Benedikt: Stjörnumenn versla útlendinga í Gucci á meðan hin liðin eru í H&M Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2020 15:01 Arnar Guðjónsson kann að finna útlendinga en hér er þjálfari Stjörnunnar að ræða málin við aðstoðarþjálfara sína Inga Þór Steinþórsson og Danielle Rodriguez. Vísir/Elín Björg Benedikt Guðmundsson hrósaði Stjörnumönnum í Domino´s Körfuboltakvöldi fyrir að hafa náð að semja við Slóvenann Mirza Sarajlija fyrir þetta tímabil. Stjörnumönnum er spáð Íslandsmeistaratitlinum af flestum og þar á meðal bæði Vísi og Domino´s Körfuboltakvöldi. Í kynningarþætti Domino´s Körfuboltakvölds barst umræðan að erlendu leikmönnum Stjörnuliðsins og þá sérstaklega Slóvenanum Mirza Sarajlija. Mirza Sarajlija skoraði 22 stig á tæpum 19 mínútum í leik Stjörnunnar í Meistarakeppni KKÍ þar sem hann setti niður 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Nú verður fróðlegt að sjá hvort Mirza Sarajlija sýni meira af því í sama í fyrsta deildarleiknum í kvöld þegar Stjarnan heimsækir Valsmenn á Hlíðarenda. Leikurinn Vals og Stjörnunnar hefst klukkan 20.00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport sem strax á eftir honum verður síðan Domino´s Körfuboltakvöld en það hefst klukkan 22.00. Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, ræddi útlendingamál Stjörnunnar en hann segir að gæði Mirza Sarajlija séu dæmi um það að Stjörnumenn séu ekki að versla sér leikmenn á sömu stöðum og hin liðin. „Sá var flottur. Við erum búnir að sjá Mirza núna, Tomsick í fyrra og Antti þar á undan. Þeir ná alltaf í príma skyttur þarna,“ sagði Benedikt Guðmundsson í Domino´s Körfuboltakvöldi. Hann er þar að tala um króatíska Bandaríkjamanninn Nikolas Tomsick og Finnan frábæra Antti Kanervo. „Stjarnan er þannig klúbbur að þegar er verið að leita að útlendingum þá er bara farið í Gucci búðirnar, Versace eða hvað sem þetta heitir allt og svo eru önnur lið bara í H&M og Söru. Þegar þú ert með gott budget þá eru líkur á því að þú náir í góða menn,“ sagði Benedikt en það má sjá hvað hann sagði hér fyrir neðan. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Benedikt Guðmundsson um útlendingamál Stjörnunnar Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Benedikt Guðmundsson hrósaði Stjörnumönnum í Domino´s Körfuboltakvöldi fyrir að hafa náð að semja við Slóvenann Mirza Sarajlija fyrir þetta tímabil. Stjörnumönnum er spáð Íslandsmeistaratitlinum af flestum og þar á meðal bæði Vísi og Domino´s Körfuboltakvöldi. Í kynningarþætti Domino´s Körfuboltakvölds barst umræðan að erlendu leikmönnum Stjörnuliðsins og þá sérstaklega Slóvenanum Mirza Sarajlija. Mirza Sarajlija skoraði 22 stig á tæpum 19 mínútum í leik Stjörnunnar í Meistarakeppni KKÍ þar sem hann setti niður 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Nú verður fróðlegt að sjá hvort Mirza Sarajlija sýni meira af því í sama í fyrsta deildarleiknum í kvöld þegar Stjarnan heimsækir Valsmenn á Hlíðarenda. Leikurinn Vals og Stjörnunnar hefst klukkan 20.00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport sem strax á eftir honum verður síðan Domino´s Körfuboltakvöld en það hefst klukkan 22.00. Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi, ræddi útlendingamál Stjörnunnar en hann segir að gæði Mirza Sarajlija séu dæmi um það að Stjörnumenn séu ekki að versla sér leikmenn á sömu stöðum og hin liðin. „Sá var flottur. Við erum búnir að sjá Mirza núna, Tomsick í fyrra og Antti þar á undan. Þeir ná alltaf í príma skyttur þarna,“ sagði Benedikt Guðmundsson í Domino´s Körfuboltakvöldi. Hann er þar að tala um króatíska Bandaríkjamanninn Nikolas Tomsick og Finnan frábæra Antti Kanervo. „Stjarnan er þannig klúbbur að þegar er verið að leita að útlendingum þá er bara farið í Gucci búðirnar, Versace eða hvað sem þetta heitir allt og svo eru önnur lið bara í H&M og Söru. Þegar þú ert með gott budget þá eru líkur á því að þú náir í góða menn,“ sagði Benedikt en það má sjá hvað hann sagði hér fyrir neðan. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Benedikt Guðmundsson um útlendingamál Stjörnunnar
Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira