Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2020 14:43 Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AP/Ludovic Marin Emmanuel Macron, forseti Frakklands, opinberaði í dag áætlun ríkisstjórnar sinnar varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Áætlunin beinst sérstaklega gegn „aðskilnaðaröflum“ og er markmið þeirra að verja franska múslima frá „utanaðkomandi áhrifum,“ eins og forsetinn orðaði það í ræðu í dag. Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. „Veraldarhyggja er grunnur sameinaðs Frakklands,“ sagði Macron í ræðu sinni. „Föllum ekki í gildru öfgamanna sem reyna að setja smánarblett á alla múslima.“ Macron viðurkenndi einnig að ríkinu væri að hluta til um að kenna og að stórum hópum múslima hefði verið komið fyrir á sömu svæðunum, nokkurs konar gettóum. Nýlenduárum Frakklands væri sömuleiðis um að kenna og þá sérstaklega aðgerðum Frakka í Alsír. Þær hefðu skilið eftir sig ör sem hefðu oft leitt til erfiðleika við aðlögun innflytjenda frá fyrrverandi nýlendum. „Við höfum ekki losað okkur við fortíð okkar. Við eigum afar og ömmur sem færðu ör sín yfir á börn þeirra.“ Eins og fram kemur í frétt France24 er um það bil sjö mánuðir frá því Macron tilkynnti að ríkisstjórn hans myndi gera breytingar til að sporna gegn erlendum áhrifum á íslamstrú í Frakklandi. Meðal annars stæði til að koma í veg fyrir að önnur ríki sendu bænapresta og kennara til Frakklands. Tilefni þeirra ummæli voru, að hluta til, vegna þeirra fjölmörgu hryðjuverkaárása sem hafa átt sér stað í Frakklandi á undanförnum árum, samhliða auknum fordómum gegn íslam í Frakklandi. Samkvæmt frétt Guardian mun ríkisstjórn Macron veita embættismönnum aukin völd til að berjast gegn öfgum. Auka á eftirlit með moskum og tryggja að bænaprestar fái þjálfun í Frakklandi. Þá verður hægt að slíta samtökum sem talin eru vinna gegn ríkinu. Einnig á að auka fjárveitingar til mennta- og húsnæðismála og Dómsmálaráðuneytisins. Sömuleiðis verður fjármunum veitt í húsnæðis- og félagsmál. Macron sagði verkefnið sem Frakkar stæðu frammi fyrir vera að berjast gegn öfgum og ´þeim sem vilji sundra í nafni trúar og í senn verja þá múslima sem séu ríkisborgarar lýðveldisins að fullu. Frakkland Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, opinberaði í dag áætlun ríkisstjórnar sinnar varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Áætlunin beinst sérstaklega gegn „aðskilnaðaröflum“ og er markmið þeirra að verja franska múslima frá „utanaðkomandi áhrifum,“ eins og forsetinn orðaði það í ræðu í dag. Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. „Veraldarhyggja er grunnur sameinaðs Frakklands,“ sagði Macron í ræðu sinni. „Föllum ekki í gildru öfgamanna sem reyna að setja smánarblett á alla múslima.“ Macron viðurkenndi einnig að ríkinu væri að hluta til um að kenna og að stórum hópum múslima hefði verið komið fyrir á sömu svæðunum, nokkurs konar gettóum. Nýlenduárum Frakklands væri sömuleiðis um að kenna og þá sérstaklega aðgerðum Frakka í Alsír. Þær hefðu skilið eftir sig ör sem hefðu oft leitt til erfiðleika við aðlögun innflytjenda frá fyrrverandi nýlendum. „Við höfum ekki losað okkur við fortíð okkar. Við eigum afar og ömmur sem færðu ör sín yfir á börn þeirra.“ Eins og fram kemur í frétt France24 er um það bil sjö mánuðir frá því Macron tilkynnti að ríkisstjórn hans myndi gera breytingar til að sporna gegn erlendum áhrifum á íslamstrú í Frakklandi. Meðal annars stæði til að koma í veg fyrir að önnur ríki sendu bænapresta og kennara til Frakklands. Tilefni þeirra ummæli voru, að hluta til, vegna þeirra fjölmörgu hryðjuverkaárása sem hafa átt sér stað í Frakklandi á undanförnum árum, samhliða auknum fordómum gegn íslam í Frakklandi. Samkvæmt frétt Guardian mun ríkisstjórn Macron veita embættismönnum aukin völd til að berjast gegn öfgum. Auka á eftirlit með moskum og tryggja að bænaprestar fái þjálfun í Frakklandi. Þá verður hægt að slíta samtökum sem talin eru vinna gegn ríkinu. Einnig á að auka fjárveitingar til mennta- og húsnæðismála og Dómsmálaráðuneytisins. Sömuleiðis verður fjármunum veitt í húsnæðis- og félagsmál. Macron sagði verkefnið sem Frakkar stæðu frammi fyrir vera að berjast gegn öfgum og ´þeim sem vilji sundra í nafni trúar og í senn verja þá múslima sem séu ríkisborgarar lýðveldisins að fullu.
Frakkland Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira