Sigríður hélt á jónunni í annarri og sónarmyndinni í hinni og grét og grét Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2020 14:14 Rætt verður við Sigríði í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Sigríður Ingibjörg var 26 ára þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Þá hafði hún ekki verið edrú frá því hún var 13 ára, var ekki tilbúin að verða móðir, vildi ekki ala upp barn við þær aðstæður sem hún ólst upp við enda man hún í raun ekki eftir foreldrum sínum öðruvísi en fullum og vildi fara í fóstureyðingu. Nú á annað ár hefur Sindri Sindrason fylgt Sigríði eftir og fá áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast henni í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröð af Fósturbörnum sem hefst mánudaginn 5. október á Stöð 2. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. „Ég ætlaði að fara í háskóla og var á leiðinni og búin að borga skólagjöldin. Ég var búinn að pakka og á leiðinni á Laugavatn í íþróttaskóla í heilsufræði. Ég man vel eftir þessu, þetta var í ágúst og ég var búin að sækja lykilinn minn fyrir heimavistina,“ segir Sigríður en kvöldið áður en hún átti að fara á Laugavatn ákvað hún að fara í partí. Inga var í neyslu þegar hún komst að því að hún væri barnshafandi. „Það partí var bara að klárast fyrir sex mánuðum,“ segir Inga en þá fékk hún óvæntar fréttir, hún var ólétt. „Ég var komin rúmlega tólf vikur þegar ég komst að því að ég væri ólétt. Mig grunaði það og átti pláss inn á Vogi og var búin að bíða eftir þeirri innlögn í fimm mánuði. Ég fékk svo mikið sjokk og svo mikla fíkn að ég datt í það daginn eftir á planinu á Vogi, vitandi það að ég væri ólétt.“ Hún segist hafa gert sér grein fyrir því að hún væri ekki í neinni stöðu til að fara annast barn. „Svo fer ég í sónarinn og ekki edrú. Myndirnar sem ég fæ þá sé ég hana vera veifa mér. Hún var með alla fingur upp í loft og var að veifa mér. Þetta var hræðilegur tími, ég verð að viðurkenna það. Ég hélt á jónunni með einni og sónarmyndinni í hinni og grét og grét. Þarna fæ ég smjörþefinn af því, það sem ég hef alltaf dæmt foreldrana mína fyrir alla ævi, að geta ekki hætt. Ég var svo langt leidd í neyslu og var ekkert viss um það hvort ég gæti snúið við blaðinu,“ segir Inga sem velti fóstureyðingu fyrir sér en eins og áður segir verður fyrsti þátturinn sýndur á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Klippa: Sigríður hélt á jónunni í annarri og sónarmyndinni í hinni og grét og grét Fósturbörn Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Sigríður Ingibjörg var 26 ára þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Þá hafði hún ekki verið edrú frá því hún var 13 ára, var ekki tilbúin að verða móðir, vildi ekki ala upp barn við þær aðstæður sem hún ólst upp við enda man hún í raun ekki eftir foreldrum sínum öðruvísi en fullum og vildi fara í fóstureyðingu. Nú á annað ár hefur Sindri Sindrason fylgt Sigríði eftir og fá áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast henni í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröð af Fósturbörnum sem hefst mánudaginn 5. október á Stöð 2. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum. „Ég ætlaði að fara í háskóla og var á leiðinni og búin að borga skólagjöldin. Ég var búinn að pakka og á leiðinni á Laugavatn í íþróttaskóla í heilsufræði. Ég man vel eftir þessu, þetta var í ágúst og ég var búin að sækja lykilinn minn fyrir heimavistina,“ segir Sigríður en kvöldið áður en hún átti að fara á Laugavatn ákvað hún að fara í partí. Inga var í neyslu þegar hún komst að því að hún væri barnshafandi. „Það partí var bara að klárast fyrir sex mánuðum,“ segir Inga en þá fékk hún óvæntar fréttir, hún var ólétt. „Ég var komin rúmlega tólf vikur þegar ég komst að því að ég væri ólétt. Mig grunaði það og átti pláss inn á Vogi og var búin að bíða eftir þeirri innlögn í fimm mánuði. Ég fékk svo mikið sjokk og svo mikla fíkn að ég datt í það daginn eftir á planinu á Vogi, vitandi það að ég væri ólétt.“ Hún segist hafa gert sér grein fyrir því að hún væri ekki í neinni stöðu til að fara annast barn. „Svo fer ég í sónarinn og ekki edrú. Myndirnar sem ég fæ þá sé ég hana vera veifa mér. Hún var með alla fingur upp í loft og var að veifa mér. Þetta var hræðilegur tími, ég verð að viðurkenna það. Ég hélt á jónunni með einni og sónarmyndinni í hinni og grét og grét. Þarna fæ ég smjörþefinn af því, það sem ég hef alltaf dæmt foreldrana mína fyrir alla ævi, að geta ekki hætt. Ég var svo langt leidd í neyslu og var ekkert viss um það hvort ég gæti snúið við blaðinu,“ segir Inga sem velti fóstureyðingu fyrir sér en eins og áður segir verður fyrsti þátturinn sýndur á Stöð 2 á mánudagskvöldið. Klippa: Sigríður hélt á jónunni í annarri og sónarmyndinni í hinni og grét og grét
Fósturbörn Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“