Frjálsíþróttasamband Íslands breytir um ásýnd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 14:30 Nýtt merki og útlit Frjálsíþróttasambands Íslands. Frjálsíþróttasamband Íslands Frjálsíþróttasamband Íslands hefur skipt út merki sínu en sambandið kynnti nýtt merki og nýja ásýnd á samfélagsmiðlum sínum í dag. Markmið breytinganna hjá FRÍ er að sameina allar frjálsíþróttagreinar undir nýju merki. Köst, stökk og hlaup. Bæði á braut og utan brautar. Hönnuðir nýja merkisins eru þeir Anton Jónas Illugason og Símon Viðarsson. Frjálsíþróttasamband Íslands birti kynningarefni með nýja útlitinu í dag en hönnuðirnir nota íslensku fánalitanna og hlaupabrautina sem grunn að nýja útlitinu. „Mikilvægt að hafa þor til að láta sig dreyma,“ er haft eftir Völu Floadóttur í kynningunni en á dögunum voru liðin tuttugu ár síðan hún vann brons á Ólympíuleikunum í Sydney. Í myndbandinu má sjá mesta afreksfólk Íslands í frjálsum íþróttum í gegnum tíðina eins og Vilhjálm Einarsson, Hrein Halldórsson, Völu Flosadóttur, Jón Arnar Ingvarsson, Kára Stein Karlsson, Anítu Hinriksdóttur, Hilmar Örn Jónsson, Ásdísi Hjálmsdóttur og Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur. Svipmyndirnar af afreksfólkinu enda á Guðbjörg Jóna Bjarnadóttur að fagna frábæru afreki og í raun mynda óbeint nýja merki Frjálsíþróttasamband Íslands. Það væri auðvitað hægt að lesa það að hún sé fyrirmyndin að merkinu en merkið sýnir væntanlega afreksíþróttamann í frjálsum fagna góðu afreki. Merkið er sett saman úr þremur litum sem eru fánablár, hvítur og tartanrauður. Allt letur og efni frá sambandinu kemur nú úr þessu sama móti. Frjálsíþróttasamband Íslands var stofnað 16. ágúst 1947 og hélt því upp á 73 ára afmælið sitt í haust. Það má sjá kynningarmyndband Frjálsíþróttasamband Íslands hér fyrir neðan. watch on YouTube Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur skipt út merki sínu en sambandið kynnti nýtt merki og nýja ásýnd á samfélagsmiðlum sínum í dag. Markmið breytinganna hjá FRÍ er að sameina allar frjálsíþróttagreinar undir nýju merki. Köst, stökk og hlaup. Bæði á braut og utan brautar. Hönnuðir nýja merkisins eru þeir Anton Jónas Illugason og Símon Viðarsson. Frjálsíþróttasamband Íslands birti kynningarefni með nýja útlitinu í dag en hönnuðirnir nota íslensku fánalitanna og hlaupabrautina sem grunn að nýja útlitinu. „Mikilvægt að hafa þor til að láta sig dreyma,“ er haft eftir Völu Floadóttur í kynningunni en á dögunum voru liðin tuttugu ár síðan hún vann brons á Ólympíuleikunum í Sydney. Í myndbandinu má sjá mesta afreksfólk Íslands í frjálsum íþróttum í gegnum tíðina eins og Vilhjálm Einarsson, Hrein Halldórsson, Völu Flosadóttur, Jón Arnar Ingvarsson, Kára Stein Karlsson, Anítu Hinriksdóttur, Hilmar Örn Jónsson, Ásdísi Hjálmsdóttur og Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur. Svipmyndirnar af afreksfólkinu enda á Guðbjörg Jóna Bjarnadóttur að fagna frábæru afreki og í raun mynda óbeint nýja merki Frjálsíþróttasamband Íslands. Það væri auðvitað hægt að lesa það að hún sé fyrirmyndin að merkinu en merkið sýnir væntanlega afreksíþróttamann í frjálsum fagna góðu afreki. Merkið er sett saman úr þremur litum sem eru fánablár, hvítur og tartanrauður. Allt letur og efni frá sambandinu kemur nú úr þessu sama móti. Frjálsíþróttasamband Íslands var stofnað 16. ágúst 1947 og hélt því upp á 73 ára afmælið sitt í haust. Það má sjá kynningarmyndband Frjálsíþróttasamband Íslands hér fyrir neðan. watch on YouTube
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Sjá meira