Grunnskólahald á tímum Covid Eðvarð Hilmarsson skrifar 4. október 2020 12:31 Þetta var upprunalega birt í lokuðum hópi á facebook: „Grunnskólakennarar um allt land” en þökk sé mikilli samstöðu um málið meðal kennara þar hef ég ákveðið að birta þetta opinberlega þannig að þeir sem vilja geti lesið og að þetta verði partur af umræðunni um skólahald hér á tímum heimsfaralds. Ég er bæði Kanadískur og Íslenskur ríkisborgari og það hefur verið athyglisvert að ræða við kollega í Ontario um hvernig málum er háttað á ólíkum stöðum nú á tímum heimsfaralds. Skólar í Ontario fylgja ráðleggingum Alþjóða Heilbrigðisstofnunar í flest öllu og ólíkt hér eru upplýsingar um áhættu hópa uppfærðir og skilgreindir vel. Einnig er upplýsingaflæði um viðbrögð og skilgreiningar til fyrirmyndar. T.d. þurfa starfsmenn og nemendur að fara í daglegt sjálfsmat á netinu til að vita hvort að þeir megi mæta með einkenni sem þeir hafa. Áhuga samir geta séð þetta hér. Þökk sé þessu þá eru hvorki foreldrar, kennarar eða stjórnendur í vafa. Þetta er gert samkvæmt stöðlum sem að Alþjóða Heilbrigðisstofnun hefur gert og má sjá hér. Það er grímuskylda á starfsmenn þar sem það er talið nokkuð augljóst að þetta er öndunarfæra sjúkdómur sem dreifist vel í lokuðum rýmum (eins og kom fram þegar Þórólfur sagði “Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant”. Einnig er grímuskylda fyrir þá aldurshópa sem skýrar rannsóknir liggja ekki fyrir um minni áhættu. Hægt er að sjá heildarmyndina af þessu hér. UNICEF og Alþjóða Heilbrigðistofnum mæla með grímunotkun fyrir alla sem eru 12 ára og eldri. Umræða um hvar smit gerast er mjög opin hjá þeim og hægt er að vita hvað margir hafa veikst í hverjum skóla hér. Greinilegt er að smit eru að koma upp í tengslum við skólana en öfugt við þróun hér þá eru smit að greinast hjá nemendum oftar en kennurum og útbreiðslan er nánast enginn eftir að smit koma upp. Hér höfum við ekki eins góðar upplýsingar en við vitum að hlutfall smita hefur verið talsvert hærra í einhverjum tilfellum eins og t.d. Tjarnarskóla. Hérlendis er einnig nánast ekkert vitað um hlutfall covid smita hjá kennurum samanborið við aðrar starfsstéttir. Til þess að styðja við skólana á þessum erfiðu tímum þá hefur Ontario fylki einnig fjölgað heilbrigðstarfsmönnum sem sinna skólum með viðbót 625 hjúkrunarfræðinga. Fjölgað kennurum og skólaliðum, aukið fræðslu og þjálfun fyrir starfsmenn ásamt því að beina fjármagni til sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn og nemendur sem þurfa á því að halda. Þetta er einungis hluti af stórum aðgerðarpakka sem farið var í. Þeir kollegar sem ég tala við kalla Íslensku leiðinna ítrekað „Trump” leiðina þegar ég lýsi því að við séum grímulaus með ótakmarkaðan umgang við nemendur. Þeim finnst það sérstaklega skrýtið og svona bjartsýni stefna með líf og heilsu kennara finnist utan BNA (þar sem faraldurinn hefur farið illa með suma skóla) og benda á að þeirra aðferðir fylgja einfaldlega þeim vísindum sem þeirra læknar og alþjóða heilbrigðisstofnun byggja á. Forsætisráðherra Íslands hefur ítrekað sagt að skólahald sé í forgangi og það að halda óbreyttu skólastarfi sé með því mikilvægasta sem að þessi ríkistjórn hefur gert. Þrátt fyrir þennan mikla forgang er enginn umræða um aðstæður kennara stéttarinnar eða umræða um að koma til móts við okkur á nokkurn hátt. Þess má líka geta að kennarar í Ontario eru með meðallaun upp á 754.000kr á mánuði (og búa í betra skatt og verð umhverfi) og eru nú í samingaviðræðum ólíkt okkur sem eru ekki í viðræðum og erum samningslaus. Nemendur njóta þess einnig að vera með þeim sem koma lang best út úr könnunum PISA. Finnst fólki núverandi ástand hérlendis ásættanlegt eða ætti að gera meiri kröfur um öryggi okkar, líkamlega, andlega og fjárhagslega? Höfundur er grunnskólakennari, stjórnmálafræðingur og verkefnastjóri Snillismiðju Hólabrekkuskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þetta var upprunalega birt í lokuðum hópi á facebook: „Grunnskólakennarar um allt land” en þökk sé mikilli samstöðu um málið meðal kennara þar hef ég ákveðið að birta þetta opinberlega þannig að þeir sem vilja geti lesið og að þetta verði partur af umræðunni um skólahald hér á tímum heimsfaralds. Ég er bæði Kanadískur og Íslenskur ríkisborgari og það hefur verið athyglisvert að ræða við kollega í Ontario um hvernig málum er háttað á ólíkum stöðum nú á tímum heimsfaralds. Skólar í Ontario fylgja ráðleggingum Alþjóða Heilbrigðisstofnunar í flest öllu og ólíkt hér eru upplýsingar um áhættu hópa uppfærðir og skilgreindir vel. Einnig er upplýsingaflæði um viðbrögð og skilgreiningar til fyrirmyndar. T.d. þurfa starfsmenn og nemendur að fara í daglegt sjálfsmat á netinu til að vita hvort að þeir megi mæta með einkenni sem þeir hafa. Áhuga samir geta séð þetta hér. Þökk sé þessu þá eru hvorki foreldrar, kennarar eða stjórnendur í vafa. Þetta er gert samkvæmt stöðlum sem að Alþjóða Heilbrigðisstofnun hefur gert og má sjá hér. Það er grímuskylda á starfsmenn þar sem það er talið nokkuð augljóst að þetta er öndunarfæra sjúkdómur sem dreifist vel í lokuðum rýmum (eins og kom fram þegar Þórólfur sagði “Ítrekað hafi verið bent á af hálfu sóttvarnaryfirvalda að huga vel að loftræstingu og mælt með grímunotkun þegar loftgæðum er ábótavant”. Einnig er grímuskylda fyrir þá aldurshópa sem skýrar rannsóknir liggja ekki fyrir um minni áhættu. Hægt er að sjá heildarmyndina af þessu hér. UNICEF og Alþjóða Heilbrigðistofnum mæla með grímunotkun fyrir alla sem eru 12 ára og eldri. Umræða um hvar smit gerast er mjög opin hjá þeim og hægt er að vita hvað margir hafa veikst í hverjum skóla hér. Greinilegt er að smit eru að koma upp í tengslum við skólana en öfugt við þróun hér þá eru smit að greinast hjá nemendum oftar en kennurum og útbreiðslan er nánast enginn eftir að smit koma upp. Hér höfum við ekki eins góðar upplýsingar en við vitum að hlutfall smita hefur verið talsvert hærra í einhverjum tilfellum eins og t.d. Tjarnarskóla. Hérlendis er einnig nánast ekkert vitað um hlutfall covid smita hjá kennurum samanborið við aðrar starfsstéttir. Til þess að styðja við skólana á þessum erfiðu tímum þá hefur Ontario fylki einnig fjölgað heilbrigðstarfsmönnum sem sinna skólum með viðbót 625 hjúkrunarfræðinga. Fjölgað kennurum og skólaliðum, aukið fræðslu og þjálfun fyrir starfsmenn ásamt því að beina fjármagni til sálfræðiþjónustu fyrir starfsmenn og nemendur sem þurfa á því að halda. Þetta er einungis hluti af stórum aðgerðarpakka sem farið var í. Þeir kollegar sem ég tala við kalla Íslensku leiðinna ítrekað „Trump” leiðina þegar ég lýsi því að við séum grímulaus með ótakmarkaðan umgang við nemendur. Þeim finnst það sérstaklega skrýtið og svona bjartsýni stefna með líf og heilsu kennara finnist utan BNA (þar sem faraldurinn hefur farið illa með suma skóla) og benda á að þeirra aðferðir fylgja einfaldlega þeim vísindum sem þeirra læknar og alþjóða heilbrigðisstofnun byggja á. Forsætisráðherra Íslands hefur ítrekað sagt að skólahald sé í forgangi og það að halda óbreyttu skólastarfi sé með því mikilvægasta sem að þessi ríkistjórn hefur gert. Þrátt fyrir þennan mikla forgang er enginn umræða um aðstæður kennara stéttarinnar eða umræða um að koma til móts við okkur á nokkurn hátt. Þess má líka geta að kennarar í Ontario eru með meðallaun upp á 754.000kr á mánuði (og búa í betra skatt og verð umhverfi) og eru nú í samingaviðræðum ólíkt okkur sem eru ekki í viðræðum og erum samningslaus. Nemendur njóta þess einnig að vera með þeim sem koma lang best út úr könnunum PISA. Finnst fólki núverandi ástand hérlendis ásættanlegt eða ætti að gera meiri kröfur um öryggi okkar, líkamlega, andlega og fjárhagslega? Höfundur er grunnskólakennari, stjórnmálafræðingur og verkefnastjóri Snillismiðju Hólabrekkuskóla.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun