Kennarar uggandi yfir stöðunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2020 16:18 Vonir eru bundnar við að það takist að halda grunn- og leikskólastarfi að sem mestu leyti óbreyttu þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn. Vísir/Sigurjón Skólastarf í grunn- og leikskólum verður að mestu leyti óbreytt þrátt fyrir hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi á miðnætti. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir starfsfólk skólanna vera uggandi yfir stöðunni en meðvitað um að skólastarfið skipti börnin og foreldra gríðarlega miklu máli. Fjórtán starfsmenn í grunnskólum Reykjavíkurborgar og tuttugu og þrjú börn voru í vikunni smituð af kórónuveirunni. Þá voru þrjú leikskólabörn í borginni með veiruna og tveir starfsmenn. Hlutfall starfsmanna sem er smitaður er þó lítið þar sem um fimm þúsund manns starfa í grunn- og leikskólum borgarinnar. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir einn leikskóla, Seljaborg, verða lokaðann á morgun. Þar eru börn og starfsfólk í sóttkví eftir að starfsmaður smitaðist af kórónuveirunni. Þá verður ekki kennsla á miðstigi við Norðlingaskóla og Borgarskóli verður lokaður. Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi á miðnætti en þá mega ekki fleiri en tuttugu koma saman. Þetta gildir þó ekki um börn fædd 2005 eða síðar. Skólastarf í grunn- og leikskólum verður því að mestu leyti óbreytt. „Eðlilega er þegar svona er komið, að samfélagið er að fara á neyðarstig, að fólk er uggandi um eigið öryggi. Það er eðlilegt,“ segir Helgi um líðan starfsfólks skólanna. „Mér sýnist bara að reynslan og allt það sem við höfum verið að gera hafi borið góða raun. Þannig að okkar skilaboð eru bara höldum ró okkar. Höldum áfram. Skólastarfið okkar og frístundastarfið skiptir börnin og fjölskyldur svo gríðarlega miklu máli,“ segir Helgi. Reynt verður á næstunni að takmarka allar gestakomur í skólana. „Ég geri alveg ráð fyrir að við herðum frekar það að minnka gestakomur í skólana eins mikið og kostur er. Líka að við munum setja frekari skorður á að kennarar og nemendur séu að fara í vettvangsferðir í hús,“ segir Helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Fleiri fréttir Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Sjá meira
Skólastarf í grunn- og leikskólum verður að mestu leyti óbreytt þrátt fyrir hertar sóttvarnaraðgerðir sem taka gildi á miðnætti. Sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir starfsfólk skólanna vera uggandi yfir stöðunni en meðvitað um að skólastarfið skipti börnin og foreldra gríðarlega miklu máli. Fjórtán starfsmenn í grunnskólum Reykjavíkurborgar og tuttugu og þrjú börn voru í vikunni smituð af kórónuveirunni. Þá voru þrjú leikskólabörn í borginni með veiruna og tveir starfsmenn. Hlutfall starfsmanna sem er smitaður er þó lítið þar sem um fimm þúsund manns starfa í grunn- og leikskólum borgarinnar. Helgi Grímsson sviðstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir einn leikskóla, Seljaborg, verða lokaðann á morgun. Þar eru börn og starfsfólk í sóttkví eftir að starfsmaður smitaðist af kórónuveirunni. Þá verður ekki kennsla á miðstigi við Norðlingaskóla og Borgarskóli verður lokaður. Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi á miðnætti en þá mega ekki fleiri en tuttugu koma saman. Þetta gildir þó ekki um börn fædd 2005 eða síðar. Skólastarf í grunn- og leikskólum verður því að mestu leyti óbreytt. „Eðlilega er þegar svona er komið, að samfélagið er að fara á neyðarstig, að fólk er uggandi um eigið öryggi. Það er eðlilegt,“ segir Helgi um líðan starfsfólks skólanna. „Mér sýnist bara að reynslan og allt það sem við höfum verið að gera hafi borið góða raun. Þannig að okkar skilaboð eru bara höldum ró okkar. Höldum áfram. Skólastarfið okkar og frístundastarfið skiptir börnin og fjölskyldur svo gríðarlega miklu máli,“ segir Helgi. Reynt verður á næstunni að takmarka allar gestakomur í skólana. „Ég geri alveg ráð fyrir að við herðum frekar það að minnka gestakomur í skólana eins mikið og kostur er. Líka að við munum setja frekari skorður á að kennarar og nemendur séu að fara í vettvangsferðir í hús,“ segir Helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Fleiri fréttir Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Sjá meira
Samkomur takmarkaðar við 20 manns Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti rétt í þessu að samkomur yrðu takmarkaðar við 20 manns. 3. október 2020 15:34