Ágúst Eðvald: Maður hlýtur að hafa gert eitthvað rétt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2020 16:46 Ágúst Eðvald hefur leikið sinn síðasta leik með Víking, í bili allavega. Vísir/Bára Ágúst Eðvald Hlynsson mætti í viðtal eftir 2-2 jafntefli Víkings og KA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Þetta var síðasti leikur Ágústs Eðvalds með Víkingum en hann er á leið til danska úrvalsdeildarfélagsins Horsens. Víkingar hafa nú – eins og hefur margoft komið fram – ekki unnið leik síðan 19. júlí. „Bara drullusvekktur, þetta er orðið helvíti þreytt ég verð að viðurkenna það en það eru fjórir leikir eftir og vonandi förum við að vinna einhverja leiki,“ sagði Ágúst Eðvald að leik loknum en reiknar hann með að spila með Víkingum í þessum fjórum leikjum? „Nei ég býst ekki við því ef ég er alveg hreinskilinn.“ „Kannski ekki alveg klappað og klárt en helvíti líklegt eins og staðan er í dag,“ sagði Ágúst Eðvald aðspurður hvort félagaskiptin væru frágengin. Kveðju-leikur hjá Ágústi Hlynssyni samkvæmt mínum upplýsingum, gengur til lið við Horsens á næstu dögum. Víkingur-KA 14:00#PepsiMaxDeildin pic.twitter.com/eRsnElIKmD— Gummi Ben (@GummiBen) October 4, 2020 „Ekki mér þannig en þetta hlýtur að setjast einhverstaðar á bakvið í hausnum. Að þegar þú færð alltaf á þig fyrsta markið í leiknum þá verður þetta sjálfkrafa mjög erfitt. Þurfa alltaf að gíra sig upp í að ná jöfnunarmarkinu og síðan eltast við sigurmarkið, þetta er búið að vera sagan okkar í sumar finnst mér,“ var svarið er hann var spurður hvort gengi Víkinga væri farið að setjast á sálina hjá mönnum. Ágúst Eðvald er annar leikmaðurinn sem Víkingar selja erlendis á skömmum tíma. Þeir hljóta því að hafa gert eitthvað rétt í sumar? „Greinilega, fyrst maður er á leiðinni út. Þá hlýtur maður að hafa gert eitthvað rétt í sumar en samt leiðinlegt. Markmiðin voru há fyrir tímabilið og leiðinlegt að hafa ekki náð að fylgja því alveg eftir.“ „Stöngin út sumar hjá okkur. Erum búnir að spila virkilega fínt í flestum leikjum en eins og ég segi, við erum alltaf að fá á okkur fyrsta markið og þá verður þetta ógeðslega erfitt,“ sagði Águst Eðvald Hlynsson, verðandi leikmaður Horsens í Danmörku, að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 2-2 KA | Jafnteflaóðir KA-menn slógu jafnteflametið KA getur jafnað jafnteflametið í efstu deild ef liðið gerir jafntefli við bikarmeistarana í Víkinni. Víkingar hafa ekki unnið í tólf leikjum í röð. 4. október 2020 15:51 Kveðjuleikur hjá Ágústi Eðvald í dag Ágúst Eðvald Hlynsson er á leiðinni til Horsens í Danmörku, ef marka má Guðmund Benediktsson, einn fremsta sparkspeking þjóðarinnar. 4. október 2020 14:00 Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Sjá meira
Ágúst Eðvald Hlynsson mætti í viðtal eftir 2-2 jafntefli Víkings og KA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Þetta var síðasti leikur Ágústs Eðvalds með Víkingum en hann er á leið til danska úrvalsdeildarfélagsins Horsens. Víkingar hafa nú – eins og hefur margoft komið fram – ekki unnið leik síðan 19. júlí. „Bara drullusvekktur, þetta er orðið helvíti þreytt ég verð að viðurkenna það en það eru fjórir leikir eftir og vonandi förum við að vinna einhverja leiki,“ sagði Ágúst Eðvald að leik loknum en reiknar hann með að spila með Víkingum í þessum fjórum leikjum? „Nei ég býst ekki við því ef ég er alveg hreinskilinn.“ „Kannski ekki alveg klappað og klárt en helvíti líklegt eins og staðan er í dag,“ sagði Ágúst Eðvald aðspurður hvort félagaskiptin væru frágengin. Kveðju-leikur hjá Ágústi Hlynssyni samkvæmt mínum upplýsingum, gengur til lið við Horsens á næstu dögum. Víkingur-KA 14:00#PepsiMaxDeildin pic.twitter.com/eRsnElIKmD— Gummi Ben (@GummiBen) October 4, 2020 „Ekki mér þannig en þetta hlýtur að setjast einhverstaðar á bakvið í hausnum. Að þegar þú færð alltaf á þig fyrsta markið í leiknum þá verður þetta sjálfkrafa mjög erfitt. Þurfa alltaf að gíra sig upp í að ná jöfnunarmarkinu og síðan eltast við sigurmarkið, þetta er búið að vera sagan okkar í sumar finnst mér,“ var svarið er hann var spurður hvort gengi Víkinga væri farið að setjast á sálina hjá mönnum. Ágúst Eðvald er annar leikmaðurinn sem Víkingar selja erlendis á skömmum tíma. Þeir hljóta því að hafa gert eitthvað rétt í sumar? „Greinilega, fyrst maður er á leiðinni út. Þá hlýtur maður að hafa gert eitthvað rétt í sumar en samt leiðinlegt. Markmiðin voru há fyrir tímabilið og leiðinlegt að hafa ekki náð að fylgja því alveg eftir.“ „Stöngin út sumar hjá okkur. Erum búnir að spila virkilega fínt í flestum leikjum en eins og ég segi, við erum alltaf að fá á okkur fyrsta markið og þá verður þetta ógeðslega erfitt,“ sagði Águst Eðvald Hlynsson, verðandi leikmaður Horsens í Danmörku, að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 2-2 KA | Jafnteflaóðir KA-menn slógu jafnteflametið KA getur jafnað jafnteflametið í efstu deild ef liðið gerir jafntefli við bikarmeistarana í Víkinni. Víkingar hafa ekki unnið í tólf leikjum í röð. 4. október 2020 15:51 Kveðjuleikur hjá Ágústi Eðvald í dag Ágúst Eðvald Hlynsson er á leiðinni til Horsens í Danmörku, ef marka má Guðmund Benediktsson, einn fremsta sparkspeking þjóðarinnar. 4. október 2020 14:00 Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Unnu Super Bowl á afmælisdaginn Sport Fleiri fréttir Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur 2-2 KA | Jafnteflaóðir KA-menn slógu jafnteflametið KA getur jafnað jafnteflametið í efstu deild ef liðið gerir jafntefli við bikarmeistarana í Víkinni. Víkingar hafa ekki unnið í tólf leikjum í röð. 4. október 2020 15:51
Kveðjuleikur hjá Ágústi Eðvald í dag Ágúst Eðvald Hlynsson er á leiðinni til Horsens í Danmörku, ef marka má Guðmund Benediktsson, einn fremsta sparkspeking þjóðarinnar. 4. október 2020 14:00