Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 13:32 Freyr Alexandersson. vísir/vilhelm Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, fór yfir rúmenska landsliðið á blaðamannafundi í dag en Rúmenar eru mótherjar Íslands í umspili um sæti á EM næsta sumar. Freyr Alexandersson komst ekki á fundinn í persónu þar sem hann talaði í gegnum fjarbúnað. Freyr er með kvef og vildi ekki taka neina áhættu. Hann fór í kórónuveirupróf í dag en allur íslenski hópurinn á líka eftir að fara í þau nokkur fram að leik. Freyr hóf umfjöllun sína um rúmenska landsliðið með því að segja frá því að undirbúningur þessa leiks hafi staðið yfir í tíu mánuði. „Þetta lengsti undirbúningur fyrir einn leik sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Freyr Alexandersson. Ísland átti að spila þennan leik í mars en honum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Undirbúningurinn telur nú tíu mánuði og það þýðir mikið af upplýsingum á borði þjálfaranna.„Við höfum aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið. Við eigum eiginlega alltof of mikið að efni um þetta lið. Við erum búnir að hugsa þennan leik fram og til baka og sjá hann fyrir okkur margoft,“ sagði Freyr. Freyr sagði að þeir væri með mikið af myndböndum með rúmenska liðinu en enginn úr starfsliði íslenska liðsins hafi þó enn tekist að sjá liðið spila á staðnum. „Aldrei nokkurn tímann höfum við átt jafnmiklar upplýsingar um eitt fótboltalið en samt höfum við aldrei séð þá „live“,“ sagði Freyr. Rúmenar eru í dag númer 34 á heimslista FIFA. Hafa verið í kringum 24. sæti og á fínu róli síðustu ár. Þeim hefur gengið vel í síðustu leikjum, unnið fjóra af síðustu tíu leikjum og gert þrjú jafntefli. Tveir af tapleikjunum voru gegn Spáni. Freyr vildi ekki segja of mikið um rúmenska liðið en hann sagði að rúmenska pressan sé að fylgjast með fundinum. Hann bjóst við ungu liði en meðalaldurinn er 28 ár í rúmenska hópnum og 29 ár hjá Íslandi. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, fór yfir rúmenska landsliðið á blaðamannafundi í dag en Rúmenar eru mótherjar Íslands í umspili um sæti á EM næsta sumar. Freyr Alexandersson komst ekki á fundinn í persónu þar sem hann talaði í gegnum fjarbúnað. Freyr er með kvef og vildi ekki taka neina áhættu. Hann fór í kórónuveirupróf í dag en allur íslenski hópurinn á líka eftir að fara í þau nokkur fram að leik. Freyr hóf umfjöllun sína um rúmenska landsliðið með því að segja frá því að undirbúningur þessa leiks hafi staðið yfir í tíu mánuði. „Þetta lengsti undirbúningur fyrir einn leik sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Freyr Alexandersson. Ísland átti að spila þennan leik í mars en honum var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Undirbúningurinn telur nú tíu mánuði og það þýðir mikið af upplýsingum á borði þjálfaranna.„Við höfum aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið. Við eigum eiginlega alltof of mikið að efni um þetta lið. Við erum búnir að hugsa þennan leik fram og til baka og sjá hann fyrir okkur margoft,“ sagði Freyr. Freyr sagði að þeir væri með mikið af myndböndum með rúmenska liðinu en enginn úr starfsliði íslenska liðsins hafi þó enn tekist að sjá liðið spila á staðnum. „Aldrei nokkurn tímann höfum við átt jafnmiklar upplýsingar um eitt fótboltalið en samt höfum við aldrei séð þá „live“,“ sagði Freyr. Rúmenar eru í dag númer 34 á heimslista FIFA. Hafa verið í kringum 24. sæti og á fínu róli síðustu ár. Þeim hefur gengið vel í síðustu leikjum, unnið fjóra af síðustu tíu leikjum og gert þrjú jafntefli. Tveir af tapleikjunum voru gegn Spáni. Freyr vildi ekki segja of mikið um rúmenska liðið en hann sagði að rúmenska pressan sé að fylgjast með fundinum. Hann bjóst við ungu liði en meðalaldurinn er 28 ár í rúmenska hópnum og 29 ár hjá Íslandi.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira