubílar Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent