Breiðablik vann 1-0 sigur á Val að Hlíðarenda í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Um óopinberan úrslitaleik Íslandsmótsins var að ræða og ljóst að spennustigið var mjög hátt. Agla María Albertsdóttir reyndist hetjan er hún skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik.
Hulda Margrét Óladóttir var á vellinum fyrir Vísi og tók fjölda mynda af þessum frábæra leik. Þær má sjá hér að neðan.





























