Reyndi að kasta stuðaranum sínum í andstæðing í miðri keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 09:31 Luca Corberi fór langt með að eyðileggja feril sinn með framkomu sinni um helgina. Skjámynd/Youtube Ítalski ökugarpurinn Luca Corberi er væntanlega á leiðinni í mjög langt bann eftir hneykslanlega framkomu sína í kappakstri á Ítalíu í gær. Luca Corberi var að keppa í FIA KZ heimsmeistaramótinu í körtuakstri en hafði þurft að hætta keppni eftir að hafa lent í árekstri við annan ökumann. Incredible scenes as Luca Corberi throws his bumper at a competitor during the FIA Karting World Championship! Should be a banned for life.https://t.co/CaTRsw4KXy— SPORTbible (@sportbible) October 4, 2020 Corberi þótti greinilega á sér brotið en sá sem keyrði utan í hann gat haldið áfram keppni á meðan hann sjálfur var úr leik. Corberi var alveg brjálaður og hugsaði greinilega ekki skýrt. Því miður komst enginn að honum nægilega snemma til að fá hann til að hætta við fíflaskap sinn. Corberi skapaði nefnilega stórhættu með því að reyna að kasta stuðaranum á ökukerru sinni í annan keppenda um leið og sá hinn sami keyrði framhjá honum. Corberi beið þolinmóður með stuðarann sinn í hendi þar til að umræddur ökumaður keyrði framhjá honum. Hann kastaði þá stuðaranum inn á brautina en margir bílar voru þá að keyra framhjá á sama tíma. Ítalinn skapaði með þessu stórhættu. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Karting driver Luca Corberi got mad at a race and then this happened. Should be a ban for life. pic.twitter.com/ofVoSif6fJ— F1 Feeder Series (@F1FeederSeries1) October 4, 2020 Luca Corberi var ekki hættur því hann réðst síðan á sama ökumann eftir keppnina og úr urðu talsverð slagsmál á þjónustu- og viðgerðarsvæðinu við kappakstursbrautina. Luca Corberi er 23 ára gamall en það er erfitt að sjá hann eiga einhverja framtíð í kappakstri eftir þessa framgöngu sína. Hann er væntanlega á leiðinni í mjög langt bann og mögulega ævilangt bann. Hér fyrir neðan má sjá slagsmálin. Karter Luca Corberi continues to vent his anger after the kart race. Somebody arrest this guy. (via @EstagiariodaF1) pic.twitter.com/R9Kuk2VI4G— F1 Feeder Series (@F1FeederSeries1) October 4, 2020 Akstursíþróttir Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sjá meira
Ítalski ökugarpurinn Luca Corberi er væntanlega á leiðinni í mjög langt bann eftir hneykslanlega framkomu sína í kappakstri á Ítalíu í gær. Luca Corberi var að keppa í FIA KZ heimsmeistaramótinu í körtuakstri en hafði þurft að hætta keppni eftir að hafa lent í árekstri við annan ökumann. Incredible scenes as Luca Corberi throws his bumper at a competitor during the FIA Karting World Championship! Should be a banned for life.https://t.co/CaTRsw4KXy— SPORTbible (@sportbible) October 4, 2020 Corberi þótti greinilega á sér brotið en sá sem keyrði utan í hann gat haldið áfram keppni á meðan hann sjálfur var úr leik. Corberi var alveg brjálaður og hugsaði greinilega ekki skýrt. Því miður komst enginn að honum nægilega snemma til að fá hann til að hætta við fíflaskap sinn. Corberi skapaði nefnilega stórhættu með því að reyna að kasta stuðaranum á ökukerru sinni í annan keppenda um leið og sá hinn sami keyrði framhjá honum. Corberi beið þolinmóður með stuðarann sinn í hendi þar til að umræddur ökumaður keyrði framhjá honum. Hann kastaði þá stuðaranum inn á brautina en margir bílar voru þá að keyra framhjá á sama tíma. Ítalinn skapaði með þessu stórhættu. Það má sjá þetta hér fyrir neðan. Karting driver Luca Corberi got mad at a race and then this happened. Should be a ban for life. pic.twitter.com/ofVoSif6fJ— F1 Feeder Series (@F1FeederSeries1) October 4, 2020 Luca Corberi var ekki hættur því hann réðst síðan á sama ökumann eftir keppnina og úr urðu talsverð slagsmál á þjónustu- og viðgerðarsvæðinu við kappakstursbrautina. Luca Corberi er 23 ára gamall en það er erfitt að sjá hann eiga einhverja framtíð í kappakstri eftir þessa framgöngu sína. Hann er væntanlega á leiðinni í mjög langt bann og mögulega ævilangt bann. Hér fyrir neðan má sjá slagsmálin. Karter Luca Corberi continues to vent his anger after the kart race. Somebody arrest this guy. (via @EstagiariodaF1) pic.twitter.com/R9Kuk2VI4G— F1 Feeder Series (@F1FeederSeries1) October 4, 2020
Akstursíþróttir Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína „Þetta gerist rosa hratt“ Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sjá meira