Tímalína kórónuveirusmits Trump vekur upp spurningar Sylvía Hall skrifar 3. október 2020 17:46 Trump sést hér stíga úr flugvél sinni eftir lendingu í New Jersey þar sem hann sótti fjáröflunarsamkomu. Miðað við þá tímasetningu sem læknar gáfu upp vissi forsetinn að hann væri smitaður þegar hann hélt af stað. AP/Evan Vucci Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. Sean Conley, læknir forsetans, sagði forsetann hafa fengið greininguna fyrir 72 klukkustundum, eða á miðvikudagsmorgun, en forsetinn tilkynnti það ekki fyrr en að minnsta kosti 36 klukkustundum síðar. Forsetinn ferðaðist því á stuðningsmannafund í Minnesota eftir greininguna, en stuðningsmannafundurinn fór fram á miðvikudagskvöld. Á fimmtudag flaug hann til New Jersey á fjáröflunarsamkomu, og hafði þá enn ekki greint frá því að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Forsetinn notaði ekki grímur við þessar aðstæður að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Áður hafði verið gagnrýnt að forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks eftir að einn nánasti ráðgjafi Trump greindist með veiruna. Þá eru upplýsingar um ástand forsetans á reiki en þegar hann var fluttur á sjúkrahús í gær fullyrti Hvíta húsið að hann væri við góða heilsu; örlítið þreyttur en annars hress. Fjölmiðlar vestanhafs fullyrða þó að Trump hafi verið gefið súrefni áður en hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahúsið þar sem hann hefði átt í erfiðleikum með að anda. Forsetinn birti svo Twitter-færslu nú á sjötta tímanum þar sem hann hrósaði heilbrigðisstarfsfólki sjúkrahússins. Með þeirra aðstoð væri hann í góðu standi. Doctors, Nurses and ALL at the GREAT Walter Reed Medical Center, and others from likewise incredible institutions who have joined them, are AMAZING!!!Tremendous progress has been made over the last 6 months in fighting this PLAGUE. With their help, I am feeling well!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2020 Á fyrrnefndum blaðamannafundi fullyrtu læknar hans að forsetinn hefði það gott. Þeir væru bjartsýnir á batahorfur hans en gætu þó ekki gefið út hvenær þeir telja forsetann útskrifast af sjúkrahúsinu. Mánuður er til forsetakosninga í dag. „Við erum gífurlega ánægð með framfarirnar sem forsetinn hefur sýnt,“ sagði Conley. Einkenni á borð við hósta væru hverfandi og hann væri almennt hress. Hann hefði meira að segja sagst geta „gengið út af spítalanum í dag“. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 3. október 2020 10:33 Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Sjá meira
Blaðamannafundur læknateymis Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur vakið upp margar spurningar varðandi kórónuveirusmit hans og líðan vegna þess. Sean Conley, læknir forsetans, sagði forsetann hafa fengið greininguna fyrir 72 klukkustundum, eða á miðvikudagsmorgun, en forsetinn tilkynnti það ekki fyrr en að minnsta kosti 36 klukkustundum síðar. Forsetinn ferðaðist því á stuðningsmannafund í Minnesota eftir greininguna, en stuðningsmannafundurinn fór fram á miðvikudagskvöld. Á fimmtudag flaug hann til New Jersey á fjáröflunarsamkomu, og hafði þá enn ekki greint frá því að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Forsetinn notaði ekki grímur við þessar aðstæður að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Áður hafði verið gagnrýnt að forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks eftir að einn nánasti ráðgjafi Trump greindist með veiruna. Þá eru upplýsingar um ástand forsetans á reiki en þegar hann var fluttur á sjúkrahús í gær fullyrti Hvíta húsið að hann væri við góða heilsu; örlítið þreyttur en annars hress. Fjölmiðlar vestanhafs fullyrða þó að Trump hafi verið gefið súrefni áður en hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahúsið þar sem hann hefði átt í erfiðleikum með að anda. Forsetinn birti svo Twitter-færslu nú á sjötta tímanum þar sem hann hrósaði heilbrigðisstarfsfólki sjúkrahússins. Með þeirra aðstoð væri hann í góðu standi. Doctors, Nurses and ALL at the GREAT Walter Reed Medical Center, and others from likewise incredible institutions who have joined them, are AMAZING!!!Tremendous progress has been made over the last 6 months in fighting this PLAGUE. With their help, I am feeling well!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2020 Á fyrrnefndum blaðamannafundi fullyrtu læknar hans að forsetinn hefði það gott. Þeir væru bjartsýnir á batahorfur hans en gætu þó ekki gefið út hvenær þeir telja forsetann útskrifast af sjúkrahúsinu. Mánuður er til forsetakosninga í dag. „Við erum gífurlega ánægð með framfarirnar sem forsetinn hefur sýnt,“ sagði Conley. Einkenni á borð við hósta væru hverfandi og hann væri almennt hress. Hann hefði meira að segja sagst geta „gengið út af spítalanum í dag“.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 3. október 2020 10:33 Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00 Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Sjá meira
Trump á tilraunalyfjum sem unnin eru úr erfðabreyttum músum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur fengið blöndu tilraunalyfja sem ætlað er að draga úr einkennum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur. 3. október 2020 10:33
Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. 3. október 2020 08:00
Donald Trump fluttur á sjúkrahús Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið fluttur á sjúkrahús. 2. október 2020 21:28