Heil umferð fór fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta í gær og það var nóg af mörkum í flestum leikjanna.
Valsmenn héldu áfram sínu striki og fóru illa með Gróttumenn á Hlíðarenda. Valsliðið vann leikinn 6-0 og er áfram með átta stiga forystu.
FH-ingar eru í öðru sætinu eftir 4-0 sigur á ÍA upp á Skaga þar sem Steven Lennon skoraði þrennu. Lennon er þar með kominn með sautján mörk í sumar og markametið er í hættu.
Stjörnumenn tryggðu sér sigur með marki rétt fyrir leikslok og KR-ingum tókst enn ekki að fagna sigri á móti HK.
Vínrauðir Blikar unnu Fylki 4-1 og eru þeir nú jafnir Stjörnumönnum að stigum í baráttu um sæti í Evrópukeppninni næsta sumar.
KA-menn gerðu síðan sitt tólfta jafntefli í Víkinni og jöfnuðu þar með metið yfir flest jafntefli á einu tímabili í efstu deild.
Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin úr leikjunum sex sem fóru fram í Pepsi Max deild karla í gær.