Landspítalinn „ekki eins tilbúinn“ nú og í vor Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2020 10:07 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Lögreglan Landspítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor. Verkefnum á Landspítalanum fjölgar hratt, bæði á covid-göngudeild, legudeildum og á gjörgæsludeildum. Þetta kemur fram í pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, á heimasíðu spítalans. Spítalinn starfar samkvæmt hættustigi vegna COVID-19 í þessari nýjustu bylgju faraldursins en staðan hefur kallað á lokun deilda. „Það mátti margt læra af fyrstu bylgju COVID-19 faraldursins hér á landi og við á Landspítala létum það lærdómstækifæri ekki fram hjá okkur fara. Við erum því vel í stakk búin hvað varðar faglega þætti í baráttunni við veiruna, hvort heldur varðar þekkingu og búnað eða afburða hæft starfsfólk,“ skrifar Páll. Afköst covid-göngudeildar hafi verið margfölduð og ýmsar breytingar verið gerðar á öðrum deildum til að bregðast við stöðunni en samtals hafi 9 af 19 skurðstofum verið lokað. Páll ítrekar að áfram verði lífsbjargandi- og öðrum mjög brýnum aðgerðum þó að sjálfsögðu sinnt. „Þótt við kunnum betur til verka nú þá er sérstök áskorun í þessum faraldri sú staðreynd að spítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn til að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor,“ segir Páll. Þetta ráðist einkum af tvennu. Annars vegar hafi spítalinn glímt við verulegan útskriftarvanda við upphaf faraldursins en hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg hafi verið opnað í lok febrúar þegar um 40 einstaklingar sem dvöldu á Landspítala fengu viðeigandi hjúkrunarrými. Hins vegar hafi starfsemi utan spítalans verið afar takmörkuð og þjóðfélagið hafi verið í hægagangi. Það hafi fækkað hefðbundnum verkefnum á spítalanum. Nú sé staðan aftur á móti önnur. „Fjöldi einstaklinga bíður þess aftur að komast af spítalanum en ekki verið að opna neitt hjúkrunarheimili. Samfélagið keyrir síðan á því sem næst hefðbundum krafti með auknu álagi á heilbrigðiskerfið,“ skrifar Páll. Náið samstarf sé í gangi milli spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og annarra samstarfsstofnanna sem Páll bindur vonir við að skili árangri fljótlega. „Auðvitað vildum við helst vera að vinna upp hluti sem þurftu að bíða meðan á fyrstu bylgju faraldursins stóð, ekki vera enn að glíma við COVID-19. Landspítali er samt bráðaspítali, við erum vön að takast á við óvæntar áskoranir og saga spítalans er saga þrautseigju, fagmennsku og sveigjanleika starfsfólks hans,“ segir Páll sem þakkar starfsfólki samvinnuna og sjúklingum og aðstandendum þeirra sem hafi mátt þola ýmsar hömlur og tilflutning. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Landspítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor. Verkefnum á Landspítalanum fjölgar hratt, bæði á covid-göngudeild, legudeildum og á gjörgæsludeildum. Þetta kemur fram í pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, á heimasíðu spítalans. Spítalinn starfar samkvæmt hættustigi vegna COVID-19 í þessari nýjustu bylgju faraldursins en staðan hefur kallað á lokun deilda. „Það mátti margt læra af fyrstu bylgju COVID-19 faraldursins hér á landi og við á Landspítala létum það lærdómstækifæri ekki fram hjá okkur fara. Við erum því vel í stakk búin hvað varðar faglega þætti í baráttunni við veiruna, hvort heldur varðar þekkingu og búnað eða afburða hæft starfsfólk,“ skrifar Páll. Afköst covid-göngudeildar hafi verið margfölduð og ýmsar breytingar verið gerðar á öðrum deildum til að bregðast við stöðunni en samtals hafi 9 af 19 skurðstofum verið lokað. Páll ítrekar að áfram verði lífsbjargandi- og öðrum mjög brýnum aðgerðum þó að sjálfsögðu sinnt. „Þótt við kunnum betur til verka nú þá er sérstök áskorun í þessum faraldri sú staðreynd að spítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn til að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor,“ segir Páll. Þetta ráðist einkum af tvennu. Annars vegar hafi spítalinn glímt við verulegan útskriftarvanda við upphaf faraldursins en hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg hafi verið opnað í lok febrúar þegar um 40 einstaklingar sem dvöldu á Landspítala fengu viðeigandi hjúkrunarrými. Hins vegar hafi starfsemi utan spítalans verið afar takmörkuð og þjóðfélagið hafi verið í hægagangi. Það hafi fækkað hefðbundnum verkefnum á spítalanum. Nú sé staðan aftur á móti önnur. „Fjöldi einstaklinga bíður þess aftur að komast af spítalanum en ekki verið að opna neitt hjúkrunarheimili. Samfélagið keyrir síðan á því sem næst hefðbundum krafti með auknu álagi á heilbrigðiskerfið,“ skrifar Páll. Náið samstarf sé í gangi milli spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og annarra samstarfsstofnanna sem Páll bindur vonir við að skili árangri fljótlega. „Auðvitað vildum við helst vera að vinna upp hluti sem þurftu að bíða meðan á fyrstu bylgju faraldursins stóð, ekki vera enn að glíma við COVID-19. Landspítali er samt bráðaspítali, við erum vön að takast á við óvæntar áskoranir og saga spítalans er saga þrautseigju, fagmennsku og sveigjanleika starfsfólks hans,“ segir Páll sem þakkar starfsfólki samvinnuna og sjúklingum og aðstandendum þeirra sem hafi mátt þola ýmsar hömlur og tilflutning.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira