Grípa til harðra aðgerða í Madríd Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2020 16:23 Heilbrigðisstarfsmernn við skimun í Madríd. AP/Bernat Armangue Um það bil 4,8 milljónir íbúa Madrídar mega nú ekki yfirgefa borgina, sem er fyrsta höfuðborg Evrópu þar sem gripið er til svo harðra sóttvarnaraðgerða á nýjan leik. Veitingahúsum og krám í Madríd verður lokað snemma í kvöld og verður hámarksfjöldi gesta þeirra takmarkaður um helming í framhaldi af því. Aðgerðirnar nú eru ekki jafn strangar og þær voru fyrr á árinu þegar Covid-19 var í hraðri útbreiðslu á Spáni. Fólki var meinað að yfirgefa heimili sín í mars. Nú hefur þeim verið ráðlagt að yfirgefa ekki heimili sín nema þegar nauðsynlegt er. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi á Spáni og í Madríd. Um 850 af hverjum hundrað þúsund íbúum hafa smitast, samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sem Reuters vitnar í. Íbúar sem blaðamenn Reuters ræddu við segjast þreyttir á deilum embættismanna í Madríd og ríkisstjórnarinnar. Borgarstjórn Madrídar hafði sett sambærilegar takmarkanir á í fátækari hverfum borgarinnar en ríkisstjórn Spánar fyrirskipaði að þær áttu að ná yfir alla íbúa og íbúa úthverfa Madrídar. Þá efast einhverjir um að aðgerðirnar muni virka. „Við höfum verið með grímur í átta mánuði. Án klúbba og samkvæma en samt er faraldurinn enn í gangi. Hvaða máli munu þessar aðgerðir þá skipta?“ sagði Sonny van den Hosltein, eigandi veitingahúss. Hann sagði íbúa ráðvillta og óttaslegna. Í heildina hafa um 779 þúsund manns smitast af Covid-19 á spáni og tæplega 32 þúsund hafa dáið, frá upphafi faraldursins. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Um það bil 4,8 milljónir íbúa Madrídar mega nú ekki yfirgefa borgina, sem er fyrsta höfuðborg Evrópu þar sem gripið er til svo harðra sóttvarnaraðgerða á nýjan leik. Veitingahúsum og krám í Madríd verður lokað snemma í kvöld og verður hámarksfjöldi gesta þeirra takmarkaður um helming í framhaldi af því. Aðgerðirnar nú eru ekki jafn strangar og þær voru fyrr á árinu þegar Covid-19 var í hraðri útbreiðslu á Spáni. Fólki var meinað að yfirgefa heimili sín í mars. Nú hefur þeim verið ráðlagt að yfirgefa ekki heimili sín nema þegar nauðsynlegt er. Smituðum hefur farið hratt fjölgandi á Spáni og í Madríd. Um 850 af hverjum hundrað þúsund íbúum hafa smitast, samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, sem Reuters vitnar í. Íbúar sem blaðamenn Reuters ræddu við segjast þreyttir á deilum embættismanna í Madríd og ríkisstjórnarinnar. Borgarstjórn Madrídar hafði sett sambærilegar takmarkanir á í fátækari hverfum borgarinnar en ríkisstjórn Spánar fyrirskipaði að þær áttu að ná yfir alla íbúa og íbúa úthverfa Madrídar. Þá efast einhverjir um að aðgerðirnar muni virka. „Við höfum verið með grímur í átta mánuði. Án klúbba og samkvæma en samt er faraldurinn enn í gangi. Hvaða máli munu þessar aðgerðir þá skipta?“ sagði Sonny van den Hosltein, eigandi veitingahúss. Hann sagði íbúa ráðvillta og óttaslegna. Í heildina hafa um 779 þúsund manns smitast af Covid-19 á spáni og tæplega 32 þúsund hafa dáið, frá upphafi faraldursins.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira