Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 25-28 | Valur fyrsta liðið til að vinna Hauka Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 2. október 2020 21:20 Agnar Smári Jónsson var markahæstur í liði Vals í kvöld. Vísir/Vilhelm Valur lagði Hauka að velli á Ásvöllum í Olís deild karla í kvöld. Valsmenn leiddu með einu þegar flautað var til hálfleiks 12-13. Þeir komu mun ákveðnari en Haukarnir í seinni hálfleik og kláruðu leikinn með þremur mörkum, 25-28. Leikurinn byrjaði heldur hægt. Valsmenn skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Fyrsta mark Hauka kom eftir sjö mínútur og var það Orri Freyr Þorkelsson sem skoraði úr víti. Valsmenn voru með yfirhöndina nánast allan fyrri hálfleikinn. Á 25. mínútu fékk Þráinn Orri Jónsson beint rautt spjald fyrir brot á Agnari Smára. Haukar reyndu að minnka muninn og komu sér einu marki yfir á kafla en eins og fyrr hefur komið leiddu Valsmenn með einu þegar flautað var til hálfleiks. Valsmenn komu ákveðnari til seinni hálfleiks, líkt og í fyrri hálfleik leiddu þeir með 1-2 mörkum og náðu Haukar ekki að koma sér yfir. Haukar fóru illa með færin sín og náðu Valsarar undantekningarlaust fráköstunum úr vörslum Björgvins, markamanns Hauka. Þegar um 5. mínútur voru eftir af seinni hálfleik gáfu Valsarar í og náðu að klára leikinn með þriggja marka mun 25-28. Af hverju vann Valur? Valsmenn voru sterkari aðilinn í þessum leik. Varnarleikurinn og markvarslann hrökk loksins í gang og þrátt fyrir að vera með nokkra af sínum sterkustu mönnum á meiðslalista náðu þeir að leysa þetta verkefni vel. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Valsmönnum voru það Agnar Smári Jónsson sem var atkvæða mestur með 8 mörk. Á eftir honum var það Magnús Óli Magnússon með 7 mörk. Einar Baldvin Baldvinsson var gríðarlega öflugur í markinu með 40% og klukkaði mikilvæga bolta. Hjá Haukum voru það Heimir Óli Heimisson, Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Orri Freyr Þorkelsson sem voru allir með 5 mörk. Björgvin Páll Gústavsson var góður í marki hauka með 42% markvörslu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka hökkti mikið og varnarleikurinn var slakur. Til að mynda náðu Valsmenn öllum fráköstum úr vörslum frá Björgvin Pál. Hvað er framundan? Haukar gera sér ferð norður á Akureyri og mæta KA í næstu umferð, laugardaginn 10. október kl 16:30. Valur fá hinsvegar Þór frá Akureyri í heimsókn, einnig laugardaginn 10. október kl 15:30. Snorri Steinn Guðjónsson: Ég er ógeðslega ánægður ,,Ég er ógeðslega ánægður. Mér fannst þetta frábær sigur hjá okkur. Frábær karakter sem við sýndum. Eins og sagði fyrir leikinn var ég mjög óánægður með hann í síðasta leik og kallaði eftir svörum frá strákunum og ég fékk það og rúmlega það,” sagði Snorri Steinn sáttur eftir sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Markvarsla Vals hefur verið að milli tannanna hjá sérfræðingum Seinni Bylgjunar undanfarið og svaraði Einar Baldvin heldur betur fyrir sig í leiknum í kvöld ,,Ég hef ekki horft á Seinni Bylgjuna. Ég hef ekki heyrt þessi gagnrýni þannig ég get ekki svarað þessum ummælum. Einar var geggjaður í dag,” sagði Snorri. Snorri Steinn var eðlilega ánægður með sigur kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Nokkrir af lykilleikmönnum Vals eru á meiðslalistanum og því ekki með í kvöld og óvíst hvernig staðan verður í næsta leik sem er á móti Þór Ak. ,,Við þurfu bara aðra svona frammistöðu og sjá hver staðan er á mannskapnum. Bara eins og með allra aðra leiki við tökum þá mjög alvarlega og við höfum góða viku. Við tökum létt helgarfrí og gefum svo aftur í.” Einar Baldvin var flottur í liði Vals í kvöld.Vísir/Daniel Thor Einar Baldvin Baldvinsson: Maður heyrir það hér og þar en ég er 23 ára Einar Baldvin Baldvinsson markmaður Vals kom heldur betur sterkur inn í leik þeirra við Hauka í kvöld. ,,Þetta var góður leikur, bæði lið að spila góðan leik. Mér leið bara mjög vel, þetta var góður sigur og verðskuldaður sigur finnst mér. Við börðumst vel og vorum mjög flottur í dag.” Hann svaraði umræðunni sem hefur verið um lélega markvörslu hjá Val undanfarið og var með 40% markvörslu. ,,Maður heyrir það hér og þar en ég er 23 ára. Sérfræðingarnir segja það sem þeir segja en ég veit ekki hvort þeir séu að horfa á leikinn oft,” sagði Einar Baldvin varðandi umræðuna. ,,Ég, Hlynur og Martin erum búnir að vera vinna vel í þessu. Búnir að taka nokkra góða fundi fyrir leik,” sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Haukar Valur Íslenski handboltinn Handbolti
Valur lagði Hauka að velli á Ásvöllum í Olís deild karla í kvöld. Valsmenn leiddu með einu þegar flautað var til hálfleiks 12-13. Þeir komu mun ákveðnari en Haukarnir í seinni hálfleik og kláruðu leikinn með þremur mörkum, 25-28. Leikurinn byrjaði heldur hægt. Valsmenn skoruðu fyrstu þrjú mörk leiksins. Fyrsta mark Hauka kom eftir sjö mínútur og var það Orri Freyr Þorkelsson sem skoraði úr víti. Valsmenn voru með yfirhöndina nánast allan fyrri hálfleikinn. Á 25. mínútu fékk Þráinn Orri Jónsson beint rautt spjald fyrir brot á Agnari Smára. Haukar reyndu að minnka muninn og komu sér einu marki yfir á kafla en eins og fyrr hefur komið leiddu Valsmenn með einu þegar flautað var til hálfleiks. Valsmenn komu ákveðnari til seinni hálfleiks, líkt og í fyrri hálfleik leiddu þeir með 1-2 mörkum og náðu Haukar ekki að koma sér yfir. Haukar fóru illa með færin sín og náðu Valsarar undantekningarlaust fráköstunum úr vörslum Björgvins, markamanns Hauka. Þegar um 5. mínútur voru eftir af seinni hálfleik gáfu Valsarar í og náðu að klára leikinn með þriggja marka mun 25-28. Af hverju vann Valur? Valsmenn voru sterkari aðilinn í þessum leik. Varnarleikurinn og markvarslann hrökk loksins í gang og þrátt fyrir að vera með nokkra af sínum sterkustu mönnum á meiðslalista náðu þeir að leysa þetta verkefni vel. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Valsmönnum voru það Agnar Smári Jónsson sem var atkvæða mestur með 8 mörk. Á eftir honum var það Magnús Óli Magnússon með 7 mörk. Einar Baldvin Baldvinsson var gríðarlega öflugur í markinu með 40% og klukkaði mikilvæga bolta. Hjá Haukum voru það Heimir Óli Heimisson, Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Orri Freyr Þorkelsson sem voru allir með 5 mörk. Björgvin Páll Gústavsson var góður í marki hauka með 42% markvörslu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka hökkti mikið og varnarleikurinn var slakur. Til að mynda náðu Valsmenn öllum fráköstum úr vörslum frá Björgvin Pál. Hvað er framundan? Haukar gera sér ferð norður á Akureyri og mæta KA í næstu umferð, laugardaginn 10. október kl 16:30. Valur fá hinsvegar Þór frá Akureyri í heimsókn, einnig laugardaginn 10. október kl 15:30. Snorri Steinn Guðjónsson: Ég er ógeðslega ánægður ,,Ég er ógeðslega ánægður. Mér fannst þetta frábær sigur hjá okkur. Frábær karakter sem við sýndum. Eins og sagði fyrir leikinn var ég mjög óánægður með hann í síðasta leik og kallaði eftir svörum frá strákunum og ég fékk það og rúmlega það,” sagði Snorri Steinn sáttur eftir sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Markvarsla Vals hefur verið að milli tannanna hjá sérfræðingum Seinni Bylgjunar undanfarið og svaraði Einar Baldvin heldur betur fyrir sig í leiknum í kvöld ,,Ég hef ekki horft á Seinni Bylgjuna. Ég hef ekki heyrt þessi gagnrýni þannig ég get ekki svarað þessum ummælum. Einar var geggjaður í dag,” sagði Snorri. Snorri Steinn var eðlilega ánægður með sigur kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Nokkrir af lykilleikmönnum Vals eru á meiðslalistanum og því ekki með í kvöld og óvíst hvernig staðan verður í næsta leik sem er á móti Þór Ak. ,,Við þurfu bara aðra svona frammistöðu og sjá hver staðan er á mannskapnum. Bara eins og með allra aðra leiki við tökum þá mjög alvarlega og við höfum góða viku. Við tökum létt helgarfrí og gefum svo aftur í.” Einar Baldvin var flottur í liði Vals í kvöld.Vísir/Daniel Thor Einar Baldvin Baldvinsson: Maður heyrir það hér og þar en ég er 23 ára Einar Baldvin Baldvinsson markmaður Vals kom heldur betur sterkur inn í leik þeirra við Hauka í kvöld. ,,Þetta var góður leikur, bæði lið að spila góðan leik. Mér leið bara mjög vel, þetta var góður sigur og verðskuldaður sigur finnst mér. Við börðumst vel og vorum mjög flottur í dag.” Hann svaraði umræðunni sem hefur verið um lélega markvörslu hjá Val undanfarið og var með 40% markvörslu. ,,Maður heyrir það hér og þar en ég er 23 ára. Sérfræðingarnir segja það sem þeir segja en ég veit ekki hvort þeir séu að horfa á leikinn oft,” sagði Einar Baldvin varðandi umræðuna. ,,Ég, Hlynur og Martin erum búnir að vera vinna vel í þessu. Búnir að taka nokkra góða fundi fyrir leik,” sagði Einar að lokum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti