Hin suður-afríska Belinda Davis steig á svið í þættinum Britain's Got Talent nú á dögunum og heillaði dómara þáttarins upp úr skónum.
Belinda er 43 ára en hún sérhæfir sig í að syngja lög söngdívunnar heitnu, Whitney Houston. Simon Cowell lýsti ákafri hrifningu sinni af Whitney Houston áður en Belinda byrjar sönginn, þannig að kröfurnar voru ekki litlar.
Belinda tileinkaði sonum sínum tveimur sönginn þetta kvöld en hún valdi að syngja lag Whitney, One Moment in Time. Eftir flutninginn endar Simon á því að segja „Ég dýrka þig!“ við Belindu enda hreint magnaður flutningur.
Sjáið sönginn í klippunni hér að neðan.