Þrífa á Fossvogsskóla sem aldrei fyrr Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2020 12:29 Börn að leik á leiksvæðinu við Fossvogsskóla. Reykjavíkurborg Náttúrufræðistofnun Íslands telur líklegt að umfangsmiklar framkvæmdir á liðnum misserum til að uppræta leka- og rakavandamál í Fossvogsskóla hafi borið árangur, m.a. með því að fjarlægja skemmt byggingarefni. Þar á þó að þrífa vandlega vikulega, til viðbótar við dagleg þrif, og taka sýni eftir mánuð. Frá þessu er greint á vef Reykjavíkurborgar og vísað í í yfirlýsingu frá skólaráði Fossvogsskóla og skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar í kjölfar fundar aðila síðastliðinn miðvikudag. „Athugun Náttúrufræðistofnunar á fjórum snertisýnum úr Fossvogsskóla sýndi að eftir ræktun var þar meðal annarra að finna tvær tegundir myglusveppa sem teljast varasamar innanhúss. Hins vegar fundust engar örverur í kjarnasýnum sem tekin voru á sömu stöðum. Þar sem báðar tegundir höfðu vaxið upp í sambærilegum sýnum, teknum áður en lagfæringar hófust í fyrravor, gæti verið um mengun af gróum frá þeim tíma að ræða.“ Taka sýni eftir mánuð Í ljósi álits Náttúrufræðistofnunar verði fyrstu viðbrögð þau að skólahúsnæðið verður þrifið vandlega vikulega til viðbótar við dagleg þrif til að draga úr rykmagni og þar með örverum í því. Aftur verða tekin sýni að mánuði liðnum sem senda á til tegundagreiningar hjá Náttúrufræðistofnun. Vakni grunur um raka eða leka í skólanum eða að enn séu skemmdir í byggingarefni verði brugðist við því með viðeigandi hætti. „Í framhaldinu verður lögð áhersla á vandleg þrif, góða loftræstingu og að hæfilegt raka- og hitastig sé í skólahúsnæðinu. Á meðan á aðgerðum stendur verða gerðar ráðstafanir til að bæta líðan barna sem sérstakar áhyggjur eru af í samstarfi við foreldra þeirra.“ Móðir sár og reið Reykjavíkurborg segist leggja áherslu á að allt skóla- og frístundastarf í borginni fari fram í heilnæmu húsnæði og að andleg og líkamleg vellíðan barna, ungmenna og starfsfólks sé ávallt í fyrirrúmi. „Vellíðan barns í daglegu lífi leggur grunninn að virkri þátttöku, aukinni færni og árangri í skóla- og frístundastarfi,“ segir í tilkynningu frá borginni og vísað í menntastefnu hennar. Móðir barns í Fossvogsskóla segir barnið enn finna fyrir einkennum myglu þrátt fyrir úrbæturnar. Móðirin sagðist á dögunum sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda og kallar eftir frekari rannsóknum á byggingunni. Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Tengdar fréttir Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. 26. september 2020 21:59 Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03 Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Náttúrufræðistofnun Íslands telur líklegt að umfangsmiklar framkvæmdir á liðnum misserum til að uppræta leka- og rakavandamál í Fossvogsskóla hafi borið árangur, m.a. með því að fjarlægja skemmt byggingarefni. Þar á þó að þrífa vandlega vikulega, til viðbótar við dagleg þrif, og taka sýni eftir mánuð. Frá þessu er greint á vef Reykjavíkurborgar og vísað í í yfirlýsingu frá skólaráði Fossvogsskóla og skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar í kjölfar fundar aðila síðastliðinn miðvikudag. „Athugun Náttúrufræðistofnunar á fjórum snertisýnum úr Fossvogsskóla sýndi að eftir ræktun var þar meðal annarra að finna tvær tegundir myglusveppa sem teljast varasamar innanhúss. Hins vegar fundust engar örverur í kjarnasýnum sem tekin voru á sömu stöðum. Þar sem báðar tegundir höfðu vaxið upp í sambærilegum sýnum, teknum áður en lagfæringar hófust í fyrravor, gæti verið um mengun af gróum frá þeim tíma að ræða.“ Taka sýni eftir mánuð Í ljósi álits Náttúrufræðistofnunar verði fyrstu viðbrögð þau að skólahúsnæðið verður þrifið vandlega vikulega til viðbótar við dagleg þrif til að draga úr rykmagni og þar með örverum í því. Aftur verða tekin sýni að mánuði liðnum sem senda á til tegundagreiningar hjá Náttúrufræðistofnun. Vakni grunur um raka eða leka í skólanum eða að enn séu skemmdir í byggingarefni verði brugðist við því með viðeigandi hætti. „Í framhaldinu verður lögð áhersla á vandleg þrif, góða loftræstingu og að hæfilegt raka- og hitastig sé í skólahúsnæðinu. Á meðan á aðgerðum stendur verða gerðar ráðstafanir til að bæta líðan barna sem sérstakar áhyggjur eru af í samstarfi við foreldra þeirra.“ Móðir sár og reið Reykjavíkurborg segist leggja áherslu á að allt skóla- og frístundastarf í borginni fari fram í heilnæmu húsnæði og að andleg og líkamleg vellíðan barna, ungmenna og starfsfólks sé ávallt í fyrirrúmi. „Vellíðan barns í daglegu lífi leggur grunninn að virkri þátttöku, aukinni færni og árangri í skóla- og frístundastarfi,“ segir í tilkynningu frá borginni og vísað í menntastefnu hennar. Móðir barns í Fossvogsskóla segir barnið enn finna fyrir einkennum myglu þrátt fyrir úrbæturnar. Móðirin sagðist á dögunum sár og reið yfir úrræðaleysi borgaryfirvalda og kallar eftir frekari rannsóknum á byggingunni.
Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Tengdar fréttir Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. 26. september 2020 21:59 Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03 Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. 26. september 2020 21:59
Niðurstöður mælinga gefi ekkert tilefni til að rífa Fossvogsskóla Reykjavíkurborg segir mælingar benda til að ekki sé tilefni til að rífa skólabyggingu Fossvogsskóla líkt og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. 22. september 2020 12:03
Telur að rífa þurfi Fossvogsskóla vegna myglu Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að rífa þurfi skólabyggingu Fossvogsskóla vegna myglu. 22. september 2020 06:43