Stíga varlega til jarðar vegna smits forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2020 08:00 JOe Biden í Michigan í gærkvöldi. AP/Andrew Harnik Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. Veiran myndi ekki hverfa sjálfkrafa og umfangsmikil skimun um gervöll Bandaríkin, ekki bara í Hvíta húsinu, væri nauðsynleg. Þetta sagði Biden í ræðu í Michigan og sagði hann einnig að nú þyrftu Bandaríkjamenn að koma saman. Hann tilkynnti þar að auki að framboð hans myndi taka neikvæðar auglýsingar um Trump úr birtingu og óskaði hann forsetanum velfarnaðar. Samkvæmt heimildum Politico var starfsmönnum framboðs Biden skipað að stíga varlega til jarðar, fljótt eftir að fregnir bárust af smiti forsetans. Þau ættu ekki að gera grín að Trump á nokkurn hátt og ekki tala við fjölmiðla í bili. Almenningur myndi sjálfur komast að þeirri niðurstöðu að mistök forsetans í því að vernda þjóðina og að taka faraldurinn alvarlega hefði komið niður á honum sjálfum. Það að gera grín að Biden fyrir að vera með grímu og stunda félagsforðun myndi nú mögulega kosta hann annað kjörtímabil. Donald Trump var fluttur á sjúkrahús í gær og verður hann líklega þar í nokkra daga. Í myndbandi sem birt var í gærkvöldi sagðist forsetinn við góða heilsu. Einn viðmælandi miðilsins sagði að framboðið hefði farið í dvala í gær. Greinandi Demókrataflokksins, sem AP fréttaveitan ræddi við, sló á svipaða strengi. „Hann [Biden] þarf ekki að segja: Ég varaði þig við. Sagan er að segja: Ég varaði þið við,“ sagði Maria Cardona. Annar viðmælandi sagði að ekki þyrfti að minna Bandaríkjamenn á að þeir ættu í vandræðum. Þeir væru meðvitaðir um það. Það þyrfti hins vegar að minna þá á að það væri hægt að takast á við vandann. Það sé betri leið í boði. Trump-liðar í áfalli Starfsmenn framboðs Trump eru sagðir í áfalli eftir gærdaginn og leita forsvarsmenn framboðsins nú að leiðum fram á við, því allar þær áætlanir sem búið var að gera eru fyrir bí. Gera þarf nýjar áætlanir varðandi kosningafundi Trump, fjáröflun og margt annað. Eftir að hafa varið mikilli orku til þess að beina sjónum kjósenda í Bandaríkjunum frá nýju kórónuveirunni og hvernig haldið hefur verið að á vörnum gegn henni, þurfa forsvarsmenn framboðs Trump nú að takast á við að líklegast verði fátt annað til umræðu. Einungis mánuður er í kosningar og kannanir sýna að Biden er í sterkri stöðu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Biden ekki með Covid-19 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. 2. október 2020 16:41 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, segir að Covid-19 smit Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sé öflug áminning um að taka þurfi faraldur nýju kórónuveirunnar alvarlega. Veiran myndi ekki hverfa sjálfkrafa og umfangsmikil skimun um gervöll Bandaríkin, ekki bara í Hvíta húsinu, væri nauðsynleg. Þetta sagði Biden í ræðu í Michigan og sagði hann einnig að nú þyrftu Bandaríkjamenn að koma saman. Hann tilkynnti þar að auki að framboð hans myndi taka neikvæðar auglýsingar um Trump úr birtingu og óskaði hann forsetanum velfarnaðar. Samkvæmt heimildum Politico var starfsmönnum framboðs Biden skipað að stíga varlega til jarðar, fljótt eftir að fregnir bárust af smiti forsetans. Þau ættu ekki að gera grín að Trump á nokkurn hátt og ekki tala við fjölmiðla í bili. Almenningur myndi sjálfur komast að þeirri niðurstöðu að mistök forsetans í því að vernda þjóðina og að taka faraldurinn alvarlega hefði komið niður á honum sjálfum. Það að gera grín að Biden fyrir að vera með grímu og stunda félagsforðun myndi nú mögulega kosta hann annað kjörtímabil. Donald Trump var fluttur á sjúkrahús í gær og verður hann líklega þar í nokkra daga. Í myndbandi sem birt var í gærkvöldi sagðist forsetinn við góða heilsu. Einn viðmælandi miðilsins sagði að framboðið hefði farið í dvala í gær. Greinandi Demókrataflokksins, sem AP fréttaveitan ræddi við, sló á svipaða strengi. „Hann [Biden] þarf ekki að segja: Ég varaði þig við. Sagan er að segja: Ég varaði þið við,“ sagði Maria Cardona. Annar viðmælandi sagði að ekki þyrfti að minna Bandaríkjamenn á að þeir ættu í vandræðum. Þeir væru meðvitaðir um það. Það þyrfti hins vegar að minna þá á að það væri hægt að takast á við vandann. Það sé betri leið í boði. Trump-liðar í áfalli Starfsmenn framboðs Trump eru sagðir í áfalli eftir gærdaginn og leita forsvarsmenn framboðsins nú að leiðum fram á við, því allar þær áætlanir sem búið var að gera eru fyrir bí. Gera þarf nýjar áætlanir varðandi kosningafundi Trump, fjáröflun og margt annað. Eftir að hafa varið mikilli orku til þess að beina sjónum kjósenda í Bandaríkjunum frá nýju kórónuveirunni og hvernig haldið hefur verið að á vörnum gegn henni, þurfa forsvarsmenn framboðs Trump nú að takast á við að líklegast verði fátt annað til umræðu. Einungis mánuður er í kosningar og kannanir sýna að Biden er í sterkri stöðu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Biden ekki með Covid-19 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. 2. október 2020 16:41 Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37 Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21 Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Biden ekki með Covid-19 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur ekki smitast af Covid-19. Hann fór í skimun í dag eftir að opinberað var að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði smitast. 2. október 2020 16:41
Vissu af smitinu en fóru samt að hitta fólk Hvíta húsið vissi af því að einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseti væri smitaður af kórónuveirunni á miðvikudagskvöld en forsetinn og aðrir sem voru útsettir fyrir smiti héldu samt áfram að vera á meðal fólks. Trump og eiginkona hans greindust bæði smituð í gærkvöldi. 2. október 2020 13:37
Hvað gerist ef Trump verður veikur? Donald Trump Bandaríkjaforseti er smitaður af Covid-19 og verði hann veikur gæti það haft mikil áhrif á bæði baráttu hans til að ná endurkjöri og stjórn Bandaríkjanna. 2. október 2020 12:21
Grímulausir ráðgjafar og fjölskylda Trump útsett fyrir smiti Donald Trump Bandaríkjaforseti var í samskiptum við fjölda ráðgjafa, ættingja, bakhjarla og stuðningsmanna sem gæti nú verið útsettur fyrir kórónuveirusmiti eftir að forsetinn og eiginkona hans greindust smituð. 2. október 2020 10:09